Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 202218 FRÉTTIR Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) gegn riðu í sauðfé, sem er alþjóðlega viðurkennd og notuð með góðum árangri í Evrópu við útrýmingu á sjúkdómnum. Arfgerðin hafði aldrei áður fundist á Íslandi þrátt fyrir víðtæka leit. Einstaklingarnir sex eru allar á bænum Þernunesi í Reyðarfirði. Fimm ær og einn hrútur fundust með arfgerðina, en Þernunes er talið vera gott ræktunarbú. Engin einstaklinganna er þó arfhreinn um þessa arfgerð. Fundurinn er afrakstur tveggja rannsóknateyma sem unnið hafa saman að því að finna verndandi arfgerðir gegn riðu í íslensku sauðfé. Annars vegar eru það sérfræðingar á Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum að Keldum og hins vegar sauðfjárbóndinn Karólína Elísabetardóttir ásamt erlendum vísindamönnum. Þernunes er gott kynbótabú Eyþór Einarsson, sauðfjárræktar­ ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að um stór­ merkan fund sé að ræða. Hann segir að ARR­arfgerðin hafi verið staðfest í kindunum, eftir að rúmlega 4.200 sýni höfðu verið raðgreind, í þessari rannsókn og öðrum tengdum verk­ efnum á síðustu tíu mánuðum. Að sögn Eyþórs var fundurinn óvæntur, en kindurnar eru kollótt­ ar og rekja ættir sínar meðal annars í koll ótta féð í Reykhólasveit og á Ströndum. „Við munum í fram­ haldinu rekja þetta betur innan Þernuness og beina spjótum okkar næst að Kambi í Reykhólasveit. Síðan er stóra átakið að fara í gang meðal bænda í riðuarfgerðar grein­ ingum, þar sem bændur velja sjálfir að koma inn – vonandi náum við 15 til 20 þúsund sýnum í gegnum það verkefni sem mun gefa gríðarlega góðar upplýsingar um stofninn. Þegar við sjáum aðeins hvar og hvernig þátttakan verður í því verk­ efni munum við handvelja fleiri hjarð­ ir til að klára skönnun í öllum hólfum, ef þarf – eða frekari rakningar. Næsta vor ættum við að vera með mjög miklar upplýsingar um stöðuna í stofninum og vonandi búin að finna þessa arfgerð víðar um land – þannig megi svo finna gripi fyrir sæðinga­ stöðvarnar þannig að allir geti haft aðgang að þessu erfðaefni. Á Þernunesi er hörku fé og það er gott kynbótabú. Ef við fáum hrút eða hrúta þar, þurfum við fyrst að skoða hvort við fáum undanþágu til að taka þá, þar sem bærinn er í Suður fjarðarhólfi sem er enn þá lokað. Reyndar er orðið mjög stutt í að hólfið nái 20 ára riðuleysi og opn­ ist. Sigur borg yfirdýralæknir er nánast tilbúin með nýja reglugerð sem liðkar fyrir flutningi á gripum með viður­ kennda verndandi arfgerð – spurning hvenær hún tekur gildi, en það mun líka breyta stöðunni,“ segir Eyþór. Ólæknandi heilahrörnun Rúm 20 ár er síðan vísindamönnum var ljóst að ARR afbrigði príon­ próteinsins veitti vörn gegn riðu­ veiki í sauðfé, sem er ólæknandi heilahrörnunarsjúkdómur og talið er að borist hafi til Íslands með enskum hrúti 1878 sem fluttur var að Veðramóti í Skagafirði. Skipu legar aðgerðir til að hefta útbreiðslu riðu hérlendis hófust upp úr 1980 og frá árinu 1986 hafa allar hjarðir verið skornar niður hér á landi, þar sem einstaklingur greinist með dæmigerða riðu. Á kynningarfundi mánudaginn 10. janúar, þar sem fulltrúar úr rannsókn­ arhópunum greindu frá þessum fundi á ARR­arfgerðinni og áhrifum hans, kom fram að um síðustu aldamót hafi verið gerðar rannsóknir hér á landi er varða næmi kinda með mismunandi arfgerðir fyrir riðuveiki. Í þessum rannsóknum fannst ARR ekki þrátt fyrir skipulega leit og því ekki gert ráð fyrir að íslenska kindin byggi yfir arfgerð sem væri fullkomlega verndandi líkt og þekkist í mörgum erlendum sauðfjárkynjum. Allir breytileikar príonpróteinsins rannsakaðir Nýlega hafa einnig verið fluttar fréttir af leit að annarri fágætri arfgerð (T137) sem fundist hefur í örfáum kindum, sem ítalskir vísindamenn hafa sýnt fram á að virki verndandi þar í landi. Sú arfgerð er hins vegar ekki viðurkennd af Evrópusambandinu né íslenskum yfirvöldum, enn sem komið er. Það er rannsókn sem Karó­ lína hefur leitt með teymi erlendra vísindamanna. Eyþór segir að með riðu arfgerðargreiningum sé nú orðinn raunhæfur möguleiki að bændur geti fundið ARR ásamt fleiri spennandi arf­ gerðum eins og T137­breytileikanum, sem muni hugsanlega einnig virka full­ komlega verndandi í íslensku sauðfé. Bæði rannsóknarverkefnin hafa hlotið styrk úr Þróunarsjóði sauðfjárræktarinnar sem er í umsjá atvinn uvega­ og nýsköpunar ráðu­ neytisins. Forsvarsmenn þessara verkefna mynduðu síðan teymi sem unnið hefur saman. Þar sem vonin var veik að finna ARR arfgerðina þá var ætlunin að rannsaka alla mögulega breytileika í príonpróteininu í þeim tilgangi að finna fleiri arfgerðir sem gætu mögu­ lega nýst til að auka riðuþol íslensku kindarinnar. Jafnframt var horft til þess að skoða fé af íslensk um upp­ runa á Grænlandi, ef þrauta lendingin yrði að sækja þyrfti erfðaefni út fyrir landsteinana. Vonir um fleiri ARR-gripi Eyþór segir fundinn geta gjörbreytt baráttunni við riðuveiki þar sem ekki þarf að fá þessa arfgerð viðurkennda. Fljótlega ætti að vera hægt að taka upp reglur að fyrirmynd ESB sem þýðir að ekki þurfi að skera allar kindur á bæjum þar sem upp kemur riða. Í löndum Evrópusambandsins er ekki skylda að skera niður kindur sem bera ARR þó riða sé staðfest í hjörðinni – því talið er að slíkar kindur geti hvorki veikst né smitað annað fé ef þær eru ARR­arfhreinar. „Fyrir ræktunarstarfið verður áskorunin á næstu árum að koma ARR arfgerðinni sem hraðast inn í stofninn án þess að draga um of úr erfðafjölbreytileika hans. Vonandi mun áframhaldandi leit í stofninum skila upplýsingum um fleiri gripi með þessa arfgerð. Eins er mjög mikilvægt að halda áfram rannsóknum á öðrum mögulega verndandi stökkbreytingum svo sem T137. Ef niðurstöður rann­ sóknanna verða jákvæðar, gæti Ísland orðið fyrsta landið í heimi sem nýtir sér fleiri en eina verndandi arfgerð til að útrýma riðu úr sínum sauðfjárstofni. Það myndi hafa jákvæð áhrif á fjölda mögulegra ræktunargripa og erfða­ breytileika stofnsins, en einnig hraða þróuninni,“ segir Eyþór. Sameinað teymi beggja rannsókna­ hópa samanstendur meðal annars af þeim Eyþóri Einarssyni, sauðfjár­ ræktarráðunauti hjá Ráðgjafar­ miðstöð landbúnaðarins, Gesine Lühken, prófessor í Universität Gießen í Þýskalandi, Karólínu Elísabetar dóttur, sauðfjárbónda í Hvammshlíð, Stefaníu Þorgeirsdóttur, sérfræðingi á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og Vilhjálmi Svanssyni, sérfræðingi á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meina­ fræði að Keldum. /smh Ættartré Gimsteins Mynd / Eyþór Einarsson Eyþór Einarsson og Karólína Elísabetardóttir. Mynd / Samsett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.