Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 113
111
Hólmavíkur, var víst lagður þetta sumar þangað. Eftirvænting
okkar þarna norður frá var því mikil eftir að frétta um úrslitin en
fögnuður því meiri er fréttin loks kom um sigur Ara með 12–14
atkvæða mun.
Í næstu kosningum, sem voru 1911, buðu sömu menn sig fram
í sýslunni. Var þá enn hart barist og flokkarígur mikill. Þá vann
Guðjón þingsæti sitt aftur með tveggja eða fjögurra atkvæða
meirihluta. Var það fyrir hreina slysni fylgismanna Ara á þrem
nyrstu bæjum sýslunnar en þeir höfðu níu saman ætlað að fara á
báti frá Drangavík til kjörstaðarins í Árnesi en hrepptu óveður á
leiðinni og urðu að leita lands í Ófeigsfirði, töfðust svo við þetta
að þeir náðu ekki á kjörstað í tæka tíð. Man ég hvað þetta olli
sárum leiðindum meðal fylgismanna Ara og þó einkum þegar
fréttist af úrslitunum og ljóst var að þetta hefði riðið baggamun-
inn í kosningunum. Læt ég þar með útrætt um stjórnmál og kosn-
ingar.
Matarhæfi og búskaparhættir
Yfir heyannatímann var almenn fótaferð hjá okkur nokkru fyrir
kl. 7 á morgnana þannig að við gætum verið búin að neyta litla
skatts og værum tilbúin til vinnu um sjöleytið en vinnu lauk
venjulega kl. 9 á kvöldin, þ.e. þegar ekki var verið að samantekt
eða hirðingu heys eða annarri vinnu er varð að ljúka fyrir nótt-
ina. Þetta var þá talinn tólf tíma vinnudagur en tveir tímar voru
ætlaðir til matar á tímabilinu. Eins og gefur að skilja þurfti þó
æði oft að vinna lengur fram eftir á kvöldin, einkum á vorin
er sauðburður, rúning, æðarvarp, selveiði og viðarflutningar
auk annarra vorverka kallaði að. Vissulega varð þá oft að leggja
nótt við dag en vinnuharka eða eftirrekstrar þekktust ekki og
alltaf fékkst einhver uppbót á svefni næsta dag ef unnið hafði
verið fram á nótt kvöldið áður. Á vetrum var fótaferð ekki eins
tímabundin hjá okkur krökkunum og unglingunum en full-
orðna fólkið fór að klæða sig upp úr kl. 7 er það hafði drukkið
morgunkaffið sem öllum var fært í rúmið eins og fyrr var getið.
Þá var venjulega gengið til náða um ellefuleytið að loknum lestri
kvöldhugvekju. Föst venja var það þegar guðsþjónustu lauk að
allir bændu sig, brugðu hægri lófa fyrir augun og lásu í hljóði
faðirvorið, stóðu síðan upp, gengu til lesarans og þökkuðu hon-