Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 19

Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 19
17 inn 6. maí. Vortónleikarnir voru haldnir sunnudaginn 13. maí í Árbæjarkirkju. Undirleikari á píanó var Aðalheiður Þorsteins- dóttir og á fiðlu Matthías Stefánsson en stjórnandi kórsins var Arnhildur Valgarðsdóttir. Mörg undanfarin ár hefur kórinn haft það fyrir venju að fara í vorferð og hafa þær ferðir bæði verið farnar innanlands og út fyrir landsteinana. Í ferðirnar slást gjarnan í hópinn makar margra kórfélaga þannig að úr þessu verður hin besta skemmtun. Að þessu sinni var vorferðin farin miðvikudaginn 16. maí og áfangastaðurinn var Akranes en þar býr nokkur fjöldi aðfluttra Strandamanna. Tónleikarnir voru haldnir í Vinaminni sem er safnaðarheimili Akraneskirkju og voru vel sóttir bæði af Stranda- mönnum og öðrum góðum gestum. Eftir tónleikana var Sveinn Kristinsson, Strandamaður búsettur á Akranesi, fenginn til að fara með hópinn í skoðunarferð um bæinn þar sem hann sagði, á sinn skemmtilega máta, frá því helsta sem fyrir augu bar. Það kom ekki á óvart að Sveini tókst vel upp enda fróður og sögu- maður góður. Eftir skoðunarferðina var haldið á veitingastaðinn Gamla kaupfélagið þar sem snæddur var kvöldverður. Eftir góðan og velheppnaðan dag var lagt af stað með rútunni til Reykjavíkur. Eftir síðustu tóna kórsins á Akranesi var kórinn kominn í sumar- leyfi fram á haust. Um mitt sumar 2011 hafði Birgir Kristjánsson úr Breiðfirðinga- kórnum samband með þá hugmynd að allir kórar úr Reykjavík sem kenna sig við átthagana, en þeir eru sjö talsins, héldu sam- eiginlegt kóramót í Reykjavík árið 2012. Hugmyndin þótti góð og félagar í Kór Átthagafélags Strandamanna voru strax tilbúnir til þátttöku. Í kjölfarið var haft samband við formenn hinna átthaga- kóranna sem tóku vel í hugmyndina og eftir nokkra undirbún- ingsvinnu var ákveðið að halda sameiginlegt kóramót í Háskóla- bíói 14. október 2012. Æfingar haustsins hófust 16. september og þá var byrjað að æfa fyrir áðurnefnt kóramót. Kórarnir, sem tóku þátt í þessu móti, voru: Breiðfirðingakórinn, Húnakórinn, Skagfirska söngsveitin, Sönghópur Átthagafélags Vestmannaeyinga, Árnesingakórinn í Reykjavík, Söngfélag Skaftfellinga og síðan Kór Átthagafélags Strandamanna. Sérhver kór söng þrjú lög og í lokin sungu allir kórarnir saman, eða um 300 manns, tvö lög. Kynnir á kóramótinu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.