Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 110
 Það er fallegt að bera fram sælkera- bakka eins og ég gef hér hug- mynd að. Við borð- um jú fyrst með aug- unum, ef svo má að orði kom- ast, eins og allir fagur- kera og sælkerar vita. Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra í Hafnarfirði, er margt til lista lagt og er höfðingi heim að sækja. Hún er ástríðukokkur af guðs náð og mikill sælkeri. Rósa nýtur sín í eldhúsinu og finnst fátt skemmtilegra en að töfra fram kræsingar fyrir fjöl- skylduna og vini. Rósa er líka mikill fagurkeri og það sést vel þegar hún ber kræsingar fram á fagurlegan hátt þar sem hugsað er fyrir hverju smáatriði. Rósa hefur einnig verið iðin sem rithöfundur og gefið út nokkrar matreiðslubækur, auk þess að vera ritstjóri hjá Bókafélaginu. Rósu finnst sérstaklega gaman að halda boð og nýtur hvert tilefni til að bjóða heim í sælkeraveislu. Við fengum Rósu til að gefa lesendum uppskriftir að skot- heldum partíréttum fyrir sumar- gleðina sem fram undan er. „Það er fallegt að bera fram sælkerabakka eins og ég gef hér hugmynd að. Þið veljið einfaldlega það hráefni sem ykkur langar að bjóða upp á, osta, kex, skinku, pylsur, lax, grænmeti, ávexti, þurrkaða og ferska, kaldar sósur og hvað sem ykkur dettur í hug og gjarnan smá sætmeti með. Blandað og raðað fallega saman á stórum diski eða bakka og úr verður ómótstæðilegur partíplatti sem mjög fljótlegt er að búa til. Það getur líka verið skemmtilegt að hafa ákveðið þema, til dæmis undir ítölskum eða mexíkóskum áhrifum og velja þá þannig á bakk- Partíplattinn sem slær í gegn Rósa Guðbjarts- dóttir var ekki lengi að henda í partíbakka þótt nóg sé um að vera í bæjarpólitíkinni þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Ekki amalegt að hafa svona bakka á borðum í útskriftar- veislunni. ann. Hafið í huga að velja fjölbreytt hráefni og fallega liti. Við borðum jú fyrst með augunum, ef svo má að orði komast, eins og allir fagur- kera og sælkerar vita,“ segir Rósa og brosir. Einnig gefur Rósa hérna upp- skriftir að tveimur einföldum og skotheldum ídýfum sem eru til- valdar í sumarpartíin og útskriftar- veislurnar. „Þær eru báðar úr bók- inni minni Partíréttir sem kom út árið 2013 og standa alltaf fyrir sínu. Einnig læt ég fylgja með snakk- rétt sem afar einfalt er að útbúa en kemur skemmtilega á óvart.“ Partíplatti fagurkerans Að þessu sinni notaði ég parmesan- og gráðaost, skinku, sólstafi, reykt- an silung, tvær tegundir af kexi og parmesanbrauðstangir, ólífur, granatepli, kíví, bláber, þurrkaðar gráfíkjur og apríkósur, pistasíu- hnetur, gúrku, kokkteiltómata, vínber, harðfisk, hvítlauksídýfu og gvakamóle og lítil Lindubuff. Hér er svo á ferðinni pitsueðla sem enginn stenst. „Þetta er vin- sælasta ídýfan, eða eðlan, á mínu heimili.“ Pitsueðla – pitsa án brauðs 400 g rjómaostur 100 g sýrður rjómi 1 dl pitsusósa 1 msk. pitsukrydd 1 dl sveppir, smátt saxaðir, má sleppa 1 dl græn paprika, smátt söxuð 80 g pepperoni, smátt skorið 4 hvítlauksrif, marin 2–3 dl rifinn ostur Fersk basilíka, til skrauts Hitið ofninn í 200 °C gráður. Hrærið pitsukryddinu saman við rjómaostinn og sýrða rjómann og setjið í botninn á eldföstu móti. Setjið pitsusósuna þar ofan á, 1 dl af rifnum osti og síðan sveppi. Dreifið loks papriku og pepper- oni yfir, hvítlauk og afganginum af rifna ostinum. Bakið í 10-15 mínútur, eða þar til osturinn er orðinn sjóðandi heitur. Heitt nachos 170 g tortillaflögur 2 dl salsasósa, bragðstyrkur að smekk ½ rauðlaukur, smátt saxaður ½ græn paprika, smátt söxuð 1 dl maískorn 1 dl rifinn ostur Hitið ofninn í 200 °C gráður. Dreifið tortillaf lögunum í eldfast mót. Dreifið salsasósu yfir, síðan rauðlauk, papriku og maískorni. Sáldrið osti yfir allt saman og bakið í 7–10 mínútur. „Það er ótrúlega ljúffengt að baka gömlu, góðu kartöfluflög- urnar með sósu í ofni.“ Kartöfluflögur bakaðar í ofni 175 g kartöfluflögur 80–100 g rjómaostur með sól- þurrkuðum tómötum 1 msk. kapers eða ólífur, smátt saxaðar Hitið ofninn í 225°C gráður. Dreifið kartöfluflögum í eld- fast mót. Bræðið rjómaostinn í litlum potti við vægan hita. Hellið honum síðan yfir kartöflu- f lögurnar, stráið kapers yfir eða ólífum og bakið í 5 mínútur. ■ 60 HYLKI FÆÐUBÓTAREFNI astaxanthin Viltu einstaka vörn gegn geislum sólar og bætt rakastig húðarinnar? Öflug virkni fyrir glóandi húð Fæst hjá N1, OLÍS, veiðibúðum og veidikortid.is veidikortid.is Frelsi til að veiða! Ertu búinn að fá þér Veiðikortið? 8.900 kr Vatnaveiðin er komin á fullt! 6 kynningarblað A L LT 21. maí 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.