Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 2022 37
REKSTRARLAND ER BAKHJARL BÆNDA
Í Rekstrarlandi fást allar almennar rekstrarvörur fyrir landbúnað. Nilfisk háþrýstidælur,
Exide rafgeymar, gæðasmurefni og olíur á vélarnar, Ecolab lágþrýstiþvottatæki ásamt
hreinsiefnum, sótthreinsandi og græðandi vökvar fyrir spena og júgur.
Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | 515 1100 | Austurvegi 69 | 800 Selfossi | 480 1306 | rekstrarland.is
Völuteig 4 - 270 Mosfellsbær - Iceland
www.vinnuvelarehf.is - S: 496 4400
Trejon
veTrarbúnaður
Eigum mikið úrval vandaðra vetrartækja frá sænska framleiðandanum Trejon.
Fjölplógar í 3,3m og 3,7m vinnslubreidd. Snjóblásarar í mörgum stærðum.
Vængaskólfur 2,5m3 – 3,5m3 og 5,0m3 Sand- og saltdreifarar 1,6m3 fyrir þrítengi
eða á gálga.
Við Norðurlandsveg - 560 VarmahlíðSími: 453 8888 - Opið virka daga kl. 9-17
Drifsköft og drifskaftsefni
LÍF&STARF
Átakið „Þú ert orkugjafi“:
Urðun á lífrænum úrgangi
verður bönnuð á næsta ári
„Meðhöndlun lífræns úrgangs,
líkt og gert er í Moltu, skilar
miklum umhverfisávinningi þar
sem losun gróðurhúsalofttegunda
af lífrænum úrgangi minnkar
umtalsvert samanborið við
hefðbundna urðun. Fyrir hvert
kíló af matarleifum sem fara
í jarðvegsgerð minnkar losun
á CO2 út í andrúmsloftið um
rúmlega eitt kíló,“ segir í frétt á
vefsíðu Vistorku.
Þar segir að þrátt fyrir að
rúmur áratugur sé liðinn frá því
Akureyringar og nærsveitungar
þeirra hófust handa við að flokka
matarleifar sé nauðsynlegt að halda
áfram á lofti upplýstri umræðu um
mikilvægi þessarar loftslagsaðgerð-
ar, enda ekki víst að bæjarbúar átti
sig á hversu mikilvægt það er fyrir
umhverfið að flokka allar matar-
leifar í stað þess að urða það með
almennu sorpi.
Þá er einnig ljóst að mörg heim-
ili á Akureyri og nágrenni flokka
ekki lífrænan úrgang og því sé ljóst
að hægt sé að bæta sig á því sviði.
„Þú ert orkugjafi“ er heiti á átaki
sem Akureyrarbær, Vistorka og
Molta standa sameiginlega að og
er ætlað að minna á mikilvægi þess
að flokka matarleifar rétt og búa
þannig til orku.
Ávinningur af réttri flokkun
fyrir samfélagið sé ótvíræður. Áhrif
jarðgerðar hjá félaginu Moltu á
kolefnisbókhald Íslands felst í
því, að í stað þess að urða lífræn-
an úrgang þar sem myndast metan
verði til koltvísýringur en metan
er 25-30 sinnum öflugri gróður-
húsalofttegund en koltvísýringur.
Loftslagsávinningur jarðgerðar
Moltu, borið saman við urðun, er
um 10.000 tonn af koltvísýringi á
hverju ári, eða sem jafngildir árleg-
um útblæstri um 4.000 fólksbíla.
Umhverfisávinningurinn er ekki
eina markmið jarðgerðarstöðvar-
innar. Líkt og nafnið gefur til kynna
er þar framleidd molta sem er góður
jarðvegsbætir og hægt að nýta með
ýmsum hætti. „Mikilvægt er að allar
matarleifar skili sér í jarðgerð því
rétt meðhöndlun á lífrænum úrgangi
er alvöru loftslagsaðgerð.“
Ný lög um úrgang og skattur á
almennt sorp
Í janúar á næsta ári, 2023, taka gildi
lög um bann við urðun á lífrænum
úrgangi.
„Það er því ekki lengur spurning
um hvort allir landsmenn, fyrirtæki
og stofnanir taki þátt í að flokka
lífrænt sorp, heldur hvenær það
gerist,“ segir á vefsíðu Vistorku.
Til mikils sé því að vinna og
mikilvægt að heimili, fyrirtæki
og veitingahús, svo dæmi sé
tekið, hefjist handa við að flokka
sérstaklega lífrænan úrgang. Í
janúar 2023 mun einnig koma til
skattur á almennt sorp sem endar
á urðunarstað. Rétt flokkun á
úrgangi mun því skipta heimili og
fyrirtæki miklu máli; hvort sem er
efnahagslega eða umhverfislega.
Gæta vel að hvað fer í körfuna
Bent er á að gæta þurfi vel að því
sem fer í grænu körfuna/brúnu
tunnuna þar sem aðskotahlutir eins
og málmar og plast geta skemmt
vélbúnað Moltu og dregið úr gæðum
moltunnar sem jarðvegsbæti.
Moltan er nýtt af einstaklingum,
sveitarfélögum og opinberum stofn-
unum, meðal annars í Lystigarðinum
og á golfvellinum á Akureyri
og til uppgræðslu á Glerárdal og
Hólasandi. Að hluta til kemur moltan
í stað tilbúins innflutts áburðar sem
eykur enn á umhverfisávinning
starfseminnar. Moltan er aðgengileg
öllum bæjarbúum Akureyrar þeim að
kostnaðarlausu. /MÞÞ
Lífræni úrgangurinn fer í gegnum hakkavél og blandast í framhaldinu við
stoðefni, sem er að langmestu leyti timburkurl úr úrgangstimbri sem fellur
til í Eyjarfirði. Auk timburkurls er pappír úr grenndargámum á Akureyri
blandað saman við og er tætt á staðnum. Mynd / MÞÞ