Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 202234 Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS Nyt kúa hefur haldið lífi í þjóðum heimsins lengur en elstu menn muna og hafa hinar ýmsu rannsóknir farið fram varðandi hvernig best er að auka þær afurðir. Aðbúnaður og þá aðrir vellíðunarþættir leika stóran þátt í mjólkurframleiðslu dýranna og hafa tilraunir með spilun tónlistar á kúabúum notið mikilla vinsælda. Komið hefur í ljós að klassísk tónlist, eða róandi, þar sem takturinn er undir 100 slögum á mínútu, virðist vera þeirra yndi. Fyrir nokkru fréttist svo af uppátektarsömum kúabúseigendum í Rússlandi sem tóku hugmyndinni um aukna velferð kúnna, skrefinu lengra. Rússnesku bændurnir á stórbúinu RusMoloko á Ramensky-svæði Moskvuborgar tóku sig til og keyptu sýndarveruleikagleraugu á alla hjörðina. Þar njóta kýrnar þess, á meðan þær matast, að upplifa græn og gróskumikil engi með aðstoð gleraugnanna og komið hefur í ljós að andleg líðan kúnna tók þó nokkurt stökk – auk þess sem nytjar þeirra jukust. Kaup sýndarveruleikagleraugnanna féllu undir könnun rússneska landbúnaðarráðuneytisins, en þar voru háttsettir ráðamenn í öngum sínum vegna minnkandi framleiðslu mjólkur. Á fundi þeirra varðandi framleiðsluna voru ýmis ráð rædd, tekið var fyrir hvernig Bandaríkjamenn bjóða upp á róterandi vélknúna bursta til að hygla dýrum sínum, íbúar meginlands Evrópu telja aukna hreyfingu gripanna vera bót allra mála og áður höfðu bændur Moskvu sett upp hljóðkerfi í fjósunum svo kýrnar gætu notið klassískrar tónlistar (með ágætis útkomu reyndar). Fundarmenn ráðuneytisins töldu þó að frekari aðgerða væri þörf og gripu því til hugmyndar bændanna um sýndarveruleikann og fengu útbúin gleraugu með aðstoð hönnuða sem tóku mið af sjón dýranna, sem meðal annars geta horft 330 gráður í kringum sig en skynja þó ekki liti sem greinilegast. Í heildina var gríðarleg ánægja í landbúnaðarráðuneytinu vegna fyrstu niðurstaðna þessarar tilraunar en í dag er RusMoloko meðal þriggja stærstu mjólkurframleiðenda í Rússlandi. Tilraunin stendur enn yfir og er þarlendum kúabúseigendum boðið að taka þátt, en hlekk á skráningu má finna hjá rússnesku vefsíðunni www.msh.mosreg.ru/ /SP Sýndarveruleikaæði grípur kýr á bænum RusMoloko í Rússlandi Tískuveldin Chanel, Gucci og Dior eru meðal þeirra máttarstólpa sem hafa haft ítök í neytendum síðan snemma á tuttugustu öldinni. Brautryðjendur líkt og hin franska Coco Chanel, sem lagði áherslu á glæsilega en þó þokkafulla og þægilega kventísku – jarðbundni og ítalskættaði Guccio Gucci sem hóf feril sinn sem framleiðandi lúxusferðataska úr leðri og annarra fylgihluta – og Christian Dior sem gladdi almenning með fallegum og glaðlegum fatnaði á stríðsárunum. Þrátt fyrir töfra og ævintýri tísku- straumanna sem þessir höfðingjar hafa borið okkur síðan þá, eru undirliggjandi vangaveltur um hve meðvitaðir þeir og kollegar þeirra í bransanum eru um áhrif framleiðslunnar á umhverfið. Eins og staðan er í heiminum í dag er fataiðnaður því miður í flokki þeirra er hafa hvað mest áhrif á mengun umhverfisins. Þónokkur vitundarvakning hefur reyndar átt sér stað á síðastliðnum árum, en enn þykir þorra almennings, úrlausnir til aðlögunar, heldur krefjandi. Eða ef til vill auðveldara að líta aðeins framhjá þeim. Vitundarvakning neytenda Á vefsíðu www.goodonyou. eco má finna yfirlit yfir helstu tískurisana og hve vel þeim tekst að vera til fyrirmyndar í þessum efnum. Aðstandendur síðunnar eru m.a. hönnuðir, vísindamenn og umhverfissinnaðir áhrifavaldar sem taka saman allar upplýsingar fyrirtækja hvað varðar sjálfbærni, sóun og stöðu er kemur að umhverfisvernd ... svo eitthvað sé nefnt ... og deila niðurstöðunum á vefsíðu sinni, neytendum til vakningar. Ef litið er á nokkur helstu tískuveldin verður niðurstaðan heldur bág er kemur að einkunnagjöf. Þeir sem standa sig hvað best að mati aðstandenda síðunnar eru Gucci, Burberry og Balenciaga sem tróna hæst og fá ITS A START, eða þriðju hæstu einkunn. (Toppeinkunn er GREAT og svo er talið niður, GOOD-ITS A START-NOT GOOD ENOUGH og að lokum falleinkunnin WE AVOID) Önnur fyrirtæki, líkt og Chanel, Dior, Louis Vuitton, Hermès, Prada, Armani, Versace og Valentino fá því miður einkunnina NOT GOOD ENOUGH og byggja álitsgjafar þá stigagjöf helst á eftirfarandi athugasemdum – ef við tökum dæmi fjögurra fyrstu fyrirtækjanna hér að ofan. Chanel: Gera ekki fullnægjandi ráðstafanir til að útrýma hættulegum efnum sem koma til þeirra frá birgjum, nota ekki vistvæn fataefni og þó fyrirtækið hafi sett sér markmið um að draga úr losun gastegunda frá verksmiðjum sínum bendir ekkert til þess að það sé í raun að gerast. Dior: Notast enn við alvöru dýrafeldi, afurðir þeirra, svo sem leður, notar fá umhverfisvæn/lífræn fataefni og engar vísbendingar eru um lágmarksúrgang er kemur að vefnaði. Einnig kemur fram álitamál um misnotkun vinnuafls við saumaskapinn. Louis Vuitton: Samkeppnisaðili Dior, þó eignarhald fyrirtækjanna sé hið sama; LVMH, samsteypa fyrirtækja LV og koníaksframleiðandans Moët Hennessy – fær áminningu um sömu hluti og Dior, notast er við dýraafurðir og meðferð úrgangs ábótavant. Hermès: Fær áminningu hvað varðar yfirlit launastöðu og almenna framfærslu fólks hjá birgjum sínum, auk þess sem ekki eru umhverfisvæn/ lífræn fataefni höfð í hávegum eða leitast eftir umhverfisvænum aðgerðum er kemur að eyðingu skóga í þessu ferli öllu. Hraðtíska eða klassískar flíkur Þannig er nú það. Auðvitað er samt ágætt að líta til þess að ef við ætlum að bjarga heiminum má auðvitað líta við hjá stóru merkjum tískuheimsins og fjárfesta í vönduðum og endingargóðum (þá helst klassískum líka) fatnaði heldur en að hlaupa á eftir hraðtískufyrirtækjum á borð við sænska fyrirtækið HM, Mango eða Zöru sem koma bæði upprunalega frá Spáni. Mikil mengun stafar af framleiðsluferli slíkra fyrirtækja, en frá þeim kemur fatnaður, framleiddur eins hratt og hægt er, í þeim tilgangi að neytendur geti sem fyrst klætt sig í afurðir tískupallanna. Hugmyndin á bakvið ferlið er að gera stórum hópi neytenda kleift að klæðast nýjustu tísku á sem lægsta verði – en þeir sem gjalda fyrir slíkt er stór hópur jarðarbúa sem vinnur við að framleiða fötin við ómannúðlegar aðstæður – auk þess sem óseldan fatnað má finna í miklum mæli á urðunarstöðum úti um allan heim svo örfá dæmi séu nefnd. Þá getur semsagt verið örlítið skynsamlegra að líta sjaldnar við í tískuvöruverslunum en kaupa því vandaðri vöru sem má eiga alla ævi. Til dæmis hina sígildu tweed-dragt Coco Chanel, svartan klæðilegan kjóll Christian Dior eða farangurshirslur af vönduðustu gerð frá Gucci. /SP Framleiðsluferli tískurisa undir smásjá: Meðvituð neysluhyggja Nýverið komst fyrirtæki Gucci á milli skoltanna á dýra verndunar­ sinnum – þó ekki vegna dýraafurða í varningi sínum heldur vegna tígrisdýrs sem fengið var til að gegna störfum fyrirsætu. Listrænir stjórnendur auglýs- ingaherferðar sem átti að tengja vörur Gucci nýja kínverska árinu – ári tígrisdýrsins – áttu í kjölfar- ið ekki beinlínis upp á pallborðið hjá umhverfisverndarsinnum fyrir- tækisins WAP* sem vilja meina að aðstæður dýrsins hafi beinlínis verið því til miska. Talsmenn fyrirtækis Gucci staðfesta þó að dýrin hafi verið ljósmynduð í öruggu umhverfi, án annarra viðstaddra fyrirsætna og myndvinnsluforritið Photoshop hafi verið nýtt til hins ýtrasta við samsetningu auglýsinganna. Nick Stewart, alþjóðlegur yfirmaður WAP telur hins vegar að Gucci sé að senda frá sér röng skilaboð með því að upphefja tígrisdýr sem eiga almennt séð ekki að vera í haldi. Ár tígursins ætti frekar að ýta undir virðingu og vernd tígrisdýrastofnsins í heild en ekki gera hann að söluvöru. Telur Stewart það engu skipta hvort dýr sem þessi, sem sitja fyrir, hafi alist upp í haldi manna eða verið veidd í náttúrunni. „Álagið er gríðarlegt þegar þessi dýr eru neydd til að sitja fyrir á myndum,“ segir hann í yfirlýsingu frá samtökunum. „Og með því að nýta tígrisdýrin sem uppstillta leikmuni hvetur herferð sem þessi neytendur Gucci til að koma þannig fram við þau.“ Á móti lýsir Gucci því yfir að fulltrúar dýraverndunarsamtakanna **AHA hafi verið viðstaddir myndatökuna til þess einmitt að allt færi sem réttast fram. Aðspurðir gátu þeir staðfest að dýrið hefði verið sallarólegt og makindalegt er myndatakan fór fram en þrátt fyrir þær staðfestingar sitja talsmenn WAP fastir við sinn keip og halda því fram að þeir telji AHA, yfir tíðina, ekki hafa staðið undir yfirlýstu hlutverki sínu sem umhyggjusamir dýraverndunarsinnar. /SP *(World Animal Protection) ** (American Humane Association) Umdeild auglýsingaherferð Gucci: Ár tígursins UTAN ÚR HEIMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.