Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 53
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 2022 53 utan dyra sem innan til algjörrar fyrirmyndar. Þriðja afurðahæsta bú ársins 2021 er bú Guðjóns Björnssonar og Helgu Bjargar Helgadóttur á Syðri-Hömrum 3 í Ása- hreppi en þar reyndust afurðir kúnna nema 8.446 kg mjólkur eftir hverja árskú. Á Syðri-Hömrum er legubásafjós með mjaltaþjóni og síðan það var tekið í notkun hafa afurðir tekið stórstígum breytingum. Í fjórða sæti varð búið í Dalbæ í Hruna- mannahreppi en þar er félagið Dalbær 1 ehf. skráð fyrir rekstri. Kýrnar í Dalbæ skiluðu 8.342 kg/ árskú á nýliðnu ári. Þar er að finna legubásafjós með mjaltabás. Fimmta búið í röð afurðahæstu búa er bú Hákonar Bjarka Harðarsonar og Þorbjargar Helgu Konráðsdóttur á Svertingsstöðum 2 í Kaupangssveit Eyjafirði en þar skiluðu kýrnar 8.337 kg/árskú. Á Svertingsstöðum er legubásafjós með mjaltaþjóni. Sjötta afurðahæsta bú ársins 2021 var svo bú Gísla Haukssonar og Jónínu Einarsdóttur á Stóru-Reykjum í fyrrum Hraungerðishreppi í Flóa. Kýrnar þar skiluðu 8.321 kg/árskú en á búinu er nýlegt legubásafjós með mjaltaþjóni. Þessum búum til viðbótar náðu ellefu bú yfir 8.000 kg meðal- afurðum eftir árskú eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Það er þremur búum fleira með yfir 8 þús. kg meðalafurðir en á árinu 2020. Skör 1003 í Hvammi í Ölfusi mjólkaði mest Nythæsta kýrin á landinu árið 2021 var Skör 1003 í Hvammi í Ölfusi, undan Flekk 08029 og móðurfaðir hennar er Flói 02029. Skör mjólkaði 13.760 kg með 3,87% fitu og 3,28% próteini. Burðartími hennar féll ágætlega að almanaksárinu en hún bar sínum þriðja kálfi 21. janúar 2021. Hæsta dagsnyt Skarar á nýliðnu ári var 52,9 kg og hún var í yfir 40 kg dagsnyt þar til sumri tók að halla eða fram í ágúst. Skör er fædd í júní 2016 og bar fyrsta kálfi 28. september 2019. Skráðar æviafurðir hennar voru 32.587 kg um síðustu áramót og á yfirstandandi mjólkurskeiði eru afurðir hinar sömu og ársafurðirnar eða 13.760 kg mjólkur. Önnur í röðinni árið 2021 var Ríkey 691 í Stóra-Dunhaga í Hörgár- sveit, undan Bingó 1524151-0607 Bambasyni 08049 og hálfbróður Jónka 16036 að móðurinni til. Móðurfaðir Ríkeyjar var Afli 11010 en því miður féll hún frá nú rétt fyrir síðustu jól. Ríkey mjólkaði 13.612 kg með 3,54% fitu og 3,32% próteini en sínum öðrum kálfi bar hún 12. febrúar 2021. Hún fór hæst í 52,6 kg dagsnyt á árinu 2021 en skráðar æviafurðir hennar eru 23.427 kg. Þriðja nythæsta kýrin var Bára 523 í Flatey á Mýrum við Hornafjörð. Bára er fædd á Hala í Suðursveit en flutti sig um set við lok mjólkurframleiðslu þar og bar sínum fyrsta kálfi í Flatey í nóv- ember 2017 og sínum fjórða kálfi bar hún 18. febrúar á nýliðnu ári. Nyt hennar á árinu var 13.517 kg með 3,92% fitu og 3,30% próteini. Bára er dóttir Sands 07014, fór hæst í 54,2 kg dagsnyt og skráðar ævi- afurðir hennar eru 44.569 kg. Fjórða í röðinni var Snúra 546 í Dalbæ í Hrunamannahreppi, dóttir Dúllara 07024 en móðurfaðir var Skortur 1667351-0304 sonur Skurðs 02012. Hún mjólkaði 13.293 kg með 3,81% fitu og 3,25% próteini. Hún bar fjórða sinni 19. maí 2021, fór hæst í 57,5 kg dagsnyt á árinu og skráðar æviafurð- ir eru 50.126 kg. Það sem gerir afurðir Snúru sér- stakar í þessum afurðaháa hópi er að hún ber í maí og því er í raun um 10-11 mánaða afurðir að ræða því hún stóð geld í apríl og fram í maí. Fimmta í röðinni var Ljúfa 1311 á Skálda- búðum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, nánar tiltekið Eystrihreppi eins og heimamönnum er tamt að kalla Gnúpverjahrepp hinn forna. Hún er dóttir Skells 11054 og móður- faðir er Lykill 02003. Hún bar fjórða kálfi sínum 2. janúar 2021 og fór hæst í 48,6 kg dagsnyt en hún skilaði samtals 13.138 kg á árinu með 4,25% fitu og 3,50% próteini. Skráðar æviafurðir eru 49.704 kg. Alls skiluðu 143 kýr afurðum yfir 11.000 kg og þar af 38 yfir 12.000 kg. Árið 2020 náðu 126 kýr nyt yfir 11.000 kg. Gullbrá 357 á Hóli við Dalvík með mestar æviafurðir Af núlifandi kúm stendur Gullbrá 357 á Hóli við Dalvík efst allra kúa í æviafurðum en hún er fædd á Hrafnsstöðum í Svarfaðardal í apríl 2004 en seld að Hóli sem smákálfur. Þessi kýr er dóttir Hvítings 96032 og móðurfaðir er Klinton 1513611- 0921 sonur Búanda 95027. Gullbrá bar fyrst í október 2006 og síðast í desember 2020 en samtals hefur hún á 10 mjólkurskeiðum mjólkað 96.385 kg. Hún er ákaflega sterk- byggð og endingargóð kýr og hlaut á sínum tíma 85 stig í útlitsdómi. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir heldur Gullbrá sér ótrúlega vel og á tal núna í júní næstkomandi en hún var sædd í september með sæði úr Mikka 15043. Það væri ekki ónýtt að fá kvígu undan þessari endingar- góðu myndarkú og því afbragðs- nauti. Önnur í röð núlifandi kúa með mestar æviafurðir er Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd, fædd 14. ágúst 2009 undan Grána 1528871-0890 Hersissyni 97033 og Stássu 873 Stássadóttur 04024. Bleik hefur þegar þetta er ritað borið níu sinnum, síðast í nóvem- ber 2020 en hún á tal núna í lok janúar. Um nýliðin áramót hafði Bleik mjólkað samtals 90.371 kg mjólkur. Núverandi Íslandsmet í æviaf- urðum á Mókolla 230, dóttir Snarfara 93018, á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð, 114.635 kg. Mjólkurframleiðendum öllum, en ekki síst ábúendum á Búrfelli í Svarfaðardal og Hvammi í Ölfusi, óskum við til hamingju með glæsi- legan árangur og þökkum gott sam- starf á nýliðnu ári. Búgreinaþing Boðað er til búgreinaþings allra búgreinadeilda innan BÍ dagana 3-4. mars í Reykjavík. Dagskrá og nánari upplýsingar verða kynnt síðar. Búnaðarþing Boðað er til búnaðarþing Bændasamtaka Íslands dagana 31. mars – 1. apríl í Reykjavík. Dagskrá og nánari upplýsingar verða kynnt síðar. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Fjöldi Afurðir árskúa kg/árskú 650221 Búrfell Guðrún og Gunnar 39,7 8.908 370179 Hraunháls Guðlaug og Eyberg 24,4 8.664 861037 Syðri-Hamrar 3 Guðjón og Helga 43,3 8.446 871077 Dalbær 1 Arnfríður Jóhannsdóttir 65,0 8.342 651260 Svertingsstaðir 2 Hákon og Þorbjörg 61,7 8.337 870624 Stóru-Reykir Gísli og Jónína 53,3 8.321 871056 Núpstún Páll Jóhannsson 37,8 8.299 860103 Ytri-Skógar Skógabúið sf. 25,4 8.219 660220 Syðri-Grund Stefán og Steinunn 48,9 8.164 860302 Voðmúlastaðir Hlynur og Guðlaug 41,2 8.117 650238 Grund Friðrik Þórarinsson 56,4 8.104 860530 Kirkjulækur 2 Eggert, Jóna, Páll og Kristín 56,3 8.095 370132 Stakkhamar 2 Laufey og Þröstur 58,1 8.065 860292 Stóra-Mörk 1 Merkurbúið sf 28,4 8.056 650618 Litli-Dunhagi 1 Róbert og Elsa 65,8 8.043 650228 Göngustaðir Göngustaðir ehf. 60,9 8.035 370103 Snorrastaðir 2 Snorrastaðabúið slf. 45,7 8.020 Bú þar sem meðalnyt var yfir 8.000 kg/árskú árið 2021 Bú Skýrsluhaldarar Heimild: Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Kýr Faðir Ársafurðir Prótein Fita Bú 1003 Skör 08029 Flekkur 13.760 3,28 3,87 871755 Hvammur 0691 Ríkey 0607 Bingó 13.612 3,32 3,54 650720 Stóri-Dunhagi 1601161-0523 Bára 07014 Sandur 13.517 3,30 3,92 770190 Flatey 0546 Snúra 07024 Dúllari 13.293 3,25 3,81 871077 Dalbær 1 1311 Ljúfa 11054 Skellur 13.138 3,50 4,25 870909 Skáldabúðir 2 0591 Frostrós 09021 Bolti 12.887 3,58 4,46 370103 Snorrastaðir 2 0985 Lísa 14074 Plútó 12.793 3,14 3,56 871058 Hrepphólar 0117 Lengja 09021 Bolti 12.706 3,49 3,82 861037 Syðri-Hamrar 3 2315 Bat 13031 Fáfnir 12.652 3,56 3,62 360563 Þverholt 1409611-0306 Bambaló 08049 Bambi 12.633 3,35 4,08 560112 Brúsastaðir 2268 Merlin 2018 12.573 3,20 3,88 860718 Lambhagi 2049 Mús 4 07047 Lögur 12.559 3,39 3,92 360563 Þverholt 0928 Skvísa 818 12.538 3,02 2,91 560112 Brúsastaðir 834 07017 Rjómi 12.507 3,19 4,92 860513 Neðri-Þverá Nythæstu kýrnar á Íslandi árið 2021 - kýr fyrir ofan 12.500 kg. í nyt Heimild: Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Kýrin Gullbrá á Hóli við Dalvík. Hún hefur borið 10 sinnum á sinni ævi og heldur sér ótrúlega vel. Mynd / Karl Vernharð Þorleifsson, fjósameistari á Hvanneyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.