Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 20228 FRÉTTIR sp ör e hf . — Róm & Amalfíströndin — 6. - 18. júní | Sumar 4 Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Róm, Sorrento, Amalfíströndin og eyjan Caprí eru sannkallaðar draumaperlur Ítalíu en kynngimögnuð fegurð þessara staða umvefur okkur í ferðinni. Við skoðum hinn dásamlega Napólíflóa sem er einn fallegasti flói landsins, siglum í Bláa hellinn í Caprí, siglum og ökum með Amalfíströndinni og endum ferðina í bænum Montecatini Terme í Toskana. Verð: 414.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Björn Halldórsson, bóndi á Valþjófsstöðum í Norðurþingi, að sá birkifræi. Uppgræðsla: Fiskimykja til landgræðslu og skógræktar Björn Halldórsson, bóndi á Valþjófs stöðum í Núpasveit, er að skoða möguleika á að nota úrgang úr seiðaeldisstöð á Kópaskeri til landgræðslu. Úrgangurinn kallast fiskimykja. „Allt er þetta á hugmyndastigi enn sem komið er, en það er rétt að ég er að skoða möguleikann á að nota lífrænan úrgang frá seiðaeldisstöð við Kópasker. Úrgangurinn sem um er að ræða er að mestu skítur úr seiðunum en líka eitthvað af fóðurleifum.“ Enn í skoðun Við Öxarfjörð eru tvær eldisstöðvar á landi og mikið magn af lífrænum úrgangi mun falla til. Að sögn Björns má ekki losa úrgang eins og þennan í sjóinn og fráleitt að urða hann á landi þar sem í úrganginum eru heil- mikil verðmæti sem meðal annars mætti nota sem lífrænan áburð til landgræðslu. Ekki síst í ljósi þess að innfluttur áburður hefur verið að hækka gríðarlega í verði. „Kveikjan að hugmyndinni er komin frá framkvæmdastjóra eldis- stöðvarinnar við Kópasker en hann hafði samband og spurði hvort hægt væri að nýta úrganginn til að græða upp land. Eins og staðan er í dag vil ég helst tala varlega um allar áætlanir þar sem við eigum meðal annars eftir að skoða hvort heilbrigðisfulltrúinn í Norðurþingi muni leyfa dreifingu úrgangsins,“ segir Björn. 100% lífrænn áburður Jónatan Þórðarson, þróunarstjóri hjá Fiskeldisstöðinni Rifós hf. í Kelduhverfi, sem byggði landstöðina á Kópaskeri, segir að í stöðinni sé fullkominn hreinsibúnaður sem hreinsar fiskimykju og fóðurleifar frá affallsvatni. „Fiskimykjan sem við bjóðum bændum ókeypis er lífrænn og vottaður áburður frá Túni og Mast hefur veitt framleiðsluleyfi fyrir honum. Mykjuna má því nota á tún, til að græða upp örfoka land og í lífrænt vottaða framleiðslu svo lengi sem heilbrigðiseftirlitið gefur leyfi til að dreifa henni.“ Að sögn Jónatans er reiknað með að við fulla framleiðslu eldisstöðv- arinnar muni falla til um 160 tonn af þurrefni á ári en um 500 tonn af blautri mykju. Kemur vel út í fyrstu tilraun Magnús H. Jóhannsson, teymis- stjóri hjá Landgræðslunni, segist hafa góða trú á fiskimykju til upp- græðslu. „Við prófuðum mykjuna síðastliðið vor í tilraun á illa grónum mel á Geitasandi á Rangárvöllum og þar lofar hún mjög góðu. Gróðurinn sem fiskimykjan fór á tók ágætlega við sér í samanburði við aðrar tegundir lífræns úrgangs og tilbúinn áburð. Tilraun af þessu tagi og uppgræðsla er langtímaverkefni og því of snemmt að segja nokkuð um endanlega útkomu hennar. Fiskimykja eins og annar líf- rænn áburður er misjafn milli staða og því erfitt að segja til um gæði hennar nema með efnagreiningu, en svo lengi sem hún er ekki brimsölt tel ég mykjuna geta verið mjög góðan áburð.“ 130 hektarar girtir til skógræktar Björn er að girða af 130 hektara á Valþjófsstöðum til skógræktar. „Landið er að hluta til melar sem ég hef verið að sá í birkifræi og til að þurfa ekki að dreifa með því tilbúnum áburði langar mig að prófa fiskimykjuna þar. Með birkifræinu sái ég einnig lúpínu til að auka frjósemi jarðvegsins. Reynslan sýnir að hér vex birki mjög lítið án hjálpar og enn síður þar sem jarðvegurinn er farinn.“ Verkefnið er unnið í samvinnu við bæði Landgræðsluna og Skógræktina en hugmyndin er að í framtíðinni verði hægt að fjármagna verkefnið með því að bjóða fyrirtækjum að kolefnisjafna starfsemi sína innan girðingarinnar. „Fram til þessa hef ég reynt að fjármagna skógræktina og uppgræðsluna með sauðfjárrækt en slíkt er náttúrlega galið til lengdar.“ Nú þegar hefur eitt fyrirtæki, Brim Explorer í Noregi, haft samband við Björn um kolefnisbindingu í skóginum á Valþjófsstöðum. Bjartsýnn á að leyfi fáist Björn segist bjartsýnn á að fá leyfi til að gera tilraun með fiskimykjuna, að minnsta kosti innan skógræktargirðingarinnar, þar sem fé getur ekki gengið í úrganginn til að byrja með. „Ef leyfið fæst gæti verkefnið hafist strax næsta vor og þá verður mykjunni dreift með haugsugu og allra best væri ef það rigndi í kjölfarið, áður en að mykjan þornaði og myndaði skán.“ /VH Fáist leyfi til að nýta úrganginn verður mykjunni dreift með haugsugu. Magnús H. Jóhannsson, teymisstjóri hjá Landgræðslunni. Úttekið tjón á ræktarlöndum bænda vegna ágangs álfta og gæsa var alls 309 hektarar á síðasta ári. Vegna þess greiddi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið alls um 4,8 milljónir króna. Það er tæpum tveimur milljónum meira en greitt var fyrir árið 2020. Ræktarland 43 bænda var bætt af þessum sökum, en af þessum 309 hekturum varð tjón á 245 hekturum kornakra. Á árinu 2020 var úttekið tjón vegna ágangs álfta og gæsa hins vegar á 213 hektara ræktunarspildna, 33 bænda. Eingöngu greitt fyrir tjón á ræktunarspildum Samkvæmt upplýsingum úr atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytinu er eingöngu greitt út á tjón á ræktunarspildum, það er spildum sem sáð var í fyrir viðkomandi ár. Ekki er greitt út á eldri tún þótt tjón sé oft mikið á nýræktum á öðru og þriðja ári. Tjón er eingöngu bætt ef tjónið er metið meira en 30 prósent af heildarstærð spildunnar. Þegar tjón er 31-70% er greitt 50 prósenta álag, en þegar tjón er meira er 75 prósenta álag greitt. /smh Ræktarland 43 bænda var bætt á síðasta ári, en 33 fengu bætur árið 2020. Mynd / smh Bætur vegna tjóns af völdum álfta og gæsa: Fleiri bændur fengu tjón bætt á síðasta ári Síldarvinnslan í skógrækt í Fannardal í Norðfirði Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað hefur fest kaup á jörðinni Fannar dal í Norðfirði og er áform að að nýta hana til skóg­ rækt ar. Síldarvinnslan er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og er stærsti framleiðandi fiskimjöls og lýsis á Íslandi. Dóttur- félög þess eru Bergur-Huginn ehf., Fóðurverksmiðjan Laxá hf., Fjárfestingarfélagið Vör ehf., Runólfur Hallfreðsson ehf., Seley ehf. og SVN eignafélag ehf. Með skógræktinni mun fyrirtækið hefja bindingu kolefnis á móti þeirri kolefnislosun sem það veldur með starfsemi sinni. Landið sem nýtt verður til skógræktarinnar er 300- 400 hektarar og verður fljótlega gerð áætlun um gróðursetningu. Þetta kemur m.a. fram á heimasíðu fyrirtækisins. Þar segir enn fremur að fyrir utan skógræktina eru einnig möguleikar til vatnsaflsvirkjana á jörðinni. Stefnt er að því að fyrirhuguð skógrækt í landi Fannardals verði framkvæmd í samvinnu við Skógrækt ríkisins. Verkefnið á að fullnægja öllum kröfum Loftslagsráðs um vottun og á ræktunin að verða hæf til skráningar í Loftslagsskrá Íslands. /MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.