Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 2022 7
LÍF&STARF
Nokkuð margar ljóðabækur
komu út á síðasta ári, flestar
undir óhlutbundnu brag
formi. Umsjónarmenn vísnaþátta
Bændablaðsins gegnum langa sögu,
hafa einvörðungu haldið sig við
hefðbundna bragformið, þ.e.a.s full
stuðlað og rímað. Ekki stendur til að
breyta neinu þar um. Alltaf fækkar
útgefendum hefðbundinna ljóðabóka,
en af og til frétti ég af slíkum útgáfum.
Nýlega barst mér í hendur bókarkorn
eftir hagyrðinginn Sigurð Óttar
Jónsson vélstjóra, fæddum í Jórvík
í Hjaltastaðaþinghá. Sigurður hefur
talsvert fengist við vísnagerð og lagt
sig eftir dýrum bragarháttum. Þess
sést staður í ljóðakveri hans sem
nefnist „Á mörkunum“, sem Ragnar
Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku
ritar formála að. Hér á eftir fara vísur
Sigurðar úr þessari nýútkomnu bók
sem hefur að geyma 75 hringhendur.
Fyrstu vísuna nefnir hann einfaldlega
„Heilræði“.
Ei þú hikir augnablik,
alltaf strikið haltu.
Fyrir vikið færðu prik,
forðast svikin skaltu.
Almennt um lögfræðinga orti Sigurður
svo:
Á vegi hálum selja sál,
svik og tál og hrekki.
Þetta er válegt vandamál
sem veldur álitshnekki.
Um félaga Jósep:
Miklum vanda mætum hér,
meðvirk stöndum hissa.
Helgur andi ætlar þér
amorsvönd að kyssa.
Oddhendu þessa nefnir Sigurður „Ganga
tvö“.
Labba um grundir létt með pund,
leyndum bundin þræði.
Á Reykjalundi stað og stund
strax við fundum bæði.
Athafnafíkn:
Túnin heyjað hefur öll
haft óþreyju slíka,
hána slegið vítt um völl;
vítateiginn líka.
Nágrannakrytur:
Þá í brand og brýnu slær,
birtist vandi ærinn,
er öndvert standa óskir tvær
yfir landamærin.
Tunglmyrkvi er yfirskrift næstu fjögurra
vísna Sigurðar:
Nú skal virkjuð orkuæðin
af þeim styrk sem gafstu mér,
til að yrkja afmorskvæðin
auðn þó myrkvuð grúfi hér.
Þröng er gatan þakin hrísi,
þar að rata virðist baks.
Gildismatið veginn vísi,
vík burt satan frá mér strax.
Freisting breiða veginn varðar,
viðnám eyðist sérhvert mér.
Máni skreið í skugga jarðar,
skárust leiðir okkar hér.
Yndisþrána aldrei þrýtur,
oft þó lánið reynist valt.
Sorg og þjáning þverra hlýtur,
þögull máni glottir kalt.
Vísu þessa nefnir Sigurður „Leit“.
Langa ævi leitað hef
að lífsins gæfublómi.
Ellin slævir örugg skref
sem enda í ræfildómi.
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggð1@gmail.com
290MÆLT AF
MUNNI FRAM
„Það er mikil stemning fyrir þessu blóti enda
flestar almennar skemmtanir í spennitreyju
þessa dagana, skráning á Facebook-síðu
blótsins er á miklu flugi,“ segir Sigurður
Friðleifsson, formaður þorrablótsnefndar
Eyjafjarðarsveitar.
Gripið er til þess nú að halda rafrænt
þorrablót í sveitinni og geta þeir sem skrá
sig tekið þátt heima við, en dagskrá með
ræðuhöldum, skemmtiatriðum og söng
verður send út til þátttakenda. Blótið verður
haldið laugardagskvöldið 29. janúar og hefst
útsending kl. 21.00.
„Líklega munu nokkur hundruð fylgjast
með og horfa á sameiginleg skemmtiatriði
þó að hvert og eitt smáblót í heimahúsum
sveitarinnar verði eins fjölbreytt og heimilin
eru mörg.“
Þorrablótið fyrir árið 2021 féll niður
vegna kórónuveirunnar og sú skæða veira
setti líka strik í reikninginn nú. Eyfirðingar
dóu ekki ráðalausir og bjóða upp á fulla
skemmtidagskrá líkt og um hefðbundið blót
væri að ræða, en benda fólki á að koma saman
í tíu manna þorrakúlum heima á bæjum og
njóta dagskrárinnar þannig.
„Okkur þótti of mikið rof að missa út tvö
blót í röð,“ segir Sigurður, en samkoman hefur
verið haldin í íþróttasal Hrafnagilsskóla og
þangað mætt prúðbúið fólk með þorrabakka
undir hendinni og góða skapið í farteskinu.“
Undirbúningur var langt kominn
Sigurður segir að vel hefði litið út með
þorrablótið allt þar til kúvending varð
skömmu fyrir jól þegar Ómikronafbrigði
kórónuveirunnar fór að valda miklum usla.
„Undirbúningur var langt kominn,“ segir
hann en boðið er upp á vandaða dagskrá
með leiknum atriðum, annál og ræðuhöldum
sem og fjöldasöng „og því sem tilheyrir
þegar menn koma saman og skemmta sér á
þorrablóti,“ segir hann, en líkt og víða um
hinar dreifðu byggðir er þorrablót hápunktur
skemmtanahalds ársins á hverjum stað og
mikið í lagt.
„Það er alltaf mikið um dýrðir á þorrablóti,
þetta eru um það bil 500 manna samkomur sem
allir hafa mikla skemmtun af.“
Horfum á björtu hliðarnar
Sigurður segir að því hafi sú ákvörðun verið
tekin að bjóða upp á skemmtidagskrá sem búið
var að undirbúa, hún verður tekin upp og fólk
hvatt til að safnast saman á fyrsta – og vonandi
eina – rafræna þorrablóti Eyjafjarðarsveitar.
„Þetta fyrirkomulag hefur ýmsa kosti og
við hvetjum fólk til að horfa á björtu hliðarnar.
Þetta er ókeypis skemmtun og hægt að hafa
gaman í smærri hópum, ef menn missa af
einhverju sniðugu á meðan þeir gúffa í sig
súrri sviðasultu eða missa niður rófustöppu,
þá er bara hægt að spóla til baka og hlusta
aftur. Svo er happdrætti í gangi sem vonandi
vekur spennu í hópnum og síðast en ekki
síst verður tilkynnt um hverjir skipa næstu
þorrablótsnefnd, en það er mikill spennuvaldur
í sveitarfélaginu,“ segir Sigurður. /MÞÞ
Stöllurnar Ólöf Ása Benediktsdóttir, Björg Sigurðardóttir og Bryndís Þórhallsdóttir í fínum gír á þorrablóti næstum því forðum daga.
Myndir / Benjamín Baldursson
Góð stemning fyrir rafrænu þorrablóti í Eyjafjarðarsveit 29. janúar:
Nokkur hundruð munu horfa
á sameiginlega dagskrá
– Fjölbreytt smáblót haldin í heimahúsum sveitarinnar í 10 manna þorrakúlum
Jón Gunnar frá Ytri-Tjörnum með Steinþóri Árnasyni, reykvískum félaga sem mætti norður á
þorrablót í nokkur skipti og vakti athygli fyrir óhefðbundin jakkaföt.
Páll Ingvarsson í Reykhúsum og Snæfríð Egilson frá Öngulsstöðum skemmta sér vel á þorrablóti
fyrir kórónuveiru.
Ísleifur Ingimarsson gerir sig líklegan til að
innbyrða súran pung.