Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 42
40
sem best voru ríðandi komu á Borðeyrina. Mælt er að ein brúð-
urin, Anna Ísleifsdóttir, hafi látið þau orð falla að þessi truflun á
veislunni, er menn ruku í burtu í ofboði, boðaði óhamingju í
hjónabandinu. Það væri gömul þjóðtrú. Anna missti mann sinn í
sjóinn eftir átta ára sambúð. Það er einnig í frásögur fært að Jón
kammerráð á Melum sendi skipsmönnum vel alið naut sem þakk-
lætisvott fyrir áræði og dugnað og hefðu þeir vel fagnað óvæntri
gjöf.
Næsta sumar kom engin sigling til Borðeyrar en árið 1850 kom
þangað Hildebrandt frá Hólanesi á skipinu Fortuna. Sama ár
kom einnig Jacobsen, kaupmaður frá Skagaströnd, á skipi sínu
Experiment og var maður að nafni Riis skipstjóri, faðir Richards
P. Riis er síðar varð kaupmaður á Borðeyri. Clausen sendi einnig
Sörensen skipstjóra sinn en nú á stærra skipi er Meta hét og var
70 lestir. Nú voru skipin lestuð erlendis en ekki send með vöru-
leifar.8
Um þessar mundir bjó á Kolbeinsá eyfirskur maður, Ólafur
Gíslason. Hann var mikill sægarpur og hákarlaveiðimaður. Sótti
jagt til Kaupmannahafnar veturinn 1859. Ólafur var hafnsögu-
maður í Hrútafirði er siglingar hófust að nýju og allan þann tíma
er lausakaupmenn eða spekúlantar sigldu til Borðeyrar. Lóðsaði
hann mörg af þeim skipum er komu í Hrútafjörð en fyrir kom að
hann var í hákarlalegu er skip komu inn og urðu þau þá að sigla
leiðsögulaust. Stundum var það einnig gert af sparnaðarástæðum
því að hafnsögumaður var nokkuð dýr, 28 dali kostaði að leið-
beina skipi inn en 16 dali út. Lausakaupmenn komu venjulega
um fardaga og máttu versla í mánuð en urðu annars fyrir útgjöld-
um. Pantaðar vörur mátti þó afgreiða eftir þann tíma.
Ýmsir kaupmenn sigldu til Borðeyrar um þetta leyti og komu
tveir til þrír eða fleiri á hverju vori. Oftast er nefndur Bjarni Sand-
holt, mágur Hans Clausens, og Valdimar Bryde, einnig Carl Fred-
rik Glad frá Kjöge sem talinn var helsti keppinautur hinna. Þótti
hann gefa betri kjör og vera liprari. Í því sambandi má nefna frá-
8 Í Brandsstaða annál Björns Bjarnasonar (Reykjavík 1941) er öðruvísi sagt frá upphafi
verslunar á Borðeyri. Árið 1849 segir: „Nú byrjaði Borðeyrarhöndlun. Fóru 2 skip frá
Höfðakaupstöðum þangað, og lausakaupmaður kom þar með það þriðja“ (bls. 167).
Hann segir einnig að þrjú skip hafi komið 1850 og 1851 og þá hafi verið orðin mikil
verslun á Borðeyri: „Sóttu þangað lestir sunnan yfir heiði og vestan úr Dölum og all-
ur Miðfjörður“ (bls. 177).