Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 2022 47 A Wendel ehf. Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík, S:551 5464 - wendel@wendel.is www.wendel.is Hilltip Icestriker 900–1600L Salt og sanddreifari í tveim stærðum fyrir stóra pallbíla og minni vörubíla. Rafdrifinn 12V. Hilltip Icestriker 380–550L Salt og sanddreifarari í tveim stærðum, fyrir minni pallbíla. Rafdrifinn 12V. Hilltip Icestriker 600 TR Rafdrifinn kastdreifari fyrir dráttarvélar m/öflugum efnisskömmtunarbúnaði. Hilltip Snowstriker VP Fjölplógur fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanlegur í 185–240 cm breidd. Hilltip Snowstriker SP Snjótönn fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanleg í 165–240 cm breidd. Hilltip Fjölplógur MVP Fjölplógur fyrir ameríska pallbíla t.d. RAM 3500, GMC 3500 og FORD 350. Sunna-Rós frá Úlfljótsvatni Næsta hryssa í sætaröð heiðurs­ verðlaunahryssna árið 2021 er einnig frá Úlfljótsvatni og ræktuð af Snæbirni Björnssyni en hún heitir Sunna­Rós og er í eigu Björns Þórs Björnssonar. Sunna­Rós er undan heiðursverðlaunahestinum Keili frá Miðsitju og Angadótturinni Prinsessu frá Úlfljótsvatni. Sunna­Rós kom fram á Landsmótum 2006 og 2008 en hæst hlaut hún 8.33 í aðaleinkunn og 8.52 fyrir hæfileika sem klárhryssa þar af 9.5 fyrir tölt og vilja og geðslag. Af afkvæmum Sunnu­Rósar ber helst að nefna gæðinginn Hönsu frá Ljósafossi undan Hákoni frá Ragnheiðarstöðum með 8.77 í aðaleinkunn og 9.05 fyrir hæfileika, með 9.5 fyrir skeið og vilja og geðslag, einnig hlaut hún fimm níur; fyrir bak og lend, hófa, tölt, brokk og fegurð í reið. Hún stóð önnur í flokki sex vetra hryssna á Landsmóti 2016. Sunna­Rós gefur bæði alhliða­ og klárhross. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi með 117 stig fyrir aðaleinkunn þar sem réttleiki, tölt og samstarfsvilji eru hennar sterkustu kostir. Hrísla frá Sauðárkróki Í fimmta sæti er Hróðursdóttirin Hrísla frá Sauðárkróki, ræktuð af Guðmundi Sveinssyni og í eigu Hönnu Kristínar Pétursdóttur. Móðir Hríslu er Viðja frá Sauðárkróki undan Otri frá Sauðárkróki. Hrísla er með 116 stig í kynbótamati aðaleinkunnar og fimm dæmd afkvæmi. Hrísla var sýnd einu sinni og hlaut þá fimm vetra 8.35 í aðaleinkunn þar af 8.48 fyrir hæfileika en hún fékk 9.0 fyrir háls, herðar og bóga, prúðleika og vilja og geðslag. Af afkvæmum Hríslu er hæst dæmdur Álmur frá Reykjavöllum undan Narra frá Vestri­Leirárgörðum og var annar í flokki sjö vetra og eldri stóðhesta á Fjórðungsmóti Vesturlands 2021 með 8.46 í aðaleinkunn, 8.56 fyrir sköpulag og 8.41 fyrir hæfileika. Kvistur frá Reykjavöllum undan Tindi frá Varmalæk er annað hæst dæmda afkvæmi Hríslu með 8.30 í aðaleinkunn, jafn á bæði sköpulag og kosti. Hann hefur talsvert komið fram í keppni með góðum árangri. Af fæddum afkvæmum Hríslu er aðeins ein hryssa dæmd af tveimur 6 vetra og eldri þannig að kynbótamat fyrir mætingu er lægra en ef hlutfall sýndra hryssna væri hærra. Hrísla skilar vel sínum kostum til afkvæma sem eru prúð, ásækin og þjál hross með öruggt skeið sé það fyrir hendi. Rán frá Þorkelshóli 2 Rán frá Þorkelshóli 2 hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á grunni 121 stigs í kynbótamati aðaleinkunnar án skeiðs og er sjötta í röðinni. Ræktandi hennar er Ulla Kristin Lundberg en hún er í eigu Hólaborgar ehf og Kristinu Forsberg. Rán er undan Roðasyninum Platon frá Þorkelshóli 2 og Báru frá sama bæ, sem var undan Funa frá Hrappsstöðum. Rán er því undan ósýndum foreldrum sem hafa afar fá dæmd afkvæmi. Rán var sýnd sem klárhryssa með 8.12 í aðaleinkunn þar af 8.54 fyrir sköpulag með 10 fyrir fótagerð, 9.5 fyrir prúðleika og 9.0 fyrir tölt. Þessum eiginleikum skilar hún vel til sinna afkvæma en hæst stiga fyrir kynbótamat einstakra eiginleika er 137 stig fyrir fótagerð og 127 stig fyrir prúðleika. Af afkvæmum Ránar er hæst dæmd Blysfaradóttirin Ronja frá Hólaborg með 8,47 í aðaleinkunn með 8.60 fyrir hæfileika þar af 9.0 fyrir tölt og samstarfsvilja. Rökkvi frá Hólaborg undan Vökli frá Árbæ er annað hæst dæmda afkvæmi Ránar með 8.26 í aðaleinkunn, sýndur sem frábær klárhestur með sjö sinnum 9.0 fyrir dæmda eiginleika og hefur hann byrjað ágætan feril á keppnisbrautinni. Sýnd afkvæmi Ránar eru upp til hópa klárhross sem eru viljagóð og samstarfsfús og fara vel í reið með fallegum hreyfingum. Framtíð frá Ketilsstöðum Í sjöunda sæti heiðursverðlauna­ hryssna árið 2021 er Framtíð frá Ketilsstöðum ræktuð af Bergi Jónssyni og í eigu Bjarna Stefánssonar. Framtíð er undan heiðurs­ verðlauna hestinum Sveini­ Hervari frá Þúfu og Kolfreyju frá Ketilsstöðum. Framtíð var sýnd á Landsmóti 2006 með 8.37 í aðaleinkunn í flokki fimm vetra hryssna og endaði í sjötta sæti. Afkvæmi hennar eru klárhross með tölti með einkar góða hófa, sköpulag almennt, hægt stökk og fegurð í reið. Framtíð hefur 123 stig fyrir kynbótamat aðaleinkunnar án skeiðs með fimm dæmd afkvæmi. Af kostum ber helst að nefna heildarsköpulag með 122 stig þar sem hófar eru besti eiginleikinn og af kostum er hæga stökkið og fegurð í reið hæst í mati. Toppsdóttirin Framsýn frá Ketilsstöðum er hæst dæmda afkvæmi Framtíðar og kom hún fram á Landsmótum 2016 og 2018. Hæsti dómur Framsýnar er 8.21 í aðaleinkunn þar af 8.56 fyrir sköpulag og 7.98 sýnd sem klárhryssa Sædísi frá Stóra-Sandfelli 3 Síðast ber að nefna Sædísi frá Stóra­Sandfelli 3 undan Huga frá Hafsteinsstöðum og Glódísi frá Stóra­Sandfelli 2, ræktuð og í eigu Gunnhildar Garðarsdóttur og Hallfreðs Elíassonar. Hún hlaut 117 stig í kynbótamati aðaleinkunnar án skeiðs með fimm dæmd afkvæmi. Sædís var sýnd 5 vetra í sinn hæsta dóm og stóð efst í flokki fimm vetra hryssna á Fjórðungsmóti á Fornustekkum árið 2003. Þar hlaut hún sýnd sem klárhryssa 8.41 í aðaleinkunn, þar af 8.47 fyrir hæfileika með 9.5 fyrir fegurð í reið og fimm níur; fyrir háls, herðar og bóga, tölt, hægt tölt, brokk, stökk og vilja og geðslag. Hún virðist skila þessu vel til afkvæma sinna sem eru yfirleitt afbragðs klárhross með tölti en tvö afkvæmanna skeiða þokkalega. Töltið er kosta best, rúmt, hágengt og takthreint. Þau eru viljug og þjál og fara vel í reið. Af afkvæmum Sædísar er hægt að nefna þá sem hæst dæmd er, Álfarinsdótturina Eyvöru frá Lönguhlíð með 8.30 í aðaleinkunn. Haukur frá Lönguhlíð hlaut 8.29 í aðaleinkunn með 9.0 fyrir hófa, tölt og brokk og að lokum má nefna gæðingsklárhryssuna Sævöru frá Lönguhlíð með 9.5 fyrir tölt, undan Kjerúlf frá Kollaleiru. Þessar heiðurshryssur voru verðlaunaðar á hrossaræktarráðstefnu Fagráðs í hrossarækt sem haldin var 28. nóvember síðastliðinn. Sunna-Rós frá Úlfljótsvatni var i fjórða sæti heiðursverðlaunahryssna 2021. Hrísla frá Sauðárkróki var í fimmta sæti heiðurverðlaunahryssna 2021. Rán frá Þorkelshóli 2 var í sjötta sæti heiðurverðlaunahryssna 2021. Framtíð frá Ketilsstöðum var i sjöunda sæti heiðursverðlaunahryssna 2021. Sædísi frá Stóra-Sandfelli 3 var i áttunda sæti heiðursverðlaunahryssna 2021.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.