Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 69
67
aldar er börnin tóku virkan þátt í lífsbaráttu hinna fullorðnu. Jafnframt
eru þær aðgengileg og fróðleg heimild um atvinnu- og lífshætti almennt
í sveitinni á þessum tíma. Í bréfi til Þjóðminjasafns, sem Guðmundur lét
fylgja með handriti sínu (dags. í október 1977), segir meðal annars: „…
miðast þessar hugleiðingar mínar við daglegt líf á svokölluðu betra heim-
ili, eftir því sem þá gerðist, á því tímabili sem um er fjallað. Þar er því ekki,
að neinu leyti, rætt um þá erfiðleika og basl sem jafnan eru samfara mik-
illi fátækt en vissulega var meira en nóg af henni í minni sveit sem annars
staðar á þessum árum enda hafa margir aðrir gert þeim efnum skil í ræðu
og riti. Ég hefi ekki heldur reynt að lýsa neinum hættu- eða svaðilförum
og því síður afreksverkum mínum né annarra enda ekki, hvað mig varðar,
um neitt slíkt að ræða. Þó mun það svo, sé vel að gætt, að þeir munu fáir
á þessu landi sem hjá því komast til fullorðinsára að lenda einhvern tím-
ann í þeim aðstæðum er leitt gætu til slysa eða annars ófarnaðar, ekki síst
þar sem umhverfið er þannig að hættur eru alls staðar fyrir hendi í fjöll-
um, ám, vötnum og sjó.“
Frumrit Guðmundar, sem er snyrtilega vélritað, er varðveitt í þjóð-
háttasafni Þjóðminjasafns Íslands með öðrum frásögnum sem urðu til af
þessu sama tilefni. Við útgáfuna var lagt til grundvallar vélritað eintak úr
Guðmundur Guðmundsson
frá Ófeigsfirði.