Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 100
98
annan hvern dag yfir fjörðinn og sóttum við hana 10–15 mínútna
gang yfir nesið.
Sundlaugin var afar frumstæð samanborið við það sem nú ger-
ist. Steyptur veggur var aðeins fyrir öðrum enda hennar og hluta
annarrar hliðar. Að öðru leyti var það landslagið sem takmarkaði
stærð hennar og dýpt. Skálinn, íveruhús okkar, stóð á neðri laug-
arbakkanum og var timburpallur með fram hlið hans er við stung-
um okkur oftast af í laugina. Rúmstæðin voru í tvöfaldri hæðar-
röð (kojur) með fram veggjum hliðanna en inngangur í annan
enda herbergisins en gluggi á hinum er sneri að lauginni. Þessi
herbergi voru tvö og mjór gangur á milli þeirra en úr honum
gengið um dyr út á laugarpallinn. Gegnt þessum dyrum voru að-
aldyr hússins og innan þeirra, milli framhliðar skálans og svefn-
herbergjanna, allbreiður gangur eftir endilöngum skálanum.
Skemmst er frá því að segja að vera mín í Reykjanesinu varð
ekki eins og ég hafði vænst. Mér fór skjótt að leiðast þar og því
meira sem lengur leið. Ekki var því þó um að kenna að félagarnir
væru ekki góðir. Þarna voru margir ágætispiltar eins og t.d. Brynj-
ólfur Jóhannesson, hinn velþekkti og vinsæli leikari o.fl. Þeir voru
ágætir og samkomulagið hið besta en það er tvennt sem ég tel
orðið hafa frumorsök óyndis míns þarna. Það fyrst að hvergi var
hægt að ná í kalt vatn til drykkjar þarna nærlendis en ég vanur því
að heiman að vera síþambandi kalt vatn úr lækjum er ég gekk að
fé eða hestum en kælt hveravatn fannst mér ógeðslegt. Svo missti
ég gjörsamlega alla lyst á skrínukostinum mínum þegar ég var
búinn að háma í mig sætu kökurnar frá Ísafirði svo að næringin
varð, er frá leið, lítið annað en mjólkin og hafragrauturinn. Enn
var það, og ekki betra, að strax fyrstu dagana varð ég friðlaus af
lúsabiti. Kennarinn, sem var Guðmundur Sigurjónsson glímu-
kappi, tók okkur því, mig og rúmfélaga minn, til rækilegrar
hreinsunar og sem betur fór tókst honum að losa okkur við þenn-
an ófénað. Ég hefi verið og er ljós á hörund innan klæða en var
þá útsteyptur í rauðum þrymlum eftir helv. lúsina. Rúmfélagi
minn var aftur á móti móbrúnn á hörund og sáust engin merki
lúsabits á honum en er föt okkar voru athuguð sást að nærföt
hans voru síst fátækari af þessum ófénaði en mín. Ég lýsi því ekki
hve leið mér varð þessi uppákoma enda þó ég vissi með sjálfum
mér að þessi fjandi hafði ekki borist með mér á staðinn en erfitt