Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 87

Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 87
85 einkum ef eitthvað fjölgaði í krakka- og unglingastóðinu sem helst var á sumrum. Var þá oft, meðal annars, farið í skessu- eða stórfiskaleik á sandinum fyrir neðan túngarðinn en alllangur sandur er þarna fyrir fjarðarbotninum og er hann breiður og harður þegar lágsjávað er og þá ágætur leikvöllur. Þegar fara átti í skessuleik voru fyrst afmarkaðir þrír staðir sem við kölluðum borgir en hugsaðar línur milli þeirra skyldu mynda hér um bil rétthyrndan þríhyrning. Því næst tók eitthvert eldri krakkanna að sér að vera skessa og stillti sér upp í skessuborginni sem var rétta horn þríhyrningsins en hin fóru í aðra hvora hinna borganna. Þegar skessan klappaði saman lófunum áttu öll hin að hlaupa í átt til auðu borgarinnar og reyna að ná í hana án þess að skessan næði þeim. Þau sem skessan greip á hlaupunum urðu þá hjálparskessur hennar í næsta hlaupi, svo koll af kolli uns öll voru orðin að skessum. Í næsta hlaupi var svo ný skessa valin. Að hlaupa í skarðið er víst leikur sem allir þekkja og þarflaust að lýsa. Þann leik iðkuðum við helst á sléttri flöt í túninu þegar því var ekkert til fyrirstöðu, gras eða hey. Sama er að segja um eitt par fram fyrir ekkjumann. Bolta áttum við alltaf og lékum okkur með hann á ýmsan hátt eins og börn gera en dáðastur var þó slagboltinn ef nógu margir voru viðlátnir til að skipa bæði liðin. Voru notuð hrífuskaftsbrot til að slá boltann með og gekk oft misjafnlega að hitta boltann eins og gengur. Fótbolti sást ekki þarna fyrr en 1916–1917 en þá hafði maður frá Ísafirði, er réðst vélamaður á bát sem gekk frá Norðurfirði, með sér fótbolta. Ekki var þó neitt knattspyrnufélag stofnað þarna enda ekki neinn liðsafli til þess. Þó var nú dálítið leikið með knöttinn á melnum fyrir botni fjarðarins þegar tækifæri gafst og voru þar aðallega að verki bátsverjar og nokkrir unglingar af nálægum bæjum. Skíði voru almenningseign á þessum slóðum. Varla var nokkur sæmilega gangfær maður í hreppnum sem ekki átti sín skíði enda var snjór oft mikill svo að vart varð farið milli bæja öðruvísi en á þeim eða þrúgum en þær voru úr sögunni fyrir mitt minni. Sagn- ir voru þó um þær frá fyrri tíð. Pabbi smíðaði skíði fyrir okkur krakkana strax og við urðum rólfær utan dyra. Reyndar smíðaði hann allflest heimilistæki sem notuð voru á heimilinu því að hann var mjög laginn og vandvirkur við smíðar þó ekki væri hann lærð- ur í iðninni. Kem ég kannski nánar að því síðar. Notaður var í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.