Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 111

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 111
109 ann og Skúla Thoroddsen og hafði enda nokkur persónuleg kynni af Skúla og heimili hans á Ísafirði er Skúli var sýslumaður þeirra Ísfirðinga. Við krakkarnir og heimilisfólkið yfirleitt vorum og ákafir fylgjendur sömu stjórnmálastefnu og faðir okkar. Mátti kannski þar um segja að eftir höfðinu dansi limirnir. Þó var hér ein undantekning því að Ásgeir afi var jafn ákafur heimastjórnar- maður og pabbi var sjálfstæðismaður enda forðuðust þeir að ræða stjórnmál sín á milli. Guðrún amma talaði aldrei um stjórn- mál og lítið um trúmál og vissu því fáir um hug hennar í þeim efnum en hún hugsaði vel um sokkaplögg okkar og prjónaði mikið. Ég held að amma hafi verið mjög vel gefin kona og stál- minnug var hún enda gat hún rakið saman ættir ótrúlega margra þótt fjarskyldir væru. Hún reykti dálítið pípu og sat þá jafnan fyrir framan eldstóna og kveikti ætíð í tóbakinu með eldiviðarbrandi úr stónni eða logandi móköggli er hún lagði á pípukónginn. Hún sagðist hafa vanist á að reykja er hún, unglingur, hefði verið látin kveikja í pípu fyrir gamlan mann á heimilinu. Sagði hún okkur ýmislegt frá fyrri tíð og var furðulega fróð um sögu lands og þjóð- ar fyrri alda. Einnig kunni hún góð skil á mörgum atburðum og mönnum annarra landa allt aftur í gráa forneskju. Ásgeir afi var einnig fróður um margt. Hann hafði á búskaparárum sínum verið hreppstjóri og á sínum yngri árum, eða um tvítugsaldur, sótt Kollabúðafundi í Þorskafirði. Var sem andlit gamla mannsins uppljómaðist er hann minntist þeirra funda. Fyrstu Alþingiskosningar sem ég minnist voru kosningarnar 1908 þegar slagurinn um Uppkastið stóð. Guðjón Guðlaugsson frá Ljúfustöðum hafði þá verið þingmaður Strandamanna um 15 ára skeið og var því orðinn mjög gróinn í sessi enda hafði hann jafnan verið töluvert atkvæðamikill á þingi og ávallt verið traustur fyrirsvarsmaður síns heimahéraðs. Hann hafði orðið sjálfkjörinn þingmaður kjördæmisins við síðustu kosningar, var vel máli far- inn og harðskeyttur málafylgjumaður, ef því var að skipta, gagn- vart andstæðingum. Guðjón var þá framkvæmdastjóri kaupfélags- ins á Hólmavík og mikill áhrifamaður í héraðinu. Töldu því flestir að enginn mundi sá finnast er líklegur væri til að bera sigurorð af honum í þessum kosningum. Hann var, sem kunnugt er, mjög eindreginn heimastjórnarmaður og ákafur fylgismaður Hannesar Hafsteins og Uppkastsins. Andstæðingur hans og gagnframbjóð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.