Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 51
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 2022 51 Þá fylgir oftast lóðréttur bursti líka svo gripirnir geti bæði klórað sér á síðunni og bakinu. Uppsetning skiptir máli Óháð því hvaða tegund af klórubúnaði er valin, þá skiptir máli að staðsetja búnaðinn rétt. Rannsóknir hafa sýnt að staðsetningin sem slík sé ekki meginatriðið og eru klórur notaðar nokkuð jafnt hvort sem þær eru framarlega í stíu eða bakatil. Þó er ekki mælt með því að hafa klórur of nálægt drykkjarstöðum, þar sem það getur haft neikvæð áhrif á vatnsneyslu kúa sem auðvitað hefur þá bein áhrif á nyt þeirra. Það sem skiptir mestu máli er þó að hæðin sé rétt fyrir þann aldurshóp sem á að nota klórubúnaðinn. Þetta þarf hver og einn bóndi að stilla af fyrir sína gripi og erfitt að gefa aðrar leiðbeiningar en að skoða hæð gripanna og setja svo búnaðinn upp í samræmi við hana. Viðhald er mikilvægt Annað sem ætti að hafa hugfast er að klórubúnað þarf að þrífa reglu- lega. Við notkun fara bæði hár og skítur í klórurnar og því þarf að hreinsa þær rétt eins og hárbursta og þess utan er mælt með því að þvo klórurnar með sápu og sótthreinsi- efnum. Þegar stendur til að þrífa klórubúnaðinn er mælt með því í Danmörku að skola klórurnar fyrst og losa hár og annað lauslegt. Þá á að sprauta sápukvoðu á búnaðinn og láta liggja í tilætlaðan tíma, svo skíturinn leysist vel upp, og svo spúla vel með vatni. Þar á eftir er mælt með því að láta búnaðinn þorna vel og að síðustu spreyja með sótthreinsandi efni. Auk þess að hugsa vel um þrifin á klórubúnaðinum á auðvitað að fylgjast vel með sliti og sérstaklega hárum burstanna sem eru notaðir. Gera ætti þá kröfu að hárin hafi 8-10 ára endingu en mótorar og legur endast mögulega eitthvað styttra. Bændur sem hafa verið með vel slitna bursta tala oft um það hve ásókn kúa eykst mikið í þá eftir að búið er að endurnýja þá, sem segir sína sögu svo ekki ætti að bíða of lengi með endurnýjun, sé farið að sjá á klórubúnaðinum. Veggbursti. Allir nautgripir ættu að hafa aðgengi að klórubúnaði. Kúaklórur auka vellíðan kúa. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is SKOTBÓMULYFTARI AUSA T235H EIGUM TIL Á LAGER Hafðu samband við sölumenn í síma 590 5100 eða á sala@klettur.is Lyftigeta:  2.300 kg | Lyftihæð: 5 metrar Fjórhjóladrif og fjórhjólastýri Einstaklega gott útsýni Euro festingar með hraðtengi að framan Hefur þú brennandi áhuga á vélum og vilt vinna í lifandi og skemmtilegu umhverfi? Vélfang leitar að öflugum og ábyrgum viðgerðamanni í sumarstarf á vélaverkstæðið okkar. Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur í síma 8400 820 Umsóknir sendist á eyjolfur@velfang.is Vélfang ehf. er sölu- og þjónustuaði l i á sviði v innu- og landbúnaðarvéla. Vélfang ehf. var val ið Framúrskarandi fyr i rtæki 2015, 2016 og 2017 Hjá Vélfangi starfar hópur fólks sem hefur það að markmiði að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu. Hæfniskröfur: • Reynsla af viðgerðum er kostur en ekki skilyrði. • Menntun við hæfi kostur. • Rík þjónustulund, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Gott með að vinna í teymi. -VERKIN TALA Sumarstarf á vélaverkstæði Möguleiki er á námssamningi í bifvéla- og eða vélvirkjun Áframhaldandi starf með námi og eftir nám er möguleiki Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 • velfang.is Óseyri 8 • 603 Akureyri • velfang@velfang.is Helstu upplýsingar Um er að ræða næsta bæ við Hótel Búðir og er hluti Búðahrauns innan jarðarmarka. Á jörðinni Öxl hefur verið starfandi ferðaþjónusta sl. 4 ár með jákvæðri afkomu og er þar allt til alls til að halda því áfram. Um er að ræða 5 herbergja gistiheimili með rúmgóðri stofu og tveimur baðherbergjum. Einnig er þar nýtt gufubað, verönd og gróðursæll garður. Steypt plata er á milli hæða og því auðvelt að byggja hæð ofan á hús. Húsið hefur verið mikið endurnýjað með tilliti til raflagna og pípulagna. Húsbúnaður getur fylgt eigninni. Annað hús á jörðinni er skemma en framkvæmd við að breyta henni í íbúðarhúsnæði er á lokametrunum. Skemman samanstendur af þremur svefnherbergjum, eldhúsi og baðherbergi og svo jógasal með yfir 4 metra lofthæð. Mikið útsýnisgildi er úr salnum. Einnig u.þ.b. 800 fm útihús á jörðinni sem þarfnast mikilla endurbóta, en miklir möguleikar eru við uppgerð á þeim. Mokað var frá útihúsunum þegar nýr vegur var lagður og bílaplan var gert, ráðist var í umtalsverðar viðgerðir á steypu og tvöföldu dreni var komið fyrir þar sem vatnsálag var mest fyrir ofan hús.Búið er að leggja ljósleiðara og tvö box eru á jörðinni. Einnig er komið þriggja fasa rafmagn og nýr spennir. Nýtt aðalskipulag var útgefið 2015 fyrir Snæfellsbæ og samkvæmt því er skipulögð frístundarbyggð og fleira á jörðinni. Öxl í Snæfellsbæ Til sölu jörðin Öxl í Snæfellsbæ. Hús Axlar standa í hlíðinni undir Axlarhyrnu sunnan þjóðvegar á sunnanverðu Snæfellsnesi. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson í síma 892 6000 eða magnus@fasteignamidstodin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.