Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 113

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 113
111 Hólmavíkur, var víst lagður þetta sumar þangað. Eftirvænting okkar þarna norður frá var því mikil eftir að frétta um úrslitin en fögnuður því meiri er fréttin loks kom um sigur Ara með 12–14 atkvæða mun. Í næstu kosningum, sem voru 1911, buðu sömu menn sig fram í sýslunni. Var þá enn hart barist og flokkarígur mikill. Þá vann Guðjón þingsæti sitt aftur með tveggja eða fjögurra atkvæða meirihluta. Var það fyrir hreina slysni fylgismanna Ara á þrem nyrstu bæjum sýslunnar en þeir höfðu níu saman ætlað að fara á báti frá Drangavík til kjörstaðarins í Árnesi en hrepptu óveður á leiðinni og urðu að leita lands í Ófeigsfirði, töfðust svo við þetta að þeir náðu ekki á kjörstað í tæka tíð. Man ég hvað þetta olli sárum leiðindum meðal fylgismanna Ara og þó einkum þegar fréttist af úrslitunum og ljóst var að þetta hefði riðið baggamun- inn í kosningunum. Læt ég þar með útrætt um stjórnmál og kosn- ingar. Matarhæfi og búskaparhættir Yfir heyannatímann var almenn fótaferð hjá okkur nokkru fyrir kl. 7 á morgnana þannig að við gætum verið búin að neyta litla skatts og værum tilbúin til vinnu um sjöleytið en vinnu lauk venjulega kl. 9 á kvöldin, þ.e. þegar ekki var verið að samantekt eða hirðingu heys eða annarri vinnu er varð að ljúka fyrir nótt- ina. Þetta var þá talinn tólf tíma vinnudagur en tveir tímar voru ætlaðir til matar á tímabilinu. Eins og gefur að skilja þurfti þó æði oft að vinna lengur fram eftir á kvöldin, einkum á vorin er sauðburður, rúning, æðarvarp, selveiði og viðarflutningar auk annarra vorverka kallaði að. Vissulega varð þá oft að leggja nótt við dag en vinnuharka eða eftirrekstrar þekktust ekki og alltaf fékkst einhver uppbót á svefni næsta dag ef unnið hafði verið fram á nótt kvöldið áður. Á vetrum var fótaferð ekki eins tímabundin hjá okkur krökkunum og unglingunum en full- orðna fólkið fór að klæða sig upp úr kl. 7 er það hafði drukkið morgunkaffið sem öllum var fært í rúmið eins og fyrr var getið. Þá var venjulega gengið til náða um ellefuleytið að loknum lestri kvöldhugvekju. Föst venja var það þegar guðsþjónustu lauk að allir bændu sig, brugðu hægri lófa fyrir augun og lásu í hljóði faðirvorið, stóðu síðan upp, gengu til lesarans og þökkuðu hon-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.