Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 24
22
eða svo kom í ljós að framangreindan kveðskap, allan, hafði
fræðimaðurinn Halldór Jónsson (1871–1912), síðar bóndi í Mið-
dalsgröf í Tungusveit, skrifað upp en hann var einnig við róðra á
Gjögri þetta haust.1 Eru því rímurnar varðveittar í safni Halldórs
í handritadeild Landsbókasafns1 ásamt öðru sem hann lét eftir sig
af þessu tagi (ríman hefir nú komið víðar í leitirnar). Um 1940
kvað Indriði [Þórarinn í Fagrahvammi], sonur Þórðar, hluta af
þessari formannarímu föður síns í Útvarpið og nú fyrir jólin,
2012, hefir kvæðamaðurinn Steindór Andersen kveðið rímuna
inn á geisladisk, ‚Stafnbúa‘, og gefið út ásamt tónlistarmanninum
Hilmari Erni Hilmarssyni. Í annað sinn kvað Indriði í Útvarpið
„Rímuna af bónorði Egils Grímssonar“ sem líka var eftir föður
hans en þar er efnið sótt í skáldsöguna „Maður og kona“ eftir Jón
Thorodd sen. Þótti flutningur Indriða takast vel enda var það mál
manna að hann „kvæði vel“ eins og faðir hans hafði gert. Um
kveðskap Indriða hafði Helgi Hjörvar, skrifstofustjóri Útvarpsins,
þessi orð: „… að hlusta á Indriða kveða er eins og að grípa í skott-
ið á miðöldum.“
Formannaríma Þórðar (sem í uppskrift Halldórs ber yfirskrift-
ina „Formannavísur yfir Vík ursveit haustið 1898“) þótti vel ort og
voru vísur úr henni á vörum eldri manna í Árneshreppi langt
fram eftir tuttugustu öldinni, og enn finnast menn sem kunna
vísur úr rímunni. Þannig hafði Skúli Alexandersson frá Kjós (f.
1926) vísuna um afa sinn á hraðbergi þegar ríman barst í tal,
nefnilega: „Ágúst skjalda þundur þá ...“. Enginn vafi er á því að
þetta tiltæki Indriða hef ir haft mikil áhrif á „hina munnlegu
geymd“ rímunnar. Sá sem þetta ritar man vel eftir því að það vakti
mikið umtal og eftirvæntingu meðal fólks í sveitinni þegar Þórar-
inn í Fagrahvammi „fór suður til að kveða í Útvarpið“. Skylt er að
geta þess að í uppskrift Halldórs eru vísurnar einungis 38 en ein
af vísunum, sem Indriði kvað, er ekki í uppskriftinni en hefir hér
verið felld inn í rímuna og eru þær þá 39 talsins.
Í Fréttabréfi Félags Árneshreppsbúa, í október 1989, var birt
vísa sem talin var úr for mannarímu Þórðar og spurt um hvern
vísan væri. Svar við þeirri spurningu kom ekki þá. Vís an er örugg-
lega eftir Þórð, hún sver sig í ættina og er svona:
1 Lbs 1884 8vo. Dagb. Halldórs Jónssonar 1898.
2 Lbs 1884 8vo.