Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 202214 Umhverfis-, orku- og loftslag s- ráðherra, hefur skipað starfs hóp um raforkuöryggi. Á hópur inn meðal annars að skoða vald heim- ildir opinberra aðila og úrræði til að tryggja fullnægjandi raforkuöryggi. Breyting var gerð á raforkulögum á vorþingi 2021 með það að mark­ miði að tryggja raforkuöryggi. Breytingarnar kveða m.a. á um gerð reglugerðar um viðmið fyrir fullnægjandi raforkuöryggi, sem og mat á fullnægjandi framboði á raforku. Ráðherra kallaði eftir tilnefn­ ingum í upphafi árs og hefur starfs­ hópurinn, sem ráðherra hefur nú skipað, það hlutverk að vinna tillögu að reglugerð um raforku öryggi. Hópurinn á að veita yfirsýn á heild sölumarkaði raforku og skil greina öryggismörk um full­ nægjandi framboð raforku og heim­ ildir Orku stofnunar til að grípa inn í til að tryggja að framboð geti mætt eftir spurn. Guðlaugur Þór Þórðarson um hverfis­, orku­ og loftslags­ ráðherra, segir í tilkynningu á heima síðu umhverfis­ og auðlinda­ r áðu neytisins afar mikilvægt að fá yfirsýn yfir raforkumarkaðinn og að tryggja raforkuöryggi, ekki hvað síst raforkuöryggi íslenskra heimila. „Það var eitt af mínum fyrstu verkum eftir að ég kom í umhverfis­ og auðlindaráðuneytið.“ Formaður starfshópsins er Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri. Aðrir sem starfshópinn skipa eru: Breki Karlsson, f.h. Neytenda­ samtakanna, Friðrik Friðriks ­ son, f.h. HS Orku hf., Kristín Linda Árnadóttir, f.h. Lands­ virkjunar, Svandís Hlín Karlsdóttir, f.h. Landsnets hf., Tryggvi Felixson, f.h. umhverfis­ og nátt­ úruverndarsamtaka, Þrándur Sigurjón Ólafsson, f.h. Orku náttúrunnar ohf., Hanna Björg Konráðsdóttir, hjá Orkustofnun, og Magnús Dige Baldursson, hjá umhverfis­ og auðlindaráðuneytinu. Starfshópurinn á að skila ráðherra drögum að reglugerð fyrir 15. mars 2022. /VH FRÉTTIR Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Starfshópur um raforkuöryggi Starfshópurinn á að skila ráðherra drögum að reglugerð fyrir 15. mars 2022. Tilgangur reglugerðarinnar er að tryggja velferð og heilbrigði allra alifugla með góðri meðferð, umhirðu og aðbúnaði. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: Ný reglugerð um velferð alifugla Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifugla, en tilgangur reglugerðarinnar er að tryggja velferð og heilbrigði allra alifugla með góðri meðferð, umhirðu og aðbúnaði. Ný reglugerð byggir á samstarfi vinnuhóps þar sem sæti áttu fulltrúar alifuglabænda, Dýra­ verndar sambands Íslands og Matvælastofnunar. Með nýrri reglugerð eru meðal annars gerðar eftirfarandi kröfur: • Hámarksþéttleiki fugla á aðgengilegu gólfsvæði í eldishúsum skal ekki fara yfir 39 kg/m². Heimild MAST til undanþágu er felld brott. • Óheimilt er að snúa alifugla úr hálslið án undangenginnar deyfingar, sem felst í að rota fuglinn með höggi og svipta hann þannig meðvitund. • Óheimilt er að bera slátur­ kjúklinga og aðra fugla í samsæmilegri þyngd af tegundinni Gallus gallus á öðrum fæti. • Umráðamanni alifugla ber að tilkynna Matvælastofnun um fyrirhugaða starfsemi eigi síðar en 30 dögum áður en starfsemi hefst, í stað þriggja mánaða, eins og samkvæmt eldri reglugerð. Breytingin er í samræmi við reglugerðir um velferð annarra dýrategunda. • Umráðamanni alifugla sem nota á við gerð auglýsinga, kvikmynda, leiksýninga eða við aðrar aðstæður og/eða í umhverfi sem alifuglum er ekki eðlilegt, ber að tilkynna Matvælastofnun um fyrirhugaða notkun eigi síðar en 10 dögum áður en áætluð notkun fer fram. Breytingin er í samræmi við reglugerðir um velferð annarra dýrategunda. • Umráðamaður eða eigandi fugla skal tilkynna til Matvæla­ stofnunar um fyrir hugaða aflífun á fuglahópum sem í eru 250 alifuglar eða fleiri. Reglugerðin var sett í Samráðsgátt stjórnvalda þann 5. nóvember síðastliðinn. Tvær umsagnir bárust. Ráðherra hefur einnig ákveðið að skipa starfshóp sem verður falið að koma með tillögur að aukinni velferð alifugla. /VH Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit: Velja nýtt nafn á sameinað sveitarfélag Til stendur að velja nafn á sameinað sveitarfélag Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. Rafræn hugmyndasöfnun mun fara fram þar sem öllum gefst kostur á að senda inn tillögur að heiti nýja sveitarfélagsins. Jafnframt verður hugmyndum safnað meðal nemenda í grunnskólum sveitarfélaganna. Í framhaldinu verður rafræn skoðanakönnun sem verður leiðbeinandi fyrir nýja sveitarstjórn sem tekur endanlega ákvörðun samkvæmt lögum. Gert er ráð fyrir að 5 til 10 hugmyndir verði sendar örnefnanefnd til umsagnar og skilar hún rökstuddu áliti innan þriggja vikna frá því erindið berst. Efnt verður til skoðanakönnunar meðal íbúa sveitarfélagsins þegar umsögn hefur verið skilað og þá á þeim nöfnum sem hlotið hafa samþykkt nefndarinnar. /MÞÞ Um 70 bændur í Suður-Þing. óskuðu sameiginlega eftir tilboðum í áburð: Tilboð frá Spretti metið hagstæðast af um helmingi bændanna – Bændur vilja kaupa um 1.400 tonn en eru svekktir yfir tilboðum sem bárust „Við erum frekar svekkt yfir að ekki hafi borist hagstæðari tilboð í svo stóran pakka,“ segir Ari Heiðmann Jósavinsson, bóndi í Miðhvammi í Aðaldal. Um 70 bændur í Suður- Þingeyjarsýslu óskuðu eftir tilboði í áburðarkaup sín, í allt um 1.400 tonn á áburði að verðmæti allt að 180 milljónir króna. Óskað var eftir tilboðum frá fimm áburðarsölum og bárust þrjú tilboð. Þeir sem buðu í pakkann voru Sprettur, í eigu Skeljungs, og norðlensku fyrirtækin Bústólpi og Búvís. Yara bauð óbreytta og gildandi verðskrá og Lífland sendi ekki inn tilboð. Bjóða fleira út síðar „Við höfum verið með rafræna fundi og niðurstaðan er sú að rétt yfir helmingur þykir boð Spretts hagstæðast,“ segir Ari og bendir á að áburðarsalar hafi nefnt að tilboðsins hafi verið óskað of seint, lítið væri hægt að hreyfa sig á þessum tíma. „Við verðum fyrr á ferðinni næst, því bændur hér um slóðir eru ákveðnir í að halda áfram að leita hagstæðra kjara í sameiningu.“ Ari segir að næst verði hugað að því að bjóða út olíu og eins séu menn að leita leiða til að ná fram betra verði fyrir sauðfjárafurðir næsta haust. – „Við erum hvergi nærri hætt.“ Ákall Ari segir að áburður hafi hækkað gríðarlega milli ára og það að 70 bændur taki sig saman og leiti hagstæðra tilboða sé ákall. Öll aðföng hafi hækkað umtalsvert undanfarna mánuði, áburður sýnu mest, en einnig megi nefna rúlluplast, olíu, tryggingar og vexti. „Mér finnst líklegt, úr því við erum komin af stað, að við höldum áfram á sömu braut og leitum bestu boða,“ segir hann. Horfa fyrst og fremst á verðið Þótt bændur séu svekktir yfir að hafa ekki fengið hagstæðari tilboð segir Ari að það sé mikill sigur í því fólginn að hafa náð samstöðunni. Áburðarkaup hafi um tíðina verið viðkvæm og bændur haldið fylgispekt við ákveðnar tegundir og áburðarsala. „Þetta er svolítið eins og trúarbrögð og því er þetta mikill áfangi að hafa náð mönnum saman. Hækkunin er svo gríðarleg núna að menn horfa fyrst og fremst á verðið, menn eru komnir á þann stað að þurfa að velja það ódýrasta.“ /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.