Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 139

Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 139
137 fjárhúshlöðu og drengina. Gengum við nú öll í að koma okkur þar sjálfum fyrir og því er bjargast hafði úr brunanum og undir þaki þurfti að vera. Eins og flest annað fólk á heimilinu missti ég allt mitt dót í þessum eldi, þar á meðal allar byssurnar mínar þrjár. Þarna fór eins fyrir mér og margan hendir í svona tilfellum að í augnablikinu gerir fólk sér ekki eða naumlega grein fyrir því hverju það bjargar og hverju ekki. Þó held ég að okkur hafi tekist að bjarga mestu af því er mestu varðaði svo sem rúmfatnaði og nokkuð af öðrum fatnaði, einnig einhverju af eldhúsáhöldum, að minnsta kosti gátum við hitað okkur kaffi strax um nóttina. Bóka- skápnum og búrkistunni komum við út á hól, einnig orgeli þeirra hjóna, Ingibjargar og Péturs, og fleira verðmæti. Er þetta skeði voru þeir pabbi og elsti bróðir okkar, Torfi, bundnir við störf sín við verslunina á Norðurfirði. Torfi hafði frá því að hann komst til þroska verið aðalhjálp pabba við bókhald verslunarinnar og önnur störf við hana. Tók hann skömmu síðar við verslunarstjórastarfinu af honum. Þegar pabbi frétti af brun- anum kallaði hann okkur systkinin til fundar við sig á Norður- firði. Var þar ákveðið að byggja skyldi steinhús það er enn stendur á grunni gamla bæjarins. Húsið er að utanmáli 15,5 × 12 álnir og í því eru 13 herbergi, fjögur í kjallara, þar af tvö eldhús, fjögur á hæðinni og fimm í rishæð, eitt af þeim kvistur. Pétur og fjölskylda hans fengu jörðina Krossnes, sem þá var í eyði en pabbi átti, til ábúðar meðan á byggingu hússins stóð. Voru nú þegar gerðar ráðstafanir til að fá sement og annað til hússins er kaupa þurfti aðflutt en mest af tréverki skyldi unnið úr rekaviði. Ráðinn var yfirsmiður, Ingólfur Ketilsson frá Ísafirði (bróðir Ingibjargar, konu Péturs), til að standa fyrir byggingunni. Er skemmst frá að segja að undir þak var húsið komið og fokhelt um haustið og í kjallarann gátum við flutt 20. nóvember, á afmælisdaginn minn. Um sumarið bjuggum við í öðrum enda hlöðunnar er fyrr gat en í hinn endann og miðju hennar hirtum við hey. Hlaðan rúmaði 700 hestburði af engjabandi. Líklega höfum við búið í um 200 hestburða heyrými hennar. Aðrar hlöður fylltum við af heyi um sumarið. Það var mikil vinna lögð á sig þetta sumar því ekki var nema þremur fleira vinnandi fólk en venjulega á heimilinu þetta sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.