Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 131
129
þurfti oft að sæta lagi til að komast að þeim enda netsins ef eitt-
hvað var að veðri og reyndar stundum ógerlegt; 12–13 net voru
höfð í lögninni.
Þegar farið var í útskerin var ávallt hafður með einhver matur,
kaffi, vatn, ketill og eldsneyti, þar eð alltaf gat hvesst af vestri svo
að ekki yrði komist til lands í bili. Það var líka venja að bíða í skerj-
unum, venjulegast Flataskeri, milli þess sem vitjað var um netin
uns fengist hafði sæmileg hleðsla á bátinn. Var þar matast og
drukkið ketilkaffi og oft sofið undir bátsseglinu ef svo bar undir.
Ketilkaffi var lagað þannig að kaffið var látið í ketilinn er vatnið
var komið að suðu og um leið og suðan kom upp var ketillinn
tekinn af hlóðunum, logandi eldiviðarbrandi stungið augnablik
niður í vatnið eða hellt bolla af köldu vatni í hann. Við þetta
hreinsaðist kaffivatnið, þ.e. korgurinn settist á botninn. Mörgum
þótti þannig lagað kaffi jafnvel betra en lagað á venjulegan hátt í
kaffikönnu.
Það var oft gaman að vera í lögnunum, einkum er veður var
gott, logn og blíða, og sólin skein allan sólarhringinn, skreið
með hafsbrún um lágnættið. Þá var umhverfið dýrðlegt hvort
heldur litið var út yfir spegilsléttan hafflötinn eða til landsins,
fjallanna og sólglitrandi fossanna í ljóma lágnættissólar. Það
eina, sem gat varpað skugga á þessa dýrð, var ef samviskan lét
á sér bæra út af drápi þessara ungu, yndislegu og saklausu sels-
barna en það gerði hún gjarnan á svona stundum. En það gat
líka verið æði kaldsamt að vera í skerjunum þegar norðaustan
bræla var og fyrir kom að skyndilega þyrfti að taka netin upp og
koma sér í land ef skjót veðurbreyting varð og útlit fyrir hvass-
viðri af hafi. Voru netin þá lögð við ströndina ef veður varð ekki
því verra og veitt þar uns hægt varð að veiða áfram við skerin.
Stundum, í júlí eða ágúst, var farið í útskerin í von um að
geta gómað uppiliggjandi brimla en skinn þeirra þóttu hið
besta skóleður er völ var á. Útskerjunum er öllum svo háttað
að lengd þeirra er í norður-suður og sú hlið þeirra sem að
landi veit, að vestri, er hærri og þverhnípt í sjó en til hafsins
eru þau með aflíðandi halla í sjó fram. Selurinn liggur því aðal-
lega uppi á úthlið skerjanna og sér því ekki til báts sem róið
er að þeim úr landátt. Eitt skerið, Austurklakkar, [sem] liggur
örskammt framan við Hnúfasker, sker sig að því leyti frá hinum