Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 1
2. tölublað 2022 ▯ Fimmtudagur 27. janúar ▯ Blað nr. 603 ▯ 28. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Mjólkin streymir frá kúabúinu á Búrfelli í Svarfaðardal, sem var með hæstu meðalnyt eftir árskú annað árið í röð: Meðalnyt á Búrfelli var rúm 8,9 tonn á árinu 2021 – Í öðru sæti var búið á Hraunhálsi í Helgafellssveit en nythæsta kýr landsins var Skör í Hvammi í Ölfusi, sem mjólkaði nær 13,8 tonnum Annað árið í röð reyndist mest meðalnyt eftir árskú vera hjá Guðrúnu Marinósdóttur og Gunnari Þór Þórissyni á Búrfelli í Svarfaðardal. Nyt eftir árskú endaði þar í 8.908 kg á árinu 2021, sem er aukning um 329 kg frá fyrra ári. Á Búrfelli er að finna legubása­ fjós með mjaltaþjóni sem tekið var í notkun vorið 2018. Frá þeim tíma hafa afurðir aukist jafnt og þétt og sér í raun ekki fyrir endann á því, er fram kemur í niðurstöð­ um skýrsluhaldsársins 2021 hjá Ráðgjafarmiðstöð land búnaðarins. Annað í röð afurðahæstu búa landsins er kunnuglegt á þeim lista en þar er um að ræða bú þeirra Guð­ laugar Sigurðardóttur og Jóhannesar Eybergs Ragnarssonar á Hraunhálsi í Helgafellssveit á norðanverðu Snæfellsnesi. Árin 2018–2020 var þetta bú með þriðju mestu afurðir eftir árskú á landinu, en færist nú í annað sætið. Þar á bæ mjólkaði meðal árskýrin 8.664 kg, sem er aukning um 307 kg. Fjósið á Hraunhálsi er básafjós með rörmjaltakerfi og öll umgengni og snyrtimennska utan dyra sem innan til algjörrar fyrirmyndar. Þriðja afurðahæsta bú ársins 2021 er bú Guðjóns Björnssonar og Helgu Bjargar Helgadóttur á Syðri­Hömrum 3 í Ásahreppi en þar reyndust afurðir kúnna nema 8.446 kg mjólkur eftir hverja árskú. Á Syðri­Hömrum er legubásafjós með mjaltaþjóni og síðan það var tekið í notkun hafa afurðir tekið stórstígum breytingum. Í fjórða sæti varð búið í Dalbæ í Hrunamannahreppi en þar er félag­ ið Dalbær 1 ehf. skráð fyrir rekstri. Kýrnar í Dalbæ skiluðu 8.342 kg/ árskú á nýliðnu ári. Þar er að finna legubásafjós með mjaltabás. Fimmta búið í röð afurða­ hæstu búa er bú Hákonar Bjarka Harðar sonar og Þorbjargar Helgu Konráðs dóttur á Svertingsstöðum 2 í Kaupangssveit, Eyjafirði, en þar skiluðu kýrnar 8.337 kg/árskú. Á Svertingsstöðum er legubásafjós með mjaltaþjóni. Nythæsta kýr landsins 2021 mjólkaði 13.760 kg Nythæsta kýrin á landinu árið 2021 var Skör 1003 í Hvammi í Ölfusi. Skör mjólkaði 13.760 kg með 3,87% fitu og 3,28% próteini. Önnur í röðinni árið 2021 var Ríkey 691 í Stóra­Dunhaga í Hörgár­ sveit, en því miður féll hún frá nú rétt fyrir síðustu jól. Ríkey mjólk aði 13.612 kg með 3,54% fitu og 3,32% próteini en sínum öðrum kálfi bar hún 12. febrúar 2021. Hún fór hæst í 52,6 kg dagsnyt á árinu 2021 en skráðar æviafurðir hennar eru 23.427 kg. Þriðja nythæsta kýrin var Bára 523 í Flatey á Mýrum við Horna­ fjörð. Nyt hennar á árinu var 13.517 kg með 3,92% fitu og 3,30% pró teini. /HKr. – Sjá nánar bls. 52 og 53 Lúkas á Narfastöðum: Líklega minnsti hestur landsins „Hann er 113 cm á herðar, mældur með stöng, og líklega minnsti hestur landsins þó ég geti ekki fullyrt um það,“ segir Freydís Þóra Bergs dóttir á Narfastöðum í Skaga firði, sem á hestinn Lúkas. „Mér finnst mjög gaman að eiga svona smáan hest. Hann fer öll ár upp í Kolbeinsdal og vekur alltaf mikla athygli í Laufskálarétt. Það þekkja hann margir og kalla hann „pony“ hestinn.“ Lúkas verður sjö vetra í vor. Meðalstærð á íslenskum hestum er 140 cm á herðar. Minnir mest á hund „Lúkas er mikill karakter. Þrátt fyrir stærðina heldur hann að hann sé flottastur og hleypur alltaf fremstur í hjörðinni eins og flottasti graðhestur. Hann er gæfur og kippir sér lítið upp við það þegar ég fer að dunda mér eitthvað með hann. Hann kemur inn á sumrin og þá teymi ég hann á öðrum hestum. Ég ætla að reyna að fara að kenna honum einhverjar sirkusæfingar. Hann minnir samt mest á hund, gengur um hlaðið og passar bæinn,“ segir Freydís Þóra hlæjandi. /MHH Bergur Gunnarsson, bóndi á Narfa­ stöðum, með tvo í taumi. Eins og sjá má er Lúkas mjög smár þar sem hann stendur við hliðina á „venjulegum“ hesti. Lúkas á albróður, sem er alls ekki lítill. Mynd / Úr einkasafni. Fjöldi Afurðir árskúa kg/árskú 650221 Búrfell Guðrún og Gunnar 39,7 8.908 370179 Hraunháls Guðlaug og Eyberg 24,4 8.664 861037 Syðri-Hamrar 3 Guðjón og Helga 43,3 8.446 871077 Dalbær 1 Arnfríður Jóhannsdóttir 65,0 8.342 651260 Svertingsstaðir 2 Hákon og Þorbjörg 61,7 8.337 870624 Stóru-Reykir Gísli og Jónína 53,3 8.321 871056 Núpstún Páll Jóhannsson 37,8 8.299 860103 Ytri-Skógar Skógabúið sf. 25,4 8.219 660220 Syðri-Grund Stefán og Steinunn 48,9 8.164 860302 Voðmúlastaðir Hlynur og Guðlaug 41,2 8.117 650238 Grund Friðrik Þórarinsson 56,4 8.104 860530 Kirkjulækur 2 Eggert, Jóna, Páll og Kristín 56,3 8.095 370132 Stakkhamar 2 Laufey og Þröstur 58,1 8.065 860292 Stóra-Mörk 1 Merkurbúið sf 28,4 8.056 650618 Litli-Dunhagi 1 Róbert og Elsa 65,8 8.043 650228 Göngustaðir Göngustaðir ehf. 60,9 8.035 370103 Snorrastaðir 2 Snorrastaðabúið slf. 45,7 8.020 Bú þar sem meðalnyt var yfir 8.000 kg/árskú árið 2021 Bú Skýrsluhaldarar Heimild: Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Alls voru 17 kúabú með meira en 8.000 kg eftir hverja árskú að meðaltali á árinu 2021. 26 Vettvangur fyrir raddir ungs fólks Fiskimykja til landgræðslu og skógræktar 8 46–47 Átta hryssur hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.