Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 91
89
Margir fleiri voru leikir okkar krakkanna og unglinganna sem
ég er sumpart búinn að gleyma og sumpart eru svo alþekktir
meðal unglinga að óþarfi er að rifja þá upp svo sem að kveðast
á, leysa gátur, finna sem flest rímorð við eitthvert ákveðið orð
o.s.frv. en jólaleikur þótti ávallt sjálfsagður á jóladagskvöldi og
tók þá jafnan flest fólkið þátt í honum. Svo var og um fleiri leiki
okkar, einkum um helgar, að fullorðnir léku með okkur væri
ekki neinu sérstöku að sinna þá stundina.
Við krakkarnir lærðum ung að halda á spilum, einnig mann-
ganginn í skák og leika refskák og myllu. Kannski átti pabbi sinn
þátt í því, honum þótti gaman að tefla og spila, einkum „l’hombre“.
Man ég að Jón bóndi Jörundsson á Reykjanesi, en honum þótti
gaman að þessu spili, kom vanalega einu sinni á vetri norður til
okkar að hitta pabba því þeir voru miklir vinir enda höfðu þeir
mikið saman að sælda í sambandi við verslunina á Norðurfirði
þar eð Jón var þar stjórnarmaður. Var þá stundum setið við spilin
nokkuð fram yfir venjulegan háttatíma en Jón stansaði venjulega
2–3 daga í slíkum ferðum. Þá var alltaf spilað upp á aura en bitin
var 5 aurar, lögð á borðið eða tekin úr því eftir ástæðum. Fyrir að
vinna einfalt spil var 1 bit tekin úr borðinu og sama látið í það ef
spilið hálftapaðist (remis) en 2 gull ef það altapaðist (krúkk) til
viðbótar (2 aurar fylgja með bitinni). Fyrir sóló (hjarta, tígul og
Vandrer de Damer i Skoven,
ej-fa-la-la-la-la, ej-fa-la-la-la.
De er saa let paa Furen,
fa-la-la-la-la-la-la-la.
Og Kurven jeg dig skænker,
ej-fa-la-la-la-la, ej-fa-la-la-la.
Men anden jeg paa tænker,
fa-la-la-la-la-la-la-la.
Og Haanden jeg dig giver,
ej-fa-la-la-la-la, ej-fa-la-la-la.
Min Kæreste du bliver,
fa-la-la-la-la-la-la-la.
(Þá hneigði herrann sig fyrir einni döm-
unni í hringnum og hnýtti klútnum um
handlegg hennar en vék sér síðan á sinn
stað.)
(Tekur sér aðra dömu og dansar við
hana innan í hringnum meðan vísan
er sungin og allir þátttakendur syngja
og dansa.)