Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 25
23
Magnús kundur Magnúsar [kundur : sonur]
marinn skunda lætur. [mar : sjór, haf]
Molar sundur mjallhvítar
mjaldurs grundar dætur. [mjaldur : hvaltegund / mjaldurs grundar
dætur : öldur]
Faðir minn, Gísli Guðlaugsson (1899–1991) á Steinstúni, kunni
nokkrar vísur eftir Þórð, þar á meðal þessa. Sagðist hann alltaf
hafa heyrt að hún væri um Magnús Magnússon (f. 1883) á Gjögri,
sem stundum hafi verið kallaður Lilju-Mangi til aðgreiningar frá
alnöfnum sínum, en hann var sonur Lilju Þorbergsdóttur og
Magnúsar Jónssonar á Gjögri.
Þessi vísa kemur hvergi fram í rímunni eins og hún er varðveitt
á skjali; er því líklegt að hún sé ort síðar en ríman enda er for-
maðurinn sem vísan er um (MM) einungis fimmtán ára þegar
ríman var ort.
Á þessum árum var róið til fiskjar á flestum bæjum í sveitinni.
Það er því ljóst að ekki fengu allir formenn vísu í rímu Þórðar. Í
rímu Jóseps fengu tveir Guðmundar vísu sem ekki eru í rímu
Þórðar. Þetta voru nafnarnir Guðmundur Guðmundsson (1869–
1923) á Melum og Guðmundur Gísli Jónsson (1871–1939) á
Munaðarnesi.
Þegar Þórður orti rímuna stóð hann á tvítugu. Er með fullri
vissu hægt að segja að þetta sé fyrsta langa ríman sem hann orti.
Þetta er fullkomin ríma með níu vísna mansöng. Rímur Þórðar
áttu eftir að verða lengri og fleiri. Varla hefir það verið algengt að
svo ungur maður hafi haft slíkt vald á ljóðagerð sem þessari. Ekki
var skólagöngunni fyrir að fara. Í hennar stað komu Snorra-Edda,
rímur Sigurðar Breiðfjörð og aðrar slíkar bókmenntir. Þeir sem
lesa rím una munu sjá að hún er hlaðin kenningum og nöfnum
sem oft er erfitt að leysa úr. Það er at hyglisvert að í rímunni er
Þórður aðallega að yrkja um sjó, báta, skip og menn. Það tekst
hon um án þess að þessi orð komi nokkurs staðar fyrir í rímunni.
Í stað þeirra býr hann til kenning ar eins og lesendur munu sjá.
Það skal tekið fram að á einstaka stað í rímunni fer ekki saman
texti í uppskrift Halldórs og textinn sem Indriði kvað. Þar sem svo
stendur á er texti Indriða notaður. Reynt er að skýra rímuna eftir
mætti. Er Jóni Torfasyni, skjalaverði á Þjóðskjalasafni Íslands,