Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 20224 FRÉTTIR Gimsteinn frá Þernunesi ber svo sannarlega nafn með rentu. Ekki aðeins vegna þess að hann er fyrsti hrútur Íslands með hina viðurkenndu verndandi arf­ gerð ARR gegn riðu, heldur líka vegna þess að hann finnst innan um „hörkufé á góðu kynbótabúi“, eins og Eyþór Einarsson, sauð fjár­ ræktarráðunautur hjá Ráð gjafar­ miðstöð landbúnaðarins, kallar Þernunes. Eyþór segir Gimstein 21-001 sterkættaðan hrút með góða kyn- bótaspá; gerð: 116, fita: 98, frjósemi: 102 og mjólkurlagni: 105. „Faðir hans er kaupahrútur frá hinu landsþekkta kynbótabúi Melum í Árneshreppi. Sá hrútur heitir Kubbur 20-004 og er vel gerður einstaklingur en hann var stigað- ur upp á 87 stig. Kubbur var með mjög góða útkomu í Þernunesi eftir haustið en hann átti 63 afkvæmi með sláturupplýsingar og stendur þar efstur hrúta fyrir gerð. Meðalþungi afkvæmanna var 18,7 kg, gerðin 11,3 og fitan 7,6,“ segir Eyþór. Kynbótamat Kubbs er að sögn Eyþórs eftirfarandi; gerð: 120, fita: 95, frjósemi: 99 og mjólk: 105. Móðirin mikil efniskind Móðir Gimsteins, Katrín 20-071, er að sögn Eyþórs ung að árum en um mikla efniskind sé að ræða sem einnig sé með gott kynbótamat; gerð: 111, fita: 101, frjósemi: 105 og mjólkurlagni: 105. „Gimsteinn fær ARR arfgerðina frá henni og hún hefur fengið hana frá Hallgerði 17-753, móður sinni. Síðan er hugsanlegt að Hallgerður fái arfgerðina frá Skarphéðni 16-013, föður sínum, en hann er sonur Njálu 13-301 og er sú kind jafnframt móðir alsystranna Njálu-Brennu 17-717 og Njálu-Sögu 17-718 sem báðar hafa ARR. Ef Njála gefur ARR, þá er þetta komið frá Kambi í Reykhólasveit – en þaðan var Njála fengin í Þernunes. Út frá Njálu er sterkur ættbogi í Þernunesi sem virðist hafa reynst feikivel. Ekki er þó hægt að útiloka að ARR arfgerðin liggi í göml- um heimaættum í Þernunesi,“ segir Eyþór. Alla staði álitlegur gripur „Gimsteinn 21-001 er í alla staði hinn álitlegasti gripur þótt hann sé enn óreyndur sökum ungs aldurs. Þótt hann bæri ekki ARR arfgerðina væri hann áhugaverður kandídat fyrir sæðingastöðvarnar út frá ætterni og kynbótamati. Þó ekki sé ljóst enn hvort gripurinn fáist inn á sæðingastöð – og til þess fáist tilskilin leyfi – þá er alveg ljóst að næstu skref felast í því að skoða það og eins að horfa til sona hans sem væntanlega fæðast næsta vor,“ bætir Eyþór við. Sjá nánar á bls. 18 um fundinn á ARR-arfgerðinni í sex einstak- lingum í Þernunesi. /smh Þernunes í Reyðarfirði. Mynd / Valdís Hermannsdóttir Fyrsti hrútur Íslands með hina viðurkenndu verndandi arfgerð ARR gegn riðu: Gimsteinn frá Þernunesi ber nafn með rentu Fyrir Alþingi liggur nú tillaga til þingsályktunar um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Meðal breytinga sem þar er kveðið á um er að heiti sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðuneytisins verði breytt í matvælaráðuneyti. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi 1. febrúar. Með þeirri breytingu færast málaflokkar sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, undir hið nýja ráðuneyti auk málefna skóga, skóg- ræktar og landgræðslu sem hafa verið í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Í þingsályktunartillögunni segir að með því að stofna matvælaráðuneyti sé stuðlað að farsælli innleiðingu mat- vælastefnunnar, sem var samþykkt á Alþingi í desember 2020, og stjórn- kerfið gert hæfara til að ná þeim mark- miðum sem hún setur fram. Vottaðar kolefniseiningar Í tillögunni er gerð grein fyrir stöðu skógræktar og landgræðslunnar innan matvælaráðuneytisins. „Skógræktin veitir framlög til skógræktar á lög- býlum og nauðsynlega þjónustu tengda þeim, rekur þjóðskógana sem eru vettvangur fjölþættra skógarnytja og skipuleggur skógrækt á landsvísu í samráði við sveitarfélög og aðra hag- aðila í formi landsáætlunar og lands- hlutaáætlana í skógrækt. Skógræktin stundar einnig rannsóknir í þágu skógræktar, veitir ráðgjöf og fræðslu. Landgræðslan vinnur að stöðvun jarðvegs- og gróðureyðingar, gróð- ureftirliti og gróðurvernd. Hún veitir fræðslu og annast rannsóknir og þró- unarstarf, tengt sjálfbærri landnýtingu. Meðal helstu verkefna í skóg- rækt og landgræðslu er að huga að því hvernig stuðlað verði að aukinni bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi og komið í veg fyrir losun í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Horft er til þess að forsendur geti verið til framleiðslu vottaðra kolefnisein- inga í landnotkun. Aðkoma stofnana ríkisins hefur einkum falist í að þróa vottunarkerfi fyrir skógrækt en einnig er til skoðunar að slíkt fyrirkomulag nái til annarra flokka landnýtingar.“ Tengdir málaflokkar Í þingsályktunartillögunni kemur fram að verkefni skógræktar og land- græðslu tengist landbúnaði og land- nýtingu verulega sem og loftslagsver- kefnum í landbúnaði. Að með til- færslu skógræktar og landgræðslu til ráðuneytis landbúnaðar séu skapaðar forsendur til að auka umfang og bæta árangur loftslagsverkefna í landbúnaði og landnýtingu. Verkefnaflutningurinn mun þannig styðja við stór markmið ríkisstjórnarinnar. /smh Niðurstöður skýrsluhaldsársins 2021 hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins: Þörf á verulegu átaki ef framleiðsla nautakjöts með holdakúm á að verða arðbær hérlendis „Ef framleiðsla nautakjöts með holdakúm á að verða arðbær hérlendis verður að gera verulegt átak varðandi frjósemi og notkun sæðinga. Bil milli burða er alltof langt en grundvallarforsenda þess að þessi grein geti náð meiri arðsemi hlýtur að vera sú að hver kýr skili sem næst einum lifandi kálfi á hverju ári.” Þetta segja ráðunautar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins m.a. í niðurstöðum skýrsluhaldsársins 2021. Þá kemur einnig fram að ónýttir séu möguleikar til þess að auka vaxtarhraða og kjötgæði með meiri og markvissari notkun sæðinga. Alls voru 3.161 kýr á 122 búum á síðasta ári Skýrsluhald nautakjötsframleiðsl- unnar árið 2021 nær til 122 búa, en þeim hefur fjölgað um tíu milli ára. Kýr á þessum búum voru við uppgjör ársins 3.161 talsins, sem er fjölgun um 310 frá árinu áður. Holdakýr af erlendu kyni eru á 91 búi af þessum 122 og fjölgaði búum sem voru með holdakýr af erlendu kyni um tólf á milli ára. Meðalkúafjöldi á búi var 25,9 samanborið við 25,5 árið áður og reiknast þessar kýr yfir í 23,7 árskýr á bú en voru 21,7 árið 2020. Samdráttur í burði á milli ára Alls hafa verið skráðir 2.569 burðir á þessum búum á árinu 2021, sem jafngildir 0,81 burði á kú. Þetta er fjölgun um 189 burði og samdráttur um 0,02 burði á kú milli ára. Kjötframleiðsla jókst um 76 tonn á milli ára Heildarframleiðsla ársins á þessum 122 búum nam um 684 tonnum, sem er aukning um 76 tonn milli ára. Þetta þýðir að þau framleiða nálægt 14% alls nautgripakjöts í landinu. Meðalkjötframleiðsla á bú var um 5,6 tonn Meðalframleiðsla á bú var 5.607 kg en heildarfjöldi slátraðra gripa var 2.639. Sambærilegar tölur frá fyrra ári eru 5.432 kg og 2.395 gripir. Meðalfallþungi kúa frá þessum búum var 216,5 kg, en hann reyndist 211,5 kg árið áður og meðalþungi ungneyta var 267,6 kg en þau vógu til jafnaðar 262,0 kg 2020. Til jafnaðar var þeim fargað 739,1 dags gömlum, eða 4,3 dögum eldri að meðaltali en á árinu 2020. Það jafngildir vexti upp á 347,6 g/dag, þegar reiknað er út frá fallþunga, en sambærileg tala frá fyrra ári var 340,1 g/dag. Til samanburðar var slátrað á árinu 2021 samtals 9.556 ungneytum á landinu öllu en þau voru 9.051 á árinu 2020. Ungneytin vógu 255,6 kg að meðaltali á síðasta ári á móti 250,3 kg árið áður. Þá var þeim slátrað að meðaltali við 750,6 daga aldur en 745,3 daga aldur árið áður. Þyngsta ungneytið vó 537,4 kg Þyngsta ungneytið sem slátrað var á árinu var naut nr. 1281 á Breiðabóli á Svalbarðsströnd. Þessi gripur var holdablendingur, 50% Angus og 50% íslenskur, undan Arði 95402 og vó 537,4 kg er honum var slátrað við 29,1 mánaðar aldur. Á þessum sérhæfðu búum sem yfirlitið nær til nást því gripirnir heldur þyngri við lægri aldur að jafnaði. Heilt yfir eru ungneyti þyngri en árið áður enda alin heldur lengur, að því er fram kemur í skýrslum RML. /HKr. – Sjá nánar á bls. 54 og 55 Gimsteinn frá Þernunesi. Íslenskar holdakýr af erlendum stofni í haga. Mynd / HKr. Nýtt matvælaráðuneyti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.