Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 24

Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 24
22 eða svo kom í ljós að framangreindan kveðskap, allan, hafði fræðimaðurinn Halldór Jónsson (1871–1912), síðar bóndi í Mið- dalsgröf í Tungusveit, skrifað upp en hann var einnig við róðra á Gjögri þetta haust.1 Eru því rímurnar varðveittar í safni Halldórs í handritadeild Landsbókasafns1 ásamt öðru sem hann lét eftir sig af þessu tagi (ríman hefir nú komið víðar í leitirnar). Um 1940 kvað Indriði [Þórarinn í Fagrahvammi], sonur Þórðar, hluta af þessari formannarímu föður síns í Útvarpið og nú fyrir jólin, 2012, hefir kvæðamaðurinn Steindór Andersen kveðið rímuna inn á geisladisk, ‚Stafnbúa‘, og gefið út ásamt tónlistarmanninum Hilmari Erni Hilmarssyni. Í annað sinn kvað Indriði í Útvarpið „Rímuna af bónorði Egils Grímssonar“ sem líka var eftir föður hans en þar er efnið sótt í skáldsöguna „Maður og kona“ eftir Jón Thorodd sen. Þótti flutningur Indriða takast vel enda var það mál manna að hann „kvæði vel“ eins og faðir hans hafði gert. Um kveðskap Indriða hafði Helgi Hjörvar, skrifstofustjóri Útvarpsins, þessi orð: „… að hlusta á Indriða kveða er eins og að grípa í skott- ið á miðöldum.“ Formannaríma Þórðar (sem í uppskrift Halldórs ber yfirskrift- ina „Formannavísur yfir Vík ursveit haustið 1898“) þótti vel ort og voru vísur úr henni á vörum eldri manna í Árneshreppi langt fram eftir tuttugustu öldinni, og enn finnast menn sem kunna vísur úr rímunni. Þannig hafði Skúli Alexandersson frá Kjós (f. 1926) vísuna um afa sinn á hraðbergi þegar ríman barst í tal, nefnilega: „Ágúst skjalda þundur þá ...“. Enginn vafi er á því að þetta tiltæki Indriða hef ir haft mikil áhrif á „hina munnlegu geymd“ rímunnar. Sá sem þetta ritar man vel eftir því að það vakti mikið umtal og eftirvæntingu meðal fólks í sveitinni þegar Þórar- inn í Fagrahvammi „fór suður til að kveða í Útvarpið“. Skylt er að geta þess að í uppskrift Halldórs eru vísurnar einungis 38 en ein af vísunum, sem Indriði kvað, er ekki í uppskriftinni en hefir hér verið felld inn í rímuna og eru þær þá 39 talsins. Í Fréttabréfi Félags Árneshreppsbúa, í október 1989, var birt vísa sem talin var úr for mannarímu Þórðar og spurt um hvern vísan væri. Svar við þeirri spurningu kom ekki þá. Vís an er örugg- lega eftir Þórð, hún sver sig í ættina og er svona: 1 Lbs 1884 8vo. Dagb. Halldórs Jónssonar 1898. 2 Lbs 1884 8vo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.