Bændablaðið - 27.01.2022, Side 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 202230
UTAN ÚR HEIMI
Upward Farms auka starfsemina í Bandaríkjunum:
Ræktað á hæðina og fiskimykja
nýtt sem næringarefni
Lóðrétt gróðurhús hafa sprottið
upp frá Asíu til Evrópu og
Banda ríkjanna, þar sem ofur-
staðbundnir og vistvænir þættir
tækninnar hafa fengið aukna
þýðingu í kjölfar allrar um ræð-
unnar um loftslags kreppuna.
Tilkynnt var nú um miðjan janúar
að stærsta lóðrétta grænmetis-
ræktunin til þessa muni rísa í New
York-ríki.
Í þessu nýja lóðrétta gróðurhúsi
mun spretta upp staðbundið
grænmeti fyrir fjölmennasta
markaðinn í Bandaríkjunum í New
York-borg.
Fyrirtækið á bak við verkefnið
er Upward Farms í Brooklyn, sem
var stofnað árið 2013 og selur nú
grænmeti frá tveimur núverandi
Whole Foods-verslunum sínum
á Manhattan og í Brooklyn. Nýja
ræktunarstöðin verður í Luzerne
County, Pennsylvaníu, sem er 135
mílur vestur af Manhattan og 115
mílur norður af Fíladelfíu.
32.000 fermetrar
Nýja gróðurhúsið, sem er rúmlega
23.200 fermetrar (250.000
ferfet eða 3,2 hektarar), er nærri
Fíladelfíu og mun yfirgnæfa önnur
gróðurhús fyrirtækisins. Þess má
geta að stærsta lóðrétta gróðurhús
Evrópu, Taastrup, rétt fyrir utan
Kaupmannahöfn í Danmörku, er
„aðeins“ tæplega 6.800 fermetrar
að stærð (73.000 ferfet). Þar fer
ræktunin fram í 14 hæða rekkum
og undir 20.000 LED ljósum. Þar var
stefnt að því að framleiðslan næði
hámarksafköstum undir lok síðasta
árs, eða 1.000 tonnum.
Nýta áburð frá fiski
Flest lóðrétt býli eru með vatns-
ræktun, þ.e. rætur plantna sitja í
grunnum trogum næringarefnaríks
vatns. Upward Farms fyrirtækið
notar það sem nefnt hefur verið
„aquaponics“ til að næra uppskeru
sína. Sú tækni byggir á samspili
plantna og fiska. Það er að segja
úrgangsefni frá fiski í ræktun eru
nýtt sem næringarríkur áburður
fyrir plönturnar í eins konar
hringrásarkerfi jarðvegs.
Fyrir utan smáþörunga, ræktar
Upward Farms fisk; kvikasilfurs-
lausan, sýklalyfjalausan, hormóna-
lausan blendingsröndóttan bassa
(hybrid striped bas), í kerum sem
eru aðskildir frá bökkunum með
grænmeti. Mykja úr fiskinum er
ræktuð með jarðvegsbyggjandi
örverum sem breyta næringarefnum
úr fiskinum í lífrænan áburð
fyrir plönturnar. Þetta skapar
jarðvegsörverur sem er þéttari,
frjósamari og afkastameiri en í
flestum öðrum gróðurhúsum, að því
er stjórnendur Upward Farms segja.
Ávinningurinn er því tvöfaldur af
ræktun á grænmeti og líka fiski.
Upward Farms heldur því
fram að uppskeran sé tvöfalt yfir
meðaltali iðnaðarins, þökk sé
vistvænni ræktunaraðferðinni,
sem heldur fjölda örverufrumna í
jarðvegi miklu hærri en það væri
með efnaáburði.
„Það er samskiptalag lífvera sem
hefur verið byggt inn í milljóna ára
þróun milli plantna og örvera,“
sagði Jason Green, forstjóri Upward
Farms og stofnandi.
Losna við flutninga
um langan veg
„Neytendur á Vesturlöndum hafa
vanist því að hafa aðgang að nánast
hvaða ávöxtum eða grænmeti sem
við viljum á hvaða árstíma sem er.
Framleiðsla utan árstíðar kostar
okkur aðeins meira, en ávinningurinn
sem felst í því að losna við að senda
fersk matvæli hundruð eða þúsundir
kílómetra er ekki lítill.“ Hann bendir
á að í núverandi kerfi þurfi að halda
ávöxtum eða grænmeti köldu og
meindýralausu til að tryggja að
það berist óskemmt og ferskt til
neytenda. Þetta ferli valdi miklu
álagi, bæði á matvælin sjálf og
umhverfið.
Vonin með lóðréttri ræktun er að
snúa hefðbundinni hugmyndafræði
á haus með því að rækta matvæli
nálægt helstu mörkuðum. Lágmarka
eða útrýma um leið flóknum
birgðakeðjuvandamálum sem
auka kostnað og skapa of stór
umhverfisfótspor.
„Með þessari nýju aðstöðu
munum við geta náð til nokkurra
af fjölmennustu svæðum
Bandaríkjanna, og næstum 100
milljóna Bandaríkjamanna, á
einum degi. Til samanburðar getur
það tekið viku að fá vörur frá
vesturströndinni,“ sagði Green.
Upward Farms stefnir einnig á að
byggja upp nýja stöð í Pennsylvaníu
á þessu ári og vonast til að byrja að
selja afurðir sem ræktaðar eru þar
snemma árs 2023. Fyrirtækið ætlar
einnig að stækka til fleiri svæða í
Bandaríkjunum á næstu árum. /HKr.
Upward Farms í Brooklyn, sem var stofnað árið 2013 og selur nú grænmeti frá
tveimur núverandi Whole Foods-verslunum sínum á Manhattan og í Brooklyn.
Upward Farms fyrirtækið notar það sem nefnt hefur verið „aquaponics“ til
að næra uppskeru sína. Sú tækni byggir á samspili plantna og fiska og nýtir
fyrirtækið sér þar tegundina randaborra (Striped-Bass eða Morone saxatilis).
NYTJAR HAFSINS
Fyrirliggjandi gögn benda til að nýliðun á humar sé í sögulegu lágmarki og
að árgangar frá 2005 séu mjög litlir. Mynd / VH
Hafró ráðleggur stöðvun
humarveiða 2022 og 2023
Hafrannsóknastofnun leggur til í
samræmi við varúðarsjónarmið
að humarveiðar verði ekki
heimilaðar árin 2022 og 2023.
Hafrannsóknastofnun leggur
jafnframt til að veiðar með
fiskibotnvörpu verði áfram
bannaðar á afmörkuðum
svæðum í Breiðamerkurdjúpi,
Hornafjarðardjúpi og Lónsdjúpi til
verndar humri.
Afli á sóknareiningu af humri
árið 2021 var sá minnsti frá
upphafi og hefur lækkað samfellt
frá hámarkinu árið 2007. Stofnstærð
humars í stofnmælingunni 2021
hefur lækkað um 27% frá árinu
2016, en stofnmæling með
núverandi fyrirkomulagi talninga á
humarholum hófst þegar stofninn
var þegar í mikilli lægð.
Þéttleiki humarholna við Ísland
árið 2021 var metinn 0.066 holur/m2
sem er með því lægsta sem þekkist
meðal þeirra humarstofna sem
Alþjóðahafrannsóknaráðið veitir
ráðgjöf fyrir. Fyrirliggjandi gögn
benda til að nýliðun sé í sögulegu
lágmarki og að árgangar frá 2005
séu mjög litlir. Verði ekki breyting
þar á má búast við áframhaldandi
minnkun stofnsins. /VH
Hafrannsóknastofnun:
Aldrei veiðst fleiri hnúð-
laxar í ám hér á landi
– Alls veiddust 36.300 laxar á stöng
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Haf rannsóknastofnunar veidd-
ust 36.300 laxar á stöng sumarið
2021. Er það 9,5 % minnkun
frá árinu 2020 og um 12,5%
undir meðalveiði áranna frá
1974. Aldrei hafa veiðst fleiri
hnúðlaxar í ám hér á landi.
Veiðin 2021 var um 8.800
löxum minni en hún var 2020.
Af einstökum landshlutum var
aukning í veiði í ám á Reykjanesi,
Vesturlandi, Vestfjörðum og
Norðurlandi vestra en minnkun
varð í ám á Norðurlandi eystra,
Austfjörðum og Suðurlandi.
Síðustu sex ár hefur veiði villtra
laxa verið undir langtímameðaltali
með lágmarki árið 2019 þegar
aðeins veiddust 29.218 laxar.
Allir veiddir laxar taldir
Á heimasíðu Hafrannsókna-
stofn unar segir að í tölum um
heildarlaxveiði séu taldir villtir
laxar, laxar sem upprunnir eru
úr sleppingum gönguseiða og
einnig þeir laxar sem er sleppt
aftur í stangveiði, veitt og sleppt.
Laxveiði í ám sem byggja veiði á
sleppingum gönguseiða var alls um
7.500 laxar sem er um helmingur
þess sem veiddist 2020, sem var
14.832 laxar. Stór hluti skýringar á
minni laxveiði árið 2021 samanborið
við 2020 er vegna færri veiddra
laxa í ám sem byggja á sleppingum
gönguseiða.
Fimmta minnsta veiðin
Við samanburð á langtímaþróun á
stangveiði þarf að taka tillit til þess að
laxar úr gönguseiðasleppingum eru
viðbót við náttúrulega framleiðslu
ánna og þegar veitt er og sleppt í
stangveiði veiðast sumir fiskar oftar
en einu sinni. Þegar litið er til veiða
á villtum laxi eingöngu, ekki úr
seiðasleppingum, og áætlaður fjöldi
endurveiddra laxa dreginn frá, er
heildarstangveiði villtra laxa árið
2021 um 23.500 laxar, sem er fimmta
minnsta stangveiði villtra laxa frá
því farið var að skrá veiði í rafrænan
gagnagrunn 1974.
Aukning á veiði hnúðlaxa
Aldrei hafa veiðst fleiri hnúðlaxar í
ám hér á landi en endanlegar tölur
liggja ekki fyrir. Veiddust hnúðlaxar
í öllum landshlutum þótt mest bæri
á honum í ám á Austurlandi. Flestir
hnúðlaxanna veiddust neðarlega
í ánum, þó voru dæmi um laxa
sem veiddust nokkuð ofarlega á
vatnakerfum og má nefna Flókadalsá
í Borgarfirði og Brúará. Aukning á
hnúðlaxi er að koma fram í ám í
öðrum löndum við Norður-Atlantshaf
og er mikilvægt að auka þekkingu á
áhrifum þessarar tegundar.
Verið er að vinna við skráningu
veiði úr veiðibókum og endanlegar
tölur um laxveiði á Íslandi árið 2021
verða gefnar út þegar því verki lýkur.
/VH
Flestir hnúðlaxanna veiddust neðarlega í ánum, þó væru dæmi um laxa sem
veiddust nokkuð ofarlega á vatnakerfum. Mynd / Wikipedia.org