Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 95

Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 95
93 þar Samúel Hallgrímsson og kona hans, Jóhanna Bjarnadóttir, og Guðjón Kristjánsson og hans kona, Anna Jónasdóttir. Báðar voru fjölskyldur þessar barnmargar og fátækar að veraldarauði en gestrisni skorti þar ekki fremur en annars staðar, þekktist þó ekki þá á þessum slóðum að taka greiðslu fyrir veittan beina. Samúel var mikill og góður kvæðamaður. Skemmti hann oft með rímnakveðskap á bæjum er hann gisti á í ferðalögum sínum. Fylgdi hann okkur upp á hálsinn yfir að Bjarnarfirði. Á Dröngum bjó Guðmundur Pétursson, albróðir og alnafni föður míns. Þarf ekki að lýsa móttökum þar, því rausnar- og fyrir- myndarheimili. Vorum við þar um kyrrt einn dag en héldum síð- an heim í Ófeigsfjörð með viðkomu í Drangavík. Þáðum þar góðar veitingar sem annars staðar er við höfðum viðkomu á þess- ari leið okkar. Í Drangavík bjuggu þá hjónin Jóhannes Magnússon og kona hans, Sigríður Jakobsdóttir. Drangavíkin er rýrðarbújörð en þar bjó gott fólk sem átti rausnargeð meira en veraldarauð. Á milli Dranga og Drangavíkur var talinn þriggja tíma gangur en Drangavíkur og Ófeigsfjarðar fjögurra tíma ferð í sæmilegu gang- færi. Mun þessi síðasta dagleið okkar hafa verið lengst á göngu en hinar fremur stuttar enda rysjutíðarfar um þetta leyti, meiri og minni snjókoma með strekkings-norðaustanvindi á hverjum degi. Einhverja pokaskjatta urðum við auðvitað að bera á okkur og þótt þeir hafi ekki verið ýkja þungir, að minnsta kosti ekki minn, hafa þeir þó ekki létt okkur gönguna. Annars var venjulega, þegar farið var milli Ísafjarðar og Ófeigsfjarðar, farið með á sjó inn að Melgraseyri, oft gist í Hraundal og þá lagt á Ófeigsfjarðarheiði næsta dag ef veður leyfði. Föður mínum hefur líklega ekki þótt ráðlegt að fara þessa leið með strákinn sinn, tíu ára gamlan, í ekki betra tíðarfari en verið hafði meðan við vorum á Ísafirði enda kominn vetur en stíf dagleið yfir heiðina í sæmilegu gangfæri og kosið því fremur krókinn en kelduna. Ég mun hafa verið á tólfta ári þegar ég fékk að fara fyrstu viðar- ferðina á Ófeigi yfir að Blönduósi. Var ég áttundi maður á skip- inu, auðvitað aukagemsi því venjulega voru ekki nema sjö menn í þessum ferðum, sex undir árum og sjöundi við stýri, enda í mörgu að snúast heima á vorin er þessir viðarflutningar stóðu yfir. Skipið var mjög þungt undir árum, stór áttæringur með tveimur auka- ræðum svo að tíu gætu róið því ef svo bar undir. Í logni var hraði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.