Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 95
93
þar Samúel Hallgrímsson og kona hans, Jóhanna Bjarnadóttir,
og Guðjón Kristjánsson og hans kona, Anna Jónasdóttir. Báðar
voru fjölskyldur þessar barnmargar og fátækar að veraldarauði
en gestrisni skorti þar ekki fremur en annars staðar, þekktist þó
ekki þá á þessum slóðum að taka greiðslu fyrir veittan beina.
Samúel var mikill og góður kvæðamaður. Skemmti hann oft með
rímnakveðskap á bæjum er hann gisti á í ferðalögum sínum.
Fylgdi hann okkur upp á hálsinn yfir að Bjarnarfirði.
Á Dröngum bjó Guðmundur Pétursson, albróðir og alnafni
föður míns. Þarf ekki að lýsa móttökum þar, því rausnar- og fyrir-
myndarheimili. Vorum við þar um kyrrt einn dag en héldum síð-
an heim í Ófeigsfjörð með viðkomu í Drangavík. Þáðum þar
góðar veitingar sem annars staðar er við höfðum viðkomu á þess-
ari leið okkar. Í Drangavík bjuggu þá hjónin Jóhannes Magnússon
og kona hans, Sigríður Jakobsdóttir. Drangavíkin er rýrðarbújörð
en þar bjó gott fólk sem átti rausnargeð meira en veraldarauð. Á
milli Dranga og Drangavíkur var talinn þriggja tíma gangur en
Drangavíkur og Ófeigsfjarðar fjögurra tíma ferð í sæmilegu gang-
færi. Mun þessi síðasta dagleið okkar hafa verið lengst á göngu en
hinar fremur stuttar enda rysjutíðarfar um þetta leyti, meiri og
minni snjókoma með strekkings-norðaustanvindi á hverjum degi.
Einhverja pokaskjatta urðum við auðvitað að bera á okkur og þótt
þeir hafi ekki verið ýkja þungir, að minnsta kosti ekki minn, hafa
þeir þó ekki létt okkur gönguna. Annars var venjulega, þegar
farið var milli Ísafjarðar og Ófeigsfjarðar, farið með á sjó inn að
Melgraseyri, oft gist í Hraundal og þá lagt á Ófeigsfjarðarheiði
næsta dag ef veður leyfði. Föður mínum hefur líklega ekki þótt
ráðlegt að fara þessa leið með strákinn sinn, tíu ára gamlan, í ekki
betra tíðarfari en verið hafði meðan við vorum á Ísafirði enda
kominn vetur en stíf dagleið yfir heiðina í sæmilegu gangfæri og
kosið því fremur krókinn en kelduna.
Ég mun hafa verið á tólfta ári þegar ég fékk að fara fyrstu viðar-
ferðina á Ófeigi yfir að Blönduósi. Var ég áttundi maður á skip-
inu, auðvitað aukagemsi því venjulega voru ekki nema sjö menn í
þessum ferðum, sex undir árum og sjöundi við stýri, enda í mörgu
að snúast heima á vorin er þessir viðarflutningar stóðu yfir. Skipið
var mjög þungt undir árum, stór áttæringur með tveimur auka-
ræðum svo að tíu gætu róið því ef svo bar undir. Í logni var hraði