Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 77

Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 77
75 einnig allur annar viður, t.d. í hákarlaskipið Ófeig sem faðir okkar lét smíða á fyrsta búskaparári sínu í Ófeigsfirði árið 1875, einnig alla þá báta er síðar voru þar smíðaðir enda var allur smíðaviður unninn úr heimafengnum rekavið. Á skemmuloftinu var æðar- dúnninn einnig hreinsaður og var það mikið verk þar eð hann var allur kaldhreinsaður, aðallega unnið að því á vetrum en dún- tekjan allmikil, 80–90 kg árlega. Í skemmunni voru og geymdir ýmsir búshlutir heimilisins svo og nokkuð af matvöru en aðalmat- varan var geymd í hjalli er stóð í svonefndu Túnnesi niður við sjóinn, skammt frá bæjarlendingunni. Þessi bær, sem ég hefi nú reynt að lýsa nokkuð ítarlega, mun hafa verið byggður um 1880 en hann brann til kaldra kola í vestan stórviðri á hvítasunnudag 1914 er flest fólkið var við kirkju í Ár- nesi. Mun ég síðar koma nánar að því en sný mér nú að öðru efni. Dulsýnir og fleira Á uppvaxtarárum mínum var, sem kunnugt er, mjög almenn trú á hvers kyns dularfull fyrirbæri hér á landi svo sem sendingar, svipi, afturgöngur og drauga allra tegunda svo og nokkur álfatrú og jafnvel skrímsla-, en trú á tilveru trölla held ég að hafi verið að mestu útdauð. Synd væri að segja að ég hafi farið varhluta af þessari grein trúarbragðanna enda greip myrkfælnin mig svo tökum að enn þann dag í dag hefi ég ekki losnað að fullu við hana. Fáir hygg ég að hafi í fullri alvöru þverneitað tilveru alls slíks er ekki gat samrýmst almennri skynþekkingu manna en margir töldu sér þó ekki sæmandi annað en neita öllu slíku, svona með vörunum. Ég vil nú í stuttu máli reyna að lýsa atburði þeim sem varð til þess að gera mig svona myrkfælinn því áður man ég ekki til að ég væri frábrugðinn öðrum börnum í þessum efnum. Það var eitthvert kvöldið, líklega veturinn 1902–1903, að ég og félagi minn vorum eitthvað að amstra í eldhúsinu. Ljós var þar á olíulampa. Datt okkur þá í hug að sækja kassa með ýmsu dóti í er við töldum okkur eiga frammi í Gömlustofu. Lögðum við nú af stað og létum báðar gangdyrnar vera opnar svo ljósskímu legði fram í bæjardyrahúsið og skemmudyraganginn. Þegar við komum að skemmudyrunum voru þær lokaðar með snerli efst á hurð- arkarminum hægra megin. Tók ég þá spýtu úr eldiviðarhlaðanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.