Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 202254 LÍF&STARF Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Niðurstöður skýrsluhaldsársins 2021 í nautakjötsframleiðslunni Niðurstöður skýrsluhaldsins í nautakjötsframleiðslunni fyrir árið 2021 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is. Hér verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Undir árslok 2018 var byrjað að birta uppgjör fyrir nautakjöts­ framleiðsluna og nær það uppgjör til þeirra búa þar sem haldnar eru holdakýr. Enn er þetta yfirlit þó þeim annmörkum háð að niðurstöðurnar ná ekki yfir þær holdakýr sem eru á búum þar sem mjólkurframleiðsla er einnig stunduð. Þetta hefur sína kosti og galla. Einn kosturinn er sá að uppgjörið tekur til sérhæfðra búa með holdakýr en galli er að ekki eru allar holdakýr í landinu með í uppgjörinu. Skýrsluhald nautakjöts fram­ leiðsl unnar árið 2021 nær til 122 búa og af þeim er að finna holdakýr af erlendu kyni á 91. Samtals hefur búunum fjölgað um tíu milli ára en búum þar sem er að finna holdakýr ef erlendu kyni fjölgar um tólf. Kýr á búunum 122 voru við uppgjör ársins 3.161 talsins, sem er fjölgun um 310 frá árinu áður. Meðalfjöldi kúa á búi var 25,9 samanborið við 25,5 árið áður og reiknast þessar kýr yfir í 23,7 árskýr á bú en voru 21,7 árið 2020. Alls hafa verið skráðir 2.569 burðir á þessum búum á árinu 2021 sem jafngildir 0,81 burðum á kú. Þetta er fjölgun um 189 burði og samdráttur um 0,02 burði á kú milli ára. Kjötframleiðsla og flokkun ársins 2021 Heildarframleiðsla ársins á þessum 122 búum nam um 684 tonnum sem er aukning um 76 tonn milli ára. Þetta þýðir að þau framleiða nálægt 14% alls nautgripakjöts í landinu. Meðalframleiðsla á bú var 5.607 kg en heildarfjöldi slátraðra gripa var 2.639. Sambærilegar tölur frá fyrra ári eru 5.432 kg og 2.395 gripir. Meðalfallþungi kúa frá þessum búum var 216,5 kg, en hann reyndist 211,5 kg árið áður og meðalþungi ungneyta var 267,6 kg en þau vógu til jafnaðar 262,0 kg 2020. Til jafnaðar var þeim fargað 739,1 dags gömlum eða 4,3 dögum eldri að meðaltali en á árinu 2020. Það jafngildir vexti upp á 347,6 g/dag, þegar reiknað er út frá fallþunga, en sambærileg tala frá fyrra ári var 340,1 g/dag. Til samanburðar var slátrað 9.556 (9.051) ungneytum á landinu öllu sem vógu 255,6 (250,3) kg að meðaltali við 750,6 (745,3) daga aldur. Tölur innan sviga eru frá 2020. Á þessum sérhæfðu búum sem yfirlitið nær til nást því gripirnir heldur þyngri við lægri aldur að jafnaði. Heilt yfir eru ungneyti þyngri en árið áður enda alin heldur lengur. Ef litið er á flokkun gripanna var meðalflokkun ungneyta á sérhæfðu búunum 5,6 (5,6) á meðan meðalflokkun ungneyta yfir landið er 4,6 (4,5). Flokkun er því mun betri á þessum búum til jafnaðar, rétt eins og árið áður. Rétt er að hafa í huga að meðalflokkun er reiknuð þannig að flokkunum er gefið tölugildi þar sem P = 2, O = 5, R = 8, U =11 og E = 14. Meðalgripurinn á búunum í yfirlitinu er því nálægt því að flokkast í O. Frjósemi Á árinu 2021 fæddust 2.569 kálfar á þessum búum og reiknast meðalbil milli burða 452 (460) dagar. Bil milli burða er því nálægt 15 mánuðum sem er töluvert lengra en svo að meðalkýrin nái einum burði á ári. Framleiðsla nautakjöts með holdakúm verður tæpast arðbær hérlendis nema að þessi þáttur taki breytingum til batnaðar. Við þetta bætist að hlutfall dauðfæddra kálfa við 1. burð er 16,2% (15,4%), 5,0% (5,8%) við aðra burði og vanhöld frá 0­6 mánaða 3,0% (3,1%) þannig að fjöldi kálfa til nytja verður töluvert langt innan við kálf á kú á ári. Tölur í svigum hér eru frá fyrra ári. Sæðingum á þessum búum fjölgar nokkuð frá fyrra ári en teljast þó enn frekar undantekning en regla. Þannig voru sæddar 551 kýr á árinu 2021 samanborið við 349 kýr árið áður. Hlutfall sæddra kúa hækkar því í 17,4% úr 12,2%. Uppistaðan í sæddum kúm er kýr af erlendum kynjum sem telja 371 af þessum 551 sem sæddar voru. Til jafnaðar voru þessar kýr sæddar 1,4 (1,7) sinnum og að meðaltali liðu 121,0 (134,7) dagar frá burði til 1. sæðingar. Þær kýr sem eru sæddar þetta löngu eftir burð munu ekki bera með 12 mánaða millibili. Aukin notkun sæðinga, þó í litlum mæli sé, er vegna sæðis úr nýjum Angus­nautum tilkomnum með innflutningi fósturvísa frá Noregi. Hlutfall fæddra kálfa undan sæðinganautum nær ekki nema 15,3% en hefur þó hækkað umtalsvert milli ára en á árinu 2020 var hlutfall þeirra 8,2%. Það liggur þó fyrir að greinin hlýtur að hafa meira að sækja í þetta erfðaefni en þessar tölur gefa til kynna og þar hljótum við að horfa til meiri vaxtarhraða, betri flokkunar auk betri móðureiginleika. Við val nauta fyrir fósturvísaflutningana frá Noregi hefur verið horft sérstaklega til þessara þátta enda hafa þeir hvað mest áhrif á afkomu greinarinnar. Ef framleiðsla nautakjöts með holdakúm á að verða arðbær hérlendis verður að gera verulegt átak varðandi frjósemi og notkun sæðinga. Bil milli burða er alltof langt en grundvallarforsenda þess að þessi grein geti náð meiri arðsemi hlýtur að vera sú að hver kýr skili sem næst einum lifandi kálfi á hverju ári. Þá eru ónýttir möguleikar til þess að auka vaxtarhraða og kjötgæði með meiri og markvissari notkun sæðinga. Mestur þungi og vöxtur Þyngsta ungneytið sem slátrað var árinu var naut nr. 1281 á Breiðabóli á Svalbarðsströnd. Þessi gripur var holdablendingur, 50% Angus og 50% íslenskur, undan Arði 95402 og vóg 537,4 kg er honum var slátrað við 29,1 mánaða aldur. Hann flokkaðist í UN U2. Í töflu 2 má sjá þau ungneyti sem náðu yfir 450 kg fallþunga á árinu 2021 en þau voru níu talsins og frá þremur búum, Breiðabóli á Svalbarðsströnd, Nýjabæ undir Eyjafjöllum og Möðruvöllum í Eyjafirði. Í þessu sambandi er rétt að minna á að ungneyti eru gripir sem fargað er við 12­30 mánaða aldur. Sérstaka athygli vekja gripir númer 1132 í Nýjabæ undir Eyjafjöllum, holdablendingur undan Ljóma 95451 (69% Limousine og 13% Angus), sem var rúmlega 460 kg við 18 mánaða aldur, og númer 800 á Möðruvöllum í Eyjafirði sem var alíslenskur sonur Hálfmána 13022. Í töflu 3 má sjá þau ungneyti sem náðu mestum daglegum vexti reiknuðum út frá fallþunga. Miðað er við að gripirnir hafi náð a.m.k. 15 mánaða aldri við slátrun og reiknað er með 20 kg fallþunga við fæðingu. Mestum eða hröðustum vexti ársins náði naut númer 1132 í Nýjabæ undir Eyjafjöllum. Því var slátrað rúmlega 18 mánaða og vóg fallið þá 462,5 kg. Nautið var 69% Limousine, 13% Angus, 7% íslenskt og 11% óskráð og flokkaðist í UN U3. Þessar tölur og listar yfir þá gripi sem eru þyngstir og vaxa mest sýna vel hve holdablendingarnir skara fram úr. Eðlilega taka gripir af kynjum sem hafa verið ræktuð m.t.t. vaxtar og kjötgæða, gripum sem eingöngu eru ræktaðir til mjólkurframleiðslu fram. Þetta ætti hins vegar að vera þeim sem stunda framleiðslu nautakjöts mikil hvatning til þess að nýta það erfðaefni sem nú stendur til boða úr gripum fæddum á einangrunarstöðinni á Stóra­ Ármóti. Þar er um að ræða gripi sem hafa til að bera meiri vaxtargetu og kjötgæði en gömlu Angus­ og Limousine­gripirnir auk þess sem þeir voru valdir m.t.t. mæðraeiginleika. Þeir sem halda holdakýr ættu því eindregið að notfæra sér sæðingar ef nokkur kostur er. Full ástæða er til þess fyrir mjólkurframleiðendur að skoða hvort svigrúm er til þess að nota holdasæði í hluta kúnna og selja blendingana kjötframleiðendum nýfædda. Eins og við gátum um í fyrra bendir margt til þess að nú sé lag, nægur fjöldi kvígna til endurnýjunar fyrir hendi auk þess sem brýnt er að draga úr Sigurður Kristjánsson skýrsluhald og prófarkalestur sk@rml.is Guðmundur Jóhannesson ráðunautur í nautgriparækt mundi@rml.is Norðurland Uppgjör fyrir síðustu 12 mánuði Vesturland Norðurland eystra og Suðurland Landið allt og Vestfirðir vestra Austurland Fjöldatölur Fjöldi búa með kýr til kjötframleiðslu 23,0 33,0 22,0 44,0 122,0 Fjöldi búa með holdakýr af erl. kyni 16,0 26,0 19,0 30,0 91,0 Fjöldi kúa 707,0 892,0 377,0 1.185,0 3.161,0 Meðalfjöldi kúa á bú 30,7 27,0 17,1 26,9 25,9 Árskýr á bú 32,0 24,6 13,0 23,9 23,7 Fjöldi burða 488,0 801,0 264,0 1.016,0 2.569,0 Meðalfjöldi burða á bú 21,2 24,3 12,0 23,1 21,1 Fjöldi 1. kálfs kúa 178,0 101,0 70,0 267,0 613,0 Fjöldi kvígna eldri en 24 mán. 175,0 101,0 70,0 267,0 613,0 Endurnýjunarhlutfall 25,2 28,1 38,5 29,5 29,2 Hlutfall kúa með förgunarástæðu 97,9 100,0 98,4 96,1 97,6 Kjötframleiðsla síð. 12 mán. Fjöldi slátraðra gripa 70,3 627,0 402,0 907,0 2.639,0 Hlutfall með sláturgögn 96,2 90,0 94,4 92,2 93,0 Meðalframleiðsla á bú 7.349,6 5.346,7 4.804,6 5.292,1 5.606,9 Meðalþungi Kýr 211,1 230,3 195,8 217,2 216,5 Ungneyti 246,0 289,7 269,3 267,7 267,6 Meðalflokkun Kýr 4,1 4,1 2,9 3,3 3,6 Ungneyti 5,0 6,4 5,1 5,7 5,6 Meðalaldur við slátrun Kýr 1.992,6 2.426,2 1.664,0 2.295,3 2.192,3 Ungneyti 716,4 764,5 782,0 716,5 739,1 Vaxtarhraði, g/dag 330,0 364,7 330,2 358,2 347,6 Öll bú - Ungneyti 12 - 30 mán. Fjöldi 1.552,0 1.705,0 2.621,0 3.678,0 9.556,0 Meðalflokkun 4,2 5,2 4,3 4,6 4,6 Meðalþungi 238,9 270,5 261,1 251,8 255,6 Meðalaldur 742,1 764,7 748,8 748,8 750,6 Heilsufar síð. 12 mán. Hlutfall með sjúkdómaskráningu 8,9 2,5 187,1 5,2 18,8 Kýr Fjöldi sjúkdómstilfella á árskú 0,0 0,0 0,4 0,0 0,1 Bráðadauði/slys, hlutfall 0,3 0,4 0,3 1,4 0,8 Kálfar Hlutf. dauðra og dauðf. við 1. burð 17,0 22,1 11,8 13,3 16,2 Hlutf. dauðra og dauðf. aðrir burðir 3,4 7,4 3,1 4,1 5,0 Hlutf. dauðra á 1-180 daga 2,0 4,0 3,8 2,5 3,0 Frjósemi síð. 12 mán. Fjöldi fæddra kálfa 488,0 801,0 264,0 1.016,0 2.569,0 Bil milli burða 466,0 423,0 483,0 458,0 452,0 Aldur við 1. burð 32,2 27,3 28,7 29,4 29,3 Fjöldi sæðinga 73,0 275,0 70,0 249,0 767,0 Fjöldi sæddra kúa 55,0 205,0 57,0 234,0 551,0 Fjöldi sæddra holdakúa 18,0 149,0 52,0 152,0 371,0 Sæðingar á kú 1,3 1,3 1,2 1,5 1,4 Dagar frá burði til 1. sæðingar 146,8 119,9 176,0 104,3 121,0 Hlutfall kálfa undan sæðinganautum 7,0 14,4 18,9 19,2 15,3 Skýrsluhald í nautakjötsframleiðslu - ársyfirlit 2021 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Tafla 2. Þyngstu ungneyti á árinu 2021 (yfir 450 kg fall) Aldur, mán. 1281 (naut) Breiðaból Arður 95402 AA x IS 29,1 537,4 1278 (naut) Breiðaból Álfur 95401 AA x IS 29,7 515,5 1062 (naut) Nýibær 1637871-0881 AA x IS x Li 28,0 504,0 1033 (naut) Nýibær 1637871-0881 AA x IS x Li 27,1 497,5 1036 (naut) Nýibær 1637871-0881 AA x IS x Li 28,6 476,3 1284 (naut) Breiðaból Arður 95402 AA x IS 28,3 471,6 1132 (naut) Nýibær Ljómi 95451 Li x IS x AA 18,2 462,5 1268 (naut) Breiðaból Álfur 95401 AA x IS 27,6 454,3 0800 (naut) Möðruvellir Hálfmáni 13022 IS 27,8 450,1 Gripur Bú Faðir Stofn Þungi, kg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.