Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 80

Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 80
78 um ótta mínum því að nú fór að sækja að mér martröð í hvert sinn er ég sofnaði liggjandi á bakinu eða ef ég velti mér í svefn- inum upp í loft. Draumar gerðust erfiðir og sífellt var mig að dreyma ýmiss konar ókindur, aðallega drauga og afturgöngur, sem að mér sóttu en þarna var talað um nokkrar nafngreindar verur þess háttar er tilheyra áttu ákveðnum bæjum í sveitinni. Var þar fremstur í flokki Seljanesmóri sem reyndar var kenndur við fleiri bæi en sögur af honum munu hafa komist á prent. Svo var og talað um Skuplu, Snæril, Skinnsvuntu og Stígvélabrokk. Ekki voru þetta geðþekkar verur eða persónur við að eiga fyrir lítinn mann hvorki í svefni né vöku. Varð þá á nóttum oft helsta ráðið að grípa til bænanna, þylja þær stanslaust svo óvinurinn smeygði sér ekki inn milli þeirra en þær hafði elsta systir mín, Jensína, kennt mér því á hana hafði komið að sjá um uppeldi okkar yngstu barnanna, að mestu leyti, eftir lát móður okkar. Var þó sem ekkert stoðaði og mátti ég oft ekki blund festa fyrir ótta um aðsókn ill- þýðis þessa meirihluta nætur. Það var heldur ekki örgrannt um að ég þættist stundum í vökunni verða var þessa ófénaðar, að minnsta kosti fram að tíu ára aldri. Þannig var það eina bjarta sumarnótt að ég þóttist aftur og aftur sjá ófélegan strák í mórauðum fata- lörfum fyrir framan rúmið mitt í hvert sinn er ég var að festa blund. Snemma næsta morgun kom svo gestur er sagt var að Móri væri sérstaklega fylgispakur við. Svo var það eitt sinn hausttíma að ég var að halda í ristla fyrir systur mína og ég þurfti að skreppa út til að kasta af mér vatni. Sá ég þá hvar stráklingur kom eins og valhoppandi frá fjárhúsunum, en þar voru menn við slátrun, og skondraði yfir bæjarlækjarbrúna og beygir síðan norður svokall- aða Flókakinn en hún var hallinn í túninu framan við bæinn og niður að bæjarlæknum. Ég sá þetta vel þar eð tunglskin var og lítils háttar snjóföl á túninu. Í fyrstu hélt ég að þetta væri einhver þeirra er voru við slátrunina en er strákur beygði norður fyrir ofan bæinn þar sem væntanlega enginn átti leið um í þessu tilviki og göngumátinn í meira lagi einkennilegur greip hræðslan mig svo ég stökk æpandi inn í eldhús og fór að segja systur minni hvað fyrir mig hefði borið. Varla hafði ég lokið frásögn minni þegar barið var að dyrum. Var þá kominn sami gesturinn og fyrr var getið. Síðar varð svo vitað að enginn heimamanna hafði átt leið um Flókakinn, þarna framan við bæinn. Fleira þessu líkt bar fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.