Bændablaðið - 27.01.2022, Side 42

Bændablaðið - 27.01.2022, Side 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 202242 Fjölbreytileiki er meðal stærstu styrkleika skógræktar Skógrækt hefur marga kosti og það eru margar góðar ástæður fyrir því að fjárfesta í, hefja skógrækt- arverkefni og að stuðla að skóg- rækt á landsvísu. Eins og oft hefur komið fram í fréttum undanfar- ið, eru skógar öflugir í að binda kolefni og þess vegna er skógrækt ómissandi verkfæri til þess að gera Ísland kolefnishlutlaust. Auk þess eru skógar verðmæt auð­ lind og geta verið mikilvægur þáttur í uppgræðslu lands. Ekki síst henta skógar sérstaklega vel til útivistar og styðja þeir vel við aðrar búgreinar á ýmsum hátt, t.d. með því að veita skjól fyrir búfé og auka uppskeru. Listinn yfir kosti skógræktar er nánast enda­ laus og sýnir hvað skógrækt getur verið fjölbreytt. Þennan styrkleika ætti að nýta í framtíðar skógræktar­ verkefnum. Til að gera skógræktarverkefni eins farsælt og mögulegt er, er nauðsynlegt að undirbúa sig vel. Til dæmis þurfa upplýsingar um aðstæður og mark­ miðin að vera til staðar, svo hægt sé að velja skógræktargerð sem hentar verkefninu best. Ekki allir skógar eins Þegar talað er um skógrækt er mik­ ilvægt að átta sig á því að ekki eru allir skógar eins, og að í raun getur verið mikill munur á eiginleikum eins skógar og annars. Hvar er skógurinn staðsettur, í hvers konar jarðvegi, hvernig er veðurfari háttað og hvað með tegundasamsetningu? Hvað er skógurinn gamall og þéttur, og hvað er hann stór? Er einhver umhirða í skóginum, eins og t.d. vélræn grisjun, eða er skóginum leyft að vaxa nátt­ úrulega? Svörin við þessum og öðrum spurningum geta verið margvísleg. Hver mismunandi skógargerð hefur ólíka hluti að bjóða, allt eftir eigin­ leikum hennar. Skógar geta vaxið við margar mismunandi umhverfisaðstæður. Til dæmis þola sumir trjátegundir eða kvæmi vel salt og geta vaxið í nálægð við sjó, á meðan aðrir þola salt kannski ekki jafnvel en eru aðlagaðar þurrkum, kulda eða stuttu vaxtarskeiði. Þessi aðlögun að margs konar aðstæðum er mjög dýrmæt og gerir okkur kleift að laga skóginn að aðstæðum og markmiðum okkar þegar við hefjum skógræktarverkefni, meðal annars með tegundaval. Það er ljóst að bæði fjölbreytileiki og aðlögun að mismunandi umhverfis­ aðstæðum eru miklir styrkleikar skógræktar. En til þess að nýta þessa styrkleika í skógræktarverkefnum er mikilvægt að kynna sér valkostina vel. Hvernig á að ákvarða hvers konar skógrækt hentar best? Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga áður en farið er af stað í skógræktarverkefni. Aðstæðurnar og markmiðin eru mikilvægustu þættirnir sem hjálpa til við að greina hvaða skógræktargerð hentar verk­ efninu best. Aðstæðurnar ráða t.d. því hvaða tegund eða kvæmi er líkleg til að vaxa best, hvort einhvers konar jarðvinnsla eða landuppgræðsla er nauðsynleg og ef þörf er á að búa til skjól, t.d. með skjólbeltum, áður en gróðursetning fer af stað. Ítarleg úttekt aðstæðna er því ómissandi í undirbúningi verkefnis. Þó skógar séu afar fjölbreytt­ ir sín á milli, eiga þeir líka margt sameiginlegt eins og t.d. hæfni þeirra til að binda kolefni eða að vernda jarðveg. Geta skóganna til þess er þó mismunandi. Þótt flestir skógar á Íslandi séu fjölnytja, eru skógar oft með eitt eða tvö meginmarkmið eða sérstakan tilgang. Eftir því hver markmið og tilgangur eru ætti að laga val á skógargerð sem og skipulag og umhirðu skóga til að hámarka árangurinn. Í mörgum tilfellum er best að skipuleggja fram í tímann og ef um afurðaframleiðslu er að ræða ætti að hugsa um hvernig hægt er að auka verðmæti afurða. Það er t.d. hægt að gera það með vottun. En hvað þarf til þess að fá vottun? Hvers konar kröfur þarf skógurinn að uppfylla? Ef afurðirnar eiga að verða lífrænar breytir það t.d. ýmsu í hvernig á að ganga til verkum og þarf meðal annars að hafa í huga að það er þá ekki leyfilegt að nýta tilbúinn áburð eða eiturefni. Meginatriðið er að í hverju tilvik fyrir sig skal skoðað hvers konar skógrækt hentar best. Mismunandi skógargerðir fyrir mismunandi aðstæður og markmið Það er gott að búa yfir þekkingu um einkenni mismunandi gerða skóg­ ræktar áður en farið er af stað í skóg­ ræktarverkefni. Nokkur dæmi um skógargerðir sem henta mismunandi aðstæðum og markmiðum eru: • Skógrækt til kolefnisbindingar: Markmið skógræktar til kolefn­ isbindingar er að binda eins mikið kolefni úr andrúmsloft­ inu og hægt er á sem skemmst­ um tíma. Til þess þarf að velja tegundir sem vaxa hratt og hafa mikla lifun. Hvers konar umhirða hentar best þarfnast frekari rannsókna. • Skjólbelti og beitarskógrækt: Bæði skjólbelti og beitar­ skógrækt henta vel á bæjum hvar sem er á landinu. Skjólbelti eru notuð til að búa til skjól á sem skemmstum tíma og til þess eru hraðvaxandi tegundir sem þola vind eins og víðir gjarnan notað­ ar, oft í bland við aðrar tegundir eins og birki, alaskaösp eða alls konar runnategundir. Skjólbelti geta hjálpað ungskógi að fara af stað, aukið uppskeru, veitt skjól fyrir fé o.fl. Í beitarskóg­ um getur fé fundið skjól og notið aukinnar lífmassaframleiðslu botngróðursins. Beitarskógar mega ekki vera of þéttir. Trén verða að þola ágang búfjárins en beitarálagið má ekki vera það þungt að fé sæki í trén, fremur en botngróðurinn. Markmiðið ætti að vera gisinn skógur með nægilega stórum trjám sem veita búfénu skjól í vindi og skugga í sól. • Skógrækt til timburframleiðslu: Markmið þessarar gerðar skóg­ ræktar er framleiðsla (og sala) gæðatimburs. Til að ná sem best­ um árangri sem fyrst er best að gróðursetja á stað sem hentar skógrækt vel; þ.e. staður með nokkuð góðan jarðveg og veður­ far sem styður vöxt, þó vissulega sé hægt að rækta framleiðslu­ skóg á öðrum stöðum líka. Sumar trjátegundir henta betur til timburframleiðslu en aðrar. Hér á landi eru greni, alaskaösp og fura meðal tegunda sem líta vænlegast út. Umhirða gegn­ ir lykilhlutverki í framleiðslu gæðatimburs og það þarf t.d. að klippa fjöltoppa og grisja skógi tímanlega til að búa til gæða­ timbur. Vottun timburs getur aukið verðmæti timbursins, en til þess þarf að uppfylla sérstök skilyrði sem þarf að hugsa um strax í byrjun verkefnisins. Hægt er að búa til aukaafurðir, eins og sveppi og jólatré, samhliða timbri. • Skógrækt til útivistar: Það er mikilvægt að skapa gott og fal­ legt umhverfi sem styður við líkamlega og andlega heilsu. Til dæmis með því að blanda saman tegundum, velja tegundir sem skapa fallega litatöflu og hafa í huga að skógurinn verði ekki of þéttur svo hægt sé að ganga í honum. • Landgræðsluskógrækt: Land græðslu skógrækt hentar til að græða upp illa meðfarið land, bæta jarðvegsgæði og þar með að auka verðmæti lands­ ins. Best er að nota tegundir sem þola erfiðar aðstæður eins og næringarefnaskort, skjólleysi og þurrka. Hér á landi er t.d. oft notast við birki­ og víðiplöntur. Hægt er að nota gróðursetningu með ungplöntum, græðlingum eða sáningu fræja. • Skógrækt til að bæta búsvæði: Skógrækt getur bætt búsvæði á ýmsan hátt. Til dæmis er hægt að búa til búsvæði fyrir alls konar dýr: jafnvel lítill fjöldi trjáa og runna getur laðað að sér fjöl­ breytt úrval fugla sem leita að skjóli og fæðu. Skógrækt getur bætt vatnsbúskap jarðvegsins, meðal annars með því að koma í veg fyrir tafarlaust afrennsli vatns og næringarefna. En skóg­ rækt hefur ekki eingöngu áhrif á búsvæði á landi; með því að gróðursetja meðfram lækjum, ám og vötnum má auka lífríki í þeim, svo dæmi sé nefnt. Þekking á skógum er mikilvæg fyrir árangursríka skógrækt, og það er ljóst að enn má bæta úr og auka þekkingu. Aukin þekking lykilatriði að árangursríkri skógrækt framtíðar Þótt skógur taki tíma að vaxa, er ljóst að það borgar sig að fjárfesta í skógrækt. Með því að gróðursetja tímanlega er hægt að hagnast af fjár­ festingu fyrr, og með því að stuðla að áframhaldandi rannsóknum á vali og blöndun tegunda og kvæmi, skipulagi og umhirðu (ung)skóga er hægt að auka árangur frekari fjárfestinga í skógrækt á landsvísu. Til að tryggja árangur sérstakra skógræktarverkefna er mikilvægt að sameina almenna þekkingu við nákvæmar upplýsingar um aðstæðurnar og markmiðin sem eru sérstök fyrir viðkomandi verk­ efni. Þannig er hægt að nýta fjöl­ breytileika skógræktar sem best. Með aukinni þekkingu, bæði almennri og sérstakra verkefna, er hægt að auka hagnað/ávöxtun fjárfestingar, hvort sem það er sem tekjur af sölu skógar­ afurða, aukið verðmæti lands, kolefn­ isbindingu, hamingjuna og bættri andlegri og líkamlegri heilsu sem maður öðlast með því að ganga um skóginn, eða eitt af mörgum öðrum kostum sem skógrækt hefur upp á að bjóða. Aukin þekking gerir okkur kleift að nýta styrkleika skógræktar enn frekar, svo bæði núverandi og komandi kynslóðir geti notið þess alls sem skógar hafa upp á að bjóða. Naomi Bos, MS í búvísindum, skógarbóndi og formaður FsVfj Julia Bos, MS í náttúru- og umhverfisfræði og skógarbóndi LANDSSAMTÖK SKÓGAREIGENDA Skjólbelti sem samanstanda af nokkrum trjá- og runnategundum á Höfða í Dýrafirði. Mynd / Sighvatur Jón Þórarinsson Landgræðsluskógrækt á sandhrygg. Mynd / Julia Bos Brandugla leitar skjóls í skjólbelti. Mynd / Julia Bos HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS https://www.bbl.is/hladan líka hægt að lesa á bbl.is og Facebook Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.