Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 75

Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 75
73 Úr eldhúsinu og fram í bæjardyrahúsið lá allbreiður gangur, um fjögurra álna langur, með hurðum fyrir báðum endum. Frá þessum gangi og að bæjarhlaði, milli stofu og bæjardyra, var upp- haflega þykkur veggur sem var rofinn þegar foreldrar móður minnar komu alkomnir til okkar, rétt fyrir aldamótin. Var þá útbúið fyrir þau herbergi þarna með tveimur rúmum með fram suðvesturhlið þess og inngöngudyrum frá bæjardyrahúsi en glugga út að bæjarhlaði. Ris var á þessu húsi og loft undir sem aldrei var notað enda enginn inngangur að því. Bæjardyrahúsið var allstórt, náði frá bæjardyrum og um þrjár álnir inn fyrir nefndan gang til baðstofuhúss en þá tók við hlóða- eldhúsið, aðskilið frá bæjardyrahúsi með timburþili með dyrum á miðju þili. Í því húsi var allrúmgott því að það var álíka breitt og baðstofuhúsið. Var stundum dansað þar og farið í aðra leiki, eink- um ef gestir voru á vetrum. Sex rúða gluggi var á framþili til vinstri handar er út var gengið en bæjardyrnar til hægri og lágur gluggi yfir þeim. Ris var yfir húsinu með torfþekju klæddri að innan með skarsúð. Loftið undir risinu var kallað dyraloft. Þar voru geymdir ýmislegir hlutir sem bæði tilheyrðu heimilinu og heim- ilisfólkinu, koffort og kirnur og fleira. Gluggi var aðeins á fram- þili en bakþil var efri hluti þilsins er skildi hlóðaeldhús og bæjar- dyrahús. Stigi var upp á loftið og var hann innarlega við norðausturhlið hússins, rétt við dyr er voru að gangi sem lá í gegnum norðaustasta húsið er kallað var skemma. Í bæjardyra- húsinu var hefilbekkur við þilið inn af glugganum og þar inn af, með þilinu og inn undir stigann, var eldiviðnum hlaðið upp sem var niðursagaður og klofinn rekaviður. Í horninu milli dyra til baðstofu og hlóðaeldhússdyra var vatnstunna allstór og mjöl- kvörnin en þá var kornið flutt inn ómalað. Var æði þungt að snúa kvarnarsteininum og þóttist ég orðinn töluverður maður þegar ég fór að geta það. Fuglsvængur var hafður til að sópa með mjöl- inu úr kvarnarstokknum í mjölílátið. Ýmislegt fleira var í þessu húsi, t.d. viðarhögg er eldiviðarkubbarnir voru klofnir á svo og nokkurs konar timburgálgi er rekaviðarstaurarnir voru sagaðir [á] niður í hæfilega langa búta fyrir eldavélina. Í hlóðaeldhúsinu voru þrennar hlóðir á hlöðnum bálki um hnéháum. Yfir húsinu var torfþak, framhald þess yfir dyralofti og allvíðir tveir strompar í mæni. Þarna fór fram slátursuða á haustin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.