Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 89

Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 89
87 um og héldum til hjá Benjamíni Jóhannssyni en hann var hálf- bróðir Elísabetar, fyrri konu föður míns, þá gamall orðinn. Benja- mín hafði á yngri árum verið hákarlaformaður á Ströndum en um hann kvað Tómas Guðmundsson, auknefndur „víðförli“, eftir- farandi vísu: Út úr Trékyllisvog, yfir svalmagnað sog stýrir Benjamín brunandi skeið. Stynja strengir af móð, kveða stormguðir ljóð fram á löðrandi hafskipaleið. Meðan við vorum á Ísafirði var nokkur snjór á götum þar og vitanlega harðtroðinn, sums staðar hlaupinn í svellglotta. Þetta notuðu drengir þar til að skauta á og sá ég þá í fyrsta sinn útlenda stálskauta og hvernig þeir voru skrúfaðir fastir við skósólana með tilheyrandi lykli. Ég varð mjög hrifinn af þessum útbúnaði og bað pabba að kaupa mér svona skauta. Á því stóð ekki og var ég strax daginn eftir kominn í drengjasollinn á nýjum skautum og útlendum skóm og þótt ég væri kannski dálítið sveitamanna- legur meðal kaupstaðarbúanna létu ísfirsku drengirnir mig ekki gjalda þess í neinu en léku sér með mér rétt eins og ég væri meðal jafningja. Mikið þótti mér til Ísafjarðar koma enda ekki áður komið í slíkt þéttbýli. Mun ég svo síðar í þessum þáttum segja frá heimferðinni. Útilegumannaleikur var þannig að einn (ein) var kjörinn til að vera bóndi og skyldi hann (hún) vera í ákveðinni vistarveru í bænum, venjulega eldhúsinu, meðan aðrir þátttakendur földu sig innan- eða utandyra. Átti sá (sú) er þetta hlutskipti hlaut að telja upp í vissa tölu áður en leitin hæfist að útilegufólkinu svo því gæfist nægur tími til að fela sig. Gæti bóndi fundið allt útilegu- liðið án þess að neitt af því næði að fanga hann áður en hann kæmist í sinn heimastað varð hann hreppstjóri í næsta leik, gengi þá allt enn að óskum varð hann sýslumaður en það var æðsta takmarkið. Á hinn bóginn næði einhver útilegumanna honum á víðavangi varð sá bóndi í næsta leik en hinn útilegumaður. Kóngstólaleik nefndum við einn leikinn. Hann iðkuðum við mjög innanbæjar þegar veður var óhentugt til útileika. Var þá eitt okkar kóngur og tileinkaði sér ákveðinn stól eða sæti í eldhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.