Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 2022 45
Þrúgur
Veðurfar eyjanna er heittemprað,
milt með þurrum sumrum og regni
á veturna og er ársmeðalhitinn
19° á Celsíus og andrúmsloftið
blandað sjávarseltu.
Landslag á Madeira er fjöllótt
og jarðvegurinn grýttur og gerður
ú basalti og ræktun því víða erfið
þrátt fyrir góð veðurfarsleg skilyrði.
Ræktun á vínvið, Vitis vinifera, er
að mestu í manngerðum stöllum
í hæðóttu landslaginu. Vinna við
ræktun og uppskeru er mannfrek
og vélvæðing lítil sem engin og
framleiðsluferlið því kostnaðarsamt.
Um 85% af vínviði sem ræktaður
var á Madeira frá á miðja nítjándu
öld er afbrigði sem kallast Negra
Mole og gefur af sér rauðber. Af
öðrum afbrigðum sem voru í ræktun
má nefna Malvasia, Bual, Verdelho
og Sercial. Auk þess sem afbrigðin
Terrantez, Bastardo og Moscatel voru
ræktuð í smáum stíl.
Öll þessi yrki urðu illa úti vegna
sýkinga af völdum sveppsins Uncinula
necator en ekki síst lirfu flugu sem
kallast Phylloxera og er upprunnin í
Norður-Ameríku.
Gullöld madeiravína
Átjánda öldin var gullöld madeiravína
og vinsældir þess miklar á
Bretlandseyjum, við rússnesku
hirðina og á norðurströnd Afríku
en langmestar í Nýja heiminum og
áætlað að Brasilíumenn hafi á tímabili
drukkið um 95% af vínframleiðslu
Madeira. Reyndar voru madeiravín
svo vinsæl að ólíklegt er að allt
magnið sem selt var undir heitinu
hafi í raun verið vín frá Madeira
enda hæpið að vínviðarrækt þar
hafi gefið nóg af þrúgum til þess. Á
fyrstu árum landnáms Evrópumanna
í Norður-Ameríku var lítið sem ekkert
af vínviði ræktað í nýlendunum
og innflutningur á víni frá Gamla
heiminum talsverður. Madeiravín
voru þar engin undantekning.
Árið 1768 stöðvuðu Bretar
seglskipið Liberty, sem var með tæpa
tólf þúsund lítra af madeiravíni um
borð, sem var á leiðinn til Boston, og
kröfðust þess að tollur yrði greiddur af
víninu ellegar yrði það gert upptækt.
Mikil mótmæli og óeirðir brutust
út í Boston vegna aðgerða Breta og
talið að þær séu forsmekkurinn af
mótmælum Bostonbúa vegna setningar
laga sem veittu Bretum tollaundanþágu
í viðskiptum við nýlenduna árið 1773.
Í mótmælunum var miklu af tei sem
breska Austur-indíafélagið ætlaði að
landa í Boston kastað í höfnina og
kallast mótmælin The Boston tea party
og sögð kveikjan að sjálfstæðisbaráttu
Bandaríkjanna undan Bretum.
Skálað í madeira
Sagt er að landsfeður Bandaríkjanna
hafi skálað í madeira eftir að þeir
skrifuðu undir sjálfstæðisyfirlýsingu
Bandaríkja Norður-Ameríku og að
madeira hafi verið uppáhaldsvín
Thomas Jefferson, þriðja forseta
Bandaríkjanna.
Bakslag í ræktun
Seinni hluti nítjándu aldar var
vínviðarbændum á Madeira erfið.
Árið 1851 sýktust plönturnar af
sveppasýkingu sem kallast mjöldögg
og í framhaldi af því barst Phylloxera
lirfan til eyjanna. Undir lok aldarinnar
hafði vínviðarrækt nánast lagst af á
Madeira og bændur snúið sér að ræktun
á sykurreyr.
Rætur Vitis vinifera eru einstaklega
viðkvæmar fyrir Phylloxera lirfunni en
amerískar tegundir eins og V. labrusca,
V. riparia og V. rupestris ekki og var
því gripið til þess ráðs að græða V.
vinifera yrki á rætur vínviðartegunda
frá Norður-Ameríku og þannig
tókst að koma í veg fyrir algert hrun
vínframleiðslu í Evrópu í lok nítjándu
aldar. Framleiðsla á madeira fór hægt
af stað í upphafi tuttugustu aldarinnar
en uppreisnin í Rússlandi 1917 og
vínbannsárin í Bandaríkjunum 1920
til 1933 settu strik í reikninginn og
lokuðu fyrir útflutning til landanna.
Betri skipakostur gerði það að
verkum að það dró úr siglingum til
Madeira og smám saman dró úr
úrvali madeiravína á markaði, gæðin
minnkuðu og vínið oft einungis hæft
til notkunar við matreiðslu.
Uppreisn æru
Undir lok síðustu aldar var lagt í mikið
endurreisnarstarf til að bjarga því sem
bjargað varð af orðspori madeiravína.
Vínviðaryrki frá Norður-Ameríku voru
rifin upp og gömlu evrópsku yrkjunum
Malvasia, Bual, Verdelho og Sercial
plantað aftur.
Yrkið Negra Mole, sem í dag
kallast Tinta Negra Mole eða Tinta
Negra, er enn mikið í ræktun en þar
sem um blendings afbrigði er að ræða
má ekki lengur nota það til að búa
til Madeira samkvæmt lögum frá
1979. Á Madeira þekkjast einnig í
ræktun evrópsku yrkin Arnsburger,
Sauvignon Cabernet og nýja heims
blendingarnir Cunningham og Jacquet
en þau ber má ekki nota í madeiravín.
Madeira á Íslandi
Samkvæmt heimasíðu Vinbúðarinnar
eru þrjá gerðir af madeira á
boðstólum. Madere Cruz, sem er
sagt vera brúnt með þétta fyllingu,
sætt og með ferska sýru og bera
keim af sveskju, rúsínum, valhnetu
og mólasis. Henriques & Henriques
Madeira Medium Rich er sagt ljóst
og hálfsætt og bragðast af valhnetu,
púðursykri og sveskjum. Þriðja vínið,
Blandy's Madeira Reserva, er sagt
rafbrúnt, með þétta fyllingu, sætt og
með ferska sýru og bragðast af fíkju,
brenndum sykri, hnetum, tunnu og
ónefndum kryddum.
Í heilbrigðistíðindum 1872 er grein
sem líklega er eftir dr. Jón Hjaltalín
sem ber fyrirsögnina Ýmsir drykkir.
Eins og fyrirsögnin gefur í skyn er
í greininni fjallað um ýmsa áfenga
drykki og þar á meðal madeira.
„Það vildi einu sinni svo til fyrir
mjer, að jeg sat til borðs með lávarði
einum enskum, sem þá var sendiboði
Victoríu drottningar, og hafði vín
frá hennar eigin vínkjallara. Meðal
annarra vína var þar og Madeiravín,
sem lávarðurinn sagði mjer að jeg
gæti verið sannfærður um að væri
frá Madeira, enda var það að lykt
og bragði öldungis ólíkt öllum þeim
Madeiravínum, er jeg nokkurn tíma
áður hafði sjeð og bragðað. Hefur
þú nokkurn tíma drukkið Madeiravín
á við þetta? sagði lávarðurinn. Jeg
kvað nei við. Það er með náttúrlegum
hætti, sagði hann, því allt það
Madeiravín, sem fæst á eyju þessari,
hrökkur eigi til handa hinum helztu
konungaborðum í norðurálfunni.“
Í dag eru madeiravín líklegast
þekktust sem vín til matargerðar
hér á landi.
byko.is
YLEININGAR ERU LÉTTAR STÁL-
KLÆDDAR SAMLOKUEININGAR
SEM FÁST MEÐ ÞÉTTIFRAUÐS-
EÐA STEINULLARKJARNA.
Einingarnar eru sterkar og burðarmiklar og
fást með mismunandi yfirborði og litum að
eigin vali. Helstu kostir þess að nota samloku-
einingar er auðveld og fljót uppsetning, auðveld
þrif, mikil burðargeta, mikið einangrunargildi og er
ódýr kostur ef miðað er við hefðbundnar lausnir.
Yleiningar henta vel fyrir eldri gripahús þar sem
skipta þarf út þak- og eða veggjaklæðningum.
BALEX yleiningar eru framleiddar undir
ströngu eftirliti samkvæmt viðurkenndum
evrópskum stöðlum.
Hafðu samband: bondi@byko.is
YLEININGAR
Fjalllendi er víða á Madeira og jarðvegurinn grýttur og gerður úr basalti og ræktun því víða erfið þrátt fyrir góð veðurfarsleg skilyrði. Fáni Madeira. Mynd / madeira-web.com
Madeiravín. Mynd / wikipedia.comMadeiravín varð helsti útflutningur eyjanna í kjölfar landafundanna í austri
og vestri. Ætli hatturinn sem maðurinn ber á höfði sér hafi haft eitthvað með
bragðgæði vínsins að gera?
Árið 1768 stöðvuðu Bretar seglskipið Liberty sem var með tæpa tólf
þúsund lítra af madeiravíni um borð og á leiðinni til Boston á austurströnd
Norður-Ameríku. Mynd / pixabay.com