Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 52
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 202252 Niðurstöður skýrsluhaldsins í mjólkurframleiðslunni árið 2021 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar land­ búnaðarins, www.rml.is. Hér verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Þeir framleiðendur sem skiluðu einhverjum, en þó mismiklum upplýsingum um afurðir kúa sinna á nýliðnu ári voru 517 en á árinu 2020 voru þeir 541. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 25.382,8 árskýr skiluðu 6.336 kg nyt að meðaltali. Það er lækkun um 48 kg/árskú frá árinu 2020 en þá skiluðu 25.649,0 árskýr meðalnyt upp á 6.384 kg. Þetta eru þó einar mestu meðalafurðir frá upphafi vega og sjötta árið í röð sem þær ná yfir 6.000 kg eftir árskú. Umreiknaðar í orkuleiðrétta mjólk (OLM) eru meðalafurðir síðasta árs 6.544 kg/ árskú. Meðalbústærð reiknaðist 50,0 árskýr á árinu 2021 en sam bærileg tala var 48,4 árið á undan. Meðalbústærð reiknuð í skýrslufærðum kúm var nú 66,8 kýr en 2020 reiknuðust þær 64,1. Samtals voru skýrslufærðar kýr á árinu 34.553 talsins samanborið við 34.696 árið áður. Mestar meðalafurðir á Austurlandi Svæðaskipting fylgir að segja má kjördæmum. Á árinu voru mestar meðalafurðir á Norðurlandi eystra, 6.454 kg, og síðan kemur Austur­ land með 6.420 kg. Stærst eru búin að meðaltali á Austurlandi, 51,9 árskýr, en næst­ stærst eru þau á Suðurlandi, 51,8 árskýr. Meðalbúið stækkar aðeins Meðalbúið stækkaði milli ára þrátt fyrir samdrátt í innleggi mjólkur en í takti við fækkun innleggsbúa. Meðalinnlegg á bú með innlegg allt árið nam 288.088 lítrum samanborið við 284.363 lítra á árinu 2020. Á sama tíma fækkaði innleggsbúum mjólkur um sextán og voru kúabú í framleiðslu 517 talsins nú um áramótin 2021/22. Gríðarleg vanhöld á kálfum Vanhöld kálfa eru mikil og skýrast að stærstum hluta af gríðarlegum fjölda dauðfæddra kálfa við fyrsta burð. Meira en fjórði hver kálfur undan 1. kálfs kvígum fæðist dauður en slíkt ástand hlýtur að flokkast sem algjörlega óviðunandi. Þrátt fyrir rannsóknir og athuganir á orsökum þessa hefur engin ein ástæða fundist. Samkvæmt könnun RML sem lokið var við á síðasta ári er einhvern hluta ástæðnanna að finna í bústjórnarþáttum eins og fóðrun fyrir burð, tilfærslu gripa eftir að burður hefst og óþekktri væntanlegri burðardagsetningu. Við ætlum seint að læra af reynslunni. Enn stundar töluverður hluti bænda þá búskaparhætti að gera kvígurnar nánast að kúm fyrir fyrsta burð sökum aldurs. Þó mjakast þau mál til betri vegar og á síðasta ári var meðalaldur við 1. burð 27,3 mánuðir sem er 0,2 mánuðum lægri aldur en árið áður. Þessum þætti þarf að gefa meiri gaum í bústjórninni en allt bendir í þá átt að stefna eigi að því að kvígurnar beri 22­24 mánaða gamlar. Þarna munar því um hálfu ári með tilheyrandi rýmiskröfum og auknum uppeldiskostnaði. Fyrir meira en sextíu árum uppgötvuðu forfeður okkar að það væri bæði betra og þægilegra að sæða kýrnar en að halda þarfanaut. Þessari þekkingu gengur illa að miðla milli kynslóða því um 34% allra fæddra kálfa eru undan þarfanautum. Auðvitað hamla aðstæður því víða að hægt sé að sæða kvígurnar en það verður þó ekki horft framhjá því að sá kostnaður sem hlýst af þessu fyrir greinina í heild er gríðarlegur. Hann felst meðal annars í töpuðum kynbótaframförum og fleiri dauðf­ æddum kálfum. Mestar meðalafurðir á Búrfelli í Svarfaðardal Annað árið í röð reyndist mest meðalnyt eftir árskú vera hjá Guðr­ únu Marinósdóttur og Gunnari Þór Þórissyni á Búrfelli í Svarfaðardal. Nyt eftir árskú endaði þar í 8.908 kg á árinu 2021 sem er aukning um 329 kg frá fyrra ári. Á Búrfelli er að finna legubásafjós með mjaltaþjóni sem tekið var í notkun vorið 2018. Frá þeim tíma hafa afurðir aukist jafnt og þétt og sér í raun ekki fyrir endann á því. Annað í röð afurðahæstu búa landsins er kunnuglegt á þeim lista en þar er um að ræða bú þeirra Guðlaugar Sigurðardóttur og Jóhannesar Eybergs Ragnarssonar á Hraunhálsi í Helgafellssveit á norðanverðu Snæfellsnesi. Árin 2018­2020 var þetta bú með þriðju mestu afurðir eftir árskú á landinu en færist nú í annað sætið. Þar á bæ mjólkaði meðalárskýrin 8.664 kg sem er aukning um 307 kg. Fjósið á Hraunhálsi er básafjós með rörmjaltakerfi og öll umgengni og snyrtimennska Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Niðurstöður skýrsluhalds mjólkurframleiðenda árið 2021 Sigurður Kristjánsson skýrsluhald og prófarkalestur sk@rml.is Guðmundur Jóhannesson ráðunautur í nautgriparækt mundi@rml.is Norðurland Norðurland vestra eystra Fjöldi búa alls 75,00 15,00 89,00 124,00 18,00 196,00 517,00 Fjöldi búa með skil 74,00 15,00 87,00 123,00 18,00 191,00 508,00 Fjöldi kúa alls 3.523,00 593,00 4.357,00 6.437,00 957,00 10.084,00 25.951,00 Meðalbústærð, kýr 47,60 39,50 50,10 52,30 53,20 52,80 51,10 Fjöldi árskúa 3.403,60 601,50 4.295,90 6.256,40 934,90 9.890,60 25.382,80 Meðalbústærð, árskýr 46,00 40,10 49,40 50,90 51,90 51,80 50,00 Fjöldi 1. kálfs kúa 1.222,00 176,00 1.618,00 2.388,00 316,00 3.740,00 9.460,00 Fjöldi kvígna eldri en 24 mán 596,00 165,00 725,00 710,00 135,00 1.811,00 4.142,00 Endurnýjunarhlutfall 34,70 29,70 37,10 37,10 33,00 37,10 36,50 Hlutfall kúa með förgunarástæðu 100,00 100,00 100,10 100,10 100,00 99,40 99,80 Mjólkurframleiðsla síð. 12 mánuði Meðalbústærð, innlögð mjólk 250.149,00 196.698,00 286.765,00 303.656,00 309.012,00 298.477,00 288.088,00 Mjólk/árskú 6.038,00 5.357,00 6.398,00 6.454,00 6.420,00 6.388,00 6.336,00 Fita kg 252,00 224,00 264,00 277,00 274,00 268,00 266,00 Fita % 4,17 4,18 4,13 4,29 4,27 4,19 4,20 Prótein kg 204,00 186,00 216,00 224,00 223,00 213,00 215,00 Prótein % 3,38 3,46 3,38 3,47 3,48 3,34 3,39 Kg OLM/árskú 6.204,00 5.549 6.547,00 6.772,00 6.723 6.562,00 6.544 Mjólkurnýting 93,00 94,00 94,00 96,00 95,00 94,00 95,00 Frumutala (reiknuð) 250,00 272,00 260,00 269,00 297,00 260,00 263,00 Mjólkandi kýr Dagsnyt/kú 16 13 16 16 16 16 16 Dagsnyt OLM/kú 16 14 17 17 17 16 16 Kjötframleiðsla síð. 12 mánuði Kýr Hlutfall með sláturgögn 85,60 80,20 85,20 86,10 85,20 86,70 86,00 Flokkun 2,50 2,84 2,95 2,45 2,49 2,63 2,62 Dagar frá burði við förgun 274,80 339,00 265,20 252,40 285,10 243,20 256,20 Meðalþungi, kg 199,20 210,90 208,50 206,00 206,30 202,30 204,20 Heilsufar síð. 12 mánuði Hlutfall með sjúkdómaskráningu 13,70 14,50 9,50 41,40 18,40 17,00 21,30 Kýr Fjöldi sjúkdómstilfella á árskú 0,19 0,19 0,14 0,59 0,25 0,24 0,30 Júgurmeðhöndlanir á árskú 0,05 0,06 0,07 0,11 0,09 0,08 0,08 Geldstöðumeðhöndlanir á árskú 0,02 0,03 0,01 0,02 0,03 0,02 0,02 Bráðadauði/slys á árskú 0,01 0,01 0,01 0,01 0,01 0,01 0,01 Kálfar Hlutf. dauðra og dauðf. við 1. Burð 26,00 24,20 29,10 28,70 29,30 26,30 27,40 Hlutf. dauðra og dauðf. aðrir burðir 6,70 9,30 9,00 9,60 8,40 8,80 8,70 Hlutf. dauðra á 1-180 daga 3,00 3,10 3,20 2,70 2,40 2,30 2,60 Frjósemi síð. 12 mánuði Dagar frá burði til 1. Sæðingar 65,60 80,20 64,20 66,90 64,00 66,20 66,10 Meðalaldur við 1. Burð 27,70 28,80 27,10 26,70 27,90 27,50 27,30 Hlutfall kálfa undan sæðinganautum 65,90 66,20 64,30 65,70 64,90 68,00 66,40 Ending Kýr Meðaldur við förgun, dagar 1.969,60 2.153,90 1.869,80 1.835,90 1.878,70 1.834,50 1.864,50 Meðalfjöldi burða við förgun 3,11 3,25 2,89 2,90 2,83 2,86 2,91 Meðalæviafurðir fargaðra kúa 18.345,60 18.014,00 17.610,80 17.751,90 17.787,30 16.949,50 17.474,90 Annað Ný bú í skýrsluhaldi síðasta mánuð 0 0 0 0 0 0 0 Bú sem hættu í síðasta mánuði 0 0 0 1 0 0 0 Skýrsluhald í mjólkurframleiðslu - ársyfirlit 2021 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Landið alltUppgjör fyrir tímabilið Vesturland Vestfirðir Austurland Suðurland Nythæstu kúabú í árslok 2021 eftir uppgjörssvæðum Fjöldi Afurðir árskúa kg/árskú Vesturland 370179 Hraunháls Guðlaug og Eyberg 24,4 8.664 Vestfirðir 460128 Hvammur Ólöf og Valgeir 39,2 7.706 Norðurland vestra 550121 Bessastaðir Guðný Helga og Jóhann Birgir 28,2 7.935 Norðurland eystra 650221 Búrfell Guðrún og Gunnar 39,7 8.908 Austurland 761412 Núpur Björgvin Rúnar Gunnarsson 108,8 7.475 Suðurland 861037 Syðri-Hamrar 3 Guðjón og Helga 43,3 8.446 *Uppgjörssvæðunum hefur verið breytt og þau eru nú orðin eingöngu 6 í uppgjörinu Heimild: Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Uppgjörssvæði* Bú - árslok 2021 Skýrsluhaldarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.