Bændablaðið - 27.01.2022, Page 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 202240
SAGA&MENNING
Til þess að skapa raunhæfa umræðu
um stöðuna er nauðsynlegt að mínu
mati að fara yfir þróun mála frá
árinu 2004 til dagsins í dag. Stór
hluti þessarar greinar er tekin upp
úr 51 bls. Skýrslu hagsmunaaðila
garðyrkjunáms árið 2020 um
framtíð starfsmenntanáms í
garðyrkju. Hægt er að nálgast hana
í gegnum Bændasamtökin.
Þegar til stóð að sameina
Garðyrkju skólann og LbhÍ sendu
hagsmuna aðilar í garðyrkju frá
sér eftirfarandi ályktun frá 12
félagasamtökum.
Mótmælin árið 2004 höfðu engin
áhrif og Garðyrkjuskóli ríkisins var
formlega sameinaður LbhÍ 2005 og
hefur starfsmenntanámið verið vistað
þar síðan.
,,Fundurinn leggur áherslu á
að standa þurfi vörð um samfellda
garðyrkjumenntun í landinu, frá
grunnnámi upp í háskóla. Mikilvægt
er að áfram sé unnið að garðyrkju
menntun í fullri sátt og samvinnu við
atvinnulífið, eins og verið hefur.
Fundurinn krefst þess að sú
uppbygging fari fram á Reykjum,
lögheimili garðyrkjunnar, í samræmi
við yfirlýsingar landbúnaðarráðherra.
Fundurinn mótmælir því að
garðyrkjunám sé slitið í sundur og
komið fyrir á víð og dreif, eins og
drög að skipuriti Landbúnaðarháskóla
Íslands gera ráð fyrir.“
LbhÍ er búinn að hafa 17 ár til þess
að efla starfsemina á Reykjum, en
skoðum nú afleiðingarnar.
Allt frá því að Garðyrkjuskóli
ríkisins var sameinaður LbhÍ árið
2005, hefur fjarað undan innviðum
starfsmennta náms í garðyrkju að
Reykjum í Ölfusi. Þar hefur starfsfólki
fækkað og húsakostur látið mjög á sjá.
Annað dæmi um framkomu LbhÍ.
Ekkert samráð um stefnuna.
Þann 7. júní 2019 var boðað til fundar
hjá LbhÍ með hagsmunaaðilum,
starfsmönnum og öðrum áhugasömum
að Hvanneyri. Fundurinn var
boðaður eftir hádegi, föstudag fyrir
hvítasunnu. Fundarboð barst með
afar stuttum fyrirvara og ekki fengu
allir hagsmunaaðilar boð til fundarins.
Það vekur til dæmis undrun að Félagi
iðn og tæknigreina, sem er bæði
sveinafélag í skrúðgarðyrkju og
stéttar félag garðyrkjufræðinga, auk
Skógræktarinnar, skuli ekki hafa
fengið boð sem hagsmunaaðilar. Ekki
voru send út gögn fyrir fundinn en
fundarefnið sagt vera kynning á nýrri
stefnu skólans.
Þegar til fundarins var komið var
gengið til þess að kynna með um
90 mínútna langri kynningu, nýja
stefnu skólans, en stefnan í heild var
þó ekki gerð öllum fundargestum
aðgengileg þar sem mjög fá útprentuð
eintök lágu frammi á fundinum.
Lítið og nær ekkert rými var gefið
fyrir spurningar, athugasemdir eða
umræður á fundinum. Ljóst mátti vera
að hagsmunaaðilar fengu kynningu á
orðnum hlut og ekki var ætlast til þess
að þeir hefðu skoðanir á stefnunni eða
áhrif á hana.
Nú var orðið nokkuð ljóst að
LbhÍ ætlaði sér að starfsmenntanám
garð yrkju verði aðfararnám að
háskólanámi.
Fram eftir sumri og hausti 2019
reyndu hagsmunaaðilar að fá samtal
um stefnuna og innleiðingu hennar við
stjórnendur LbhÍ út frá málefnalegum
athugasemdum án árangurs.
Staðan var tekin fyrir
á sameiginlegum fundum
hagsmunaaðila og á vettvangi hvers
hagsmunafélags fyrir sig. Hafa
hagsmunafélögin sent út ályktanir í
kjölfar funda sinna. Allar bera þær
að sama brunni: Að bjarga þurfi
starfsmenntanáminu með því að
færa það undan LbhÍ og gera það að
sjálfstæðri rekstrareiningu.
Og hvað gerðist næst?
Í nóvember 2019 var skipaður
starfshópur sem hafa skyldi það
verkefni að teikna upp framtíðarsýn
og fyrirkomulag starfsmenntanáms í
garðyrkju, innan eða utan LbhÍ.
Jafnframt mælti mennta og
menningar málaráðherra svo fyrir að
gert skyldi hlé á skipulagsbreytingum
varðandi garðyrkjunámið á meðan
starfshópurinn kæmist að niðurstöðu.
NEI, NEI, RÁÐHERRA
Skemmst er frá því að segja að þau
fyrirmæli hafði stjórnandi LbhÍ
að engu og sendi skýr skilaboð
um að ekki stæði til að virða
það ferli sem sett var á fót með
starfshópnum. Möguleikar um
vistun starfsmenntanámsins utan
LbhÍ fengust lítt sem ekki ræddir á
vettvangi starfshópsins og ljóst varð
fljótt að ekki næðist sameiginleg
niðurstaða.
Að ganga fullkomlega framhjá
hagsmunaaðilum við gerð stefnunnar
er óskiljanlegt og vandséð hvers
vegna ekki var orðið við óskum
um sameiginlegan fund til að ræða
athugasemdir og ábendingar. Þess í
stað hefur rektor hringt eða fundað
löngum stundum með einum eða
fáum fulltrúum og voru upplýsingar
úr þeim samtölum misvísandi og
óáreiðanlegar. Afskipti rektors af
starfsemi frjálsra félaga og klögumál
vekja einnig furðu. Það getur tæplega
verið hlutverk stjórnenda í opinberum
menntastofnunum að skipta sér af
samskiptum innan félagasamtaka
eða framsetningu efnis á vefmiðlum
einstakra félaga.
Það er engu líkara en að stjórnendur
skólans leitist vísvitandi við að efna
til óeiningar við hagsmunaaðila. Um
það eru fjölmörg dæmi sem óþarft er
að rekja hér en velkomið er að leggja
fram gögn ef eftir því er óskað.
Skoðum nú enn frekar
framkomu LbhÍ
Umgengni stjórnenda við mannauð
garðyrkjunnar hefur orðið tilefni
athugasemda. Í fyrri kafla er gerð
grein fyrir því hvernig stjórnendur
LbhÍ virðast sniðganga reynslu og
þekkingu hagsmunaaðila markvisst
og leitast við að efna til ófriðar við
atvinnulífið með samráðsleysi og/eða
ögrunum. Hagsmunaaðilar hafa dregið
úr samskiptum við LbhÍ, sagt sig frá
samstarfsverkefnum og leita í vaxandi
mæli á önnur mið, þar sem vinsamlegra
og hæfara samstarfsumhverfi býðst.
Upp úr áramótum 2019–2020
tók nýtt skipurit gildi með kosningu
deildarforseta, röðun starfsfólks í
deildir og deildafundum. Enn og
aftur gegn fyrirmælum ráðherra sem
gaf fyrirmæli um að hlé skyldi gert
á skipulagsbreytingum gagnvart
garðyrkjunáminu.
Á fundi í starfshópnum sem
haldinn var í lok janúar 2020 lýsti
rektor því í lok fundar að það væri
alfarið háskólaráðs og rektors að ráða
skipulagi og fyrirkomulagi háskólans
og vék því næst af fundi. Ekki varð
annað séð en þarna væri verið að
gefa þau skilaboð að ekki yrði tekið
mark á störfum starfshópsins eða
niðurstöðu hans, þrátt fyrir að fulltrúar
atvinnulífsins hefðu þarna varið tíma,
fé og fyrirhöfn með þátttöku sinni og
störfum í hópnum.
Starfandi námsbrautarstjóri
skrúðgarðyrkju og formaður Félags
skrúðgarðyrkjumeistara sem jafnframt
átti þá sæti í starfshópnum, sat einnig
deildarfundi þar sem háskólareglur
voru ræddar. Lagði hann fram bókun
á fundi um að reglurnar yrðu ekki
afgreiddar fyrr en starfshópurinn
hefði lokið störfum. Á það var ekki
hlustað fremur en önnur sjónarmið eða
athugasemdir hagsmunaaðila.
Enn einu sinni er reynt
að hvetja LbhÍ til samstarfs
Hagsmunaaðilar leggja á það megin
áherslu að starfsmenntanám í garðyrkju
fái frelsi undan LbhÍ, stjórnendum
þar og háskóla umgjörðinni í heild.
Nauðsynlegt er að skapa náminu
frelsi, annars vegar til að starfrækja
öflugt starfsmenntanám í samræmi
við námsbrautarlýsingar og hins
vegar til að þróa ýmsar kynningar og
námsleiðir, námskeið og valáfanga
til viðbótar fyrir faglært og ófaglært
starfsfólk í garðyrkju, almenning,
sem og nemendur í grunn, leik og
framhaldsskólum.
Fullreynt er að starfsmenntanám
í garðyrkju þrífist innan LbhÍ eins
og gerð er grein fyrir hér framar.
Ráðherra ákvað samt að fara með
námið undir FSU og kom sú ákvörðun
í des. 2020. Enn hefur ekki verið sagt
hvernig sú yfirfærsla eigi að ganga
fyrir sig. Horfa verður því til þeirra
valkosta sem hagsmunaaðilar telja
koma til greina.
Hafa ber í huga að stór hluti
námsefnisins sem notað hefur verið
til þessa er samið af þeim sem kennt
hafa viðkomandi námsgreinar.
Ég er næstum fullviss að
Hvann eyringar (vonandi ekki
háskólasamfélagið) ætla sér að sölsa
undir sig landsvæðið að Reykjum (eitt
háskólasetrið enn). Nú er endanlega
nóg komið.
Ég skora á Alþingi og ráðherra að
gera það sem ráðherra sagði rektor
LbhÍ að gera í nóvember 2019.
Rektor, hættu öllum afskiptum á
Reykjum í Ölfusi nú þegar. Þá skapast
friður til að vinna að farsælli lausn
þessa máls.
Hvernig væri til dæmis að setja
á stofn Umhverfisskóla á Reykjum?
Væri sjálfseignarstofnun og í stjórn
hennar væru fulltrúar garðyrkju,
umhverfisverndar, skógræktar og
landgræðslu, umhverfisfræðslu og
hagsmunasamtök atvinnulífs svo
eitthvað sé nefnt.
Meira um það mál seinna.
Baráttukveðjur,
Brandur Gíslason,
skrúðgarðameistari.
Framtíð Garðyrkjuskólans á Reykjum er mjög óljós:
Erfiðleikar Garðyrkjuskólans á Reykjum
– Hver er vandinn og hvað er til ráða?
Brandur Gíslason skrúðgarðameistari.
Mynd / Úr einkasafni.
Garðyrkjuskólinn á Reykjum, Ölfusi. Mynd / HKr.