Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 60
58
varð fljótlega vel metinn og virtur. Hann þótti og mjög áreiðan-
legur, sagt var að loforð hans stæðu eins og stafur á bók. Hann lét
sér einnig annt um vöruvöndun og reyndist í öllu hinn slyngasti
kaupmaður.
Þótt Riis væri einn um fasta verslun til 1899 var nú ekki með
öllu laust við samkeppni. Um þetta leyti var starfandi Verslunar-
félag Dalamanna (stofnað 1886) sem hafði aðstöðu á Borðeyri og
reisti þar vörugeymslu. Verslunarfélagið var pöntunarfélag og
skipt í deildir, þær deildir urðu síðar flestar að sjálfstæðum kaup-
félögum. Ein þeirra starfaði á Borðeyri uns Verslunarfélag Hrút-
firðinga, síðar Kaupfélag, var stofnað 1899.
Fljótlega færði Riis út verslun sína. Hann fékk útmælda lóð á
Hólmavík og hóf þar verslun 1896. Theódór Ólafsson, sem áður
er nefndur, stóð fyrir þeirri verslun og dvaldi á Hólmavík yfir
sumar- og haustkauptíðina en lokað var þess á milli. Um alda-
mótin tók Jón Finnsson frá Kálfanesi við versluninni og var þar
verslunarstjóri þar til hún var seld. Árið 1898 byrjaði Riis einnig
að versla á Hvammstanga og byggði þar skúr yfir starfsemina.
Hún var fyrst í stað rekin á svipaðan hátt og á Hólmavík. Vörur
voru fluttar á hafnirnar og afgreiddar á sumar- og haustkauptíð
en afurðir bændanna voru afhentar á Borðeyri og sláturféð rekið
þangað. Árið 1901 reisti svo Riis verslunarhús á Hvammstanga og
setti þar Sigurbjarna Jóhannesson sem verslunarstjóra. Verslanir
Riis á Hólmavík og Hvammstanga voru upphaf þeirra staða og
fyrstu fastaverslanir þar. Um sama leyti reis upp verslun í Búðar-
dal (við Hvammsfjörð) og varð nú verslunarsvæði Borðeyrar ekki
nema svipur hjá sjón miðað við það sem áður var.
Riis bjó á Borðeyri með konu sinni, sem var dönsk og hét
Claudine, til ársins 1896. Þá fluttu þau hjón til Kaupmannahafn-
ar. Riis kom þó á hverju vori og dvaldi fram yfir haustkauptíð á
Borðeyri. Verslunarstjóri hans á Borðeyri varð þá Theódór Ólafs-
son til ársins 1904. Eftir það rak Theódór verslun fyrir eigin reikn-
ing um skeið uns hann lést 1906. Við verslunarstjórastarfinu hjá
Riis tók tengdasonur Theódórs, Skúli Jónsson. Starfaði hann hjá
Riis í fimm ár frá 1904 og varð síðan verslunarstjóri kaupfélags og
sláturfélags á Blönduósi til æviloka. Þjóðkunnir voru synir Skúla
og Elínborgar Theódórsdóttur, þeir Þorvaldur Skúlason listmál-
ari og Theódór Skúlason læknir, báðir fæddir á Borðeyri.