Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 100

Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 100
98 annan hvern dag yfir fjörðinn og sóttum við hana 10–15 mínútna gang yfir nesið. Sundlaugin var afar frumstæð samanborið við það sem nú ger- ist. Steyptur veggur var aðeins fyrir öðrum enda hennar og hluta annarrar hliðar. Að öðru leyti var það landslagið sem takmarkaði stærð hennar og dýpt. Skálinn, íveruhús okkar, stóð á neðri laug- arbakkanum og var timburpallur með fram hlið hans er við stung- um okkur oftast af í laugina. Rúmstæðin voru í tvöfaldri hæðar- röð (kojur) með fram veggjum hliðanna en inngangur í annan enda herbergisins en gluggi á hinum er sneri að lauginni. Þessi herbergi voru tvö og mjór gangur á milli þeirra en úr honum gengið um dyr út á laugarpallinn. Gegnt þessum dyrum voru að- aldyr hússins og innan þeirra, milli framhliðar skálans og svefn- herbergjanna, allbreiður gangur eftir endilöngum skálanum. Skemmst er frá því að segja að vera mín í Reykjanesinu varð ekki eins og ég hafði vænst. Mér fór skjótt að leiðast þar og því meira sem lengur leið. Ekki var því þó um að kenna að félagarnir væru ekki góðir. Þarna voru margir ágætispiltar eins og t.d. Brynj- ólfur Jóhannesson, hinn velþekkti og vinsæli leikari o.fl. Þeir voru ágætir og samkomulagið hið besta en það er tvennt sem ég tel orðið hafa frumorsök óyndis míns þarna. Það fyrst að hvergi var hægt að ná í kalt vatn til drykkjar þarna nærlendis en ég vanur því að heiman að vera síþambandi kalt vatn úr lækjum er ég gekk að fé eða hestum en kælt hveravatn fannst mér ógeðslegt. Svo missti ég gjörsamlega alla lyst á skrínukostinum mínum þegar ég var búinn að háma í mig sætu kökurnar frá Ísafirði svo að næringin varð, er frá leið, lítið annað en mjólkin og hafragrauturinn. Enn var það, og ekki betra, að strax fyrstu dagana varð ég friðlaus af lúsabiti. Kennarinn, sem var Guðmundur Sigurjónsson glímu- kappi, tók okkur því, mig og rúmfélaga minn, til rækilegrar hreinsunar og sem betur fór tókst honum að losa okkur við þenn- an ófénað. Ég hefi verið og er ljós á hörund innan klæða en var þá útsteyptur í rauðum þrymlum eftir helv. lúsina. Rúmfélagi minn var aftur á móti móbrúnn á hörund og sáust engin merki lúsabits á honum en er föt okkar voru athuguð sást að nærföt hans voru síst fátækari af þessum ófénaði en mín. Ég lýsi því ekki hve leið mér varð þessi uppákoma enda þó ég vissi með sjálfum mér að þessi fjandi hafði ekki borist með mér á staðinn en erfitt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.