Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 202210 FRÉTTIR Skjáskot úr nýju kyningarmyndbandi Sölufélags garðyrkjumanna. Nú er áherslan lögð á vistvænar lausnir í ræktun, pökkun og dreifingu sem er kolefnisjöfnuð alla leið í innkaupakörfuna. Íslenskt grænmeti stendur fyrir – GÆÐI BEINT FRÁ BÓNDA – segir í nýju kynningarmyndbandi Sölufélags garðyrkjumanna Sölufélag garðyrkjumanna (SFG) fagnaði 80 ára afmæli á árinu 2020 en það var stofn að þann 13. janúar árið 1940. Félagið hefur nú sett í loftið nýtt og glæsilegt kynningar­ myndband um starfsemina sem spannar allan ferilinn frá bónda á matborð neytenda. Eins og fram kemur í mynd­ bandinu er SFG samheldin fjölskylda grænmetisbænda sem hefur í þrjár kynslóðir vökvað grænmetið sitt með íslensku vatni. Á rúmlega 80 árum hefur Sölufélag grænmetisbænda þróast hratt og tekið vaxtarkipp með hverri kynslóð. Félagið hefur þroskast á þessum áratugum úr grasrótarafli í bakland fyrir bændur. Eða eins og segir í myndbandinu: „Fyrsta kynslóðin plægði akurinn með áherslu á framleiðslugetuna. Hún sýndi það og sannaði að á Íslandi má rækta afbragðsgrænmeti árið um kring. Önnur kynslóð fylgdi í plógfarið með áherslu á vöruþróun, merkingar og gæði. Hún sáði um leið fræjum að öflugu kynningarstarfi. Í dag vita allir að íslenskt grænmeti stendur fyrir gæði beint frá bónda.“ Nú sé áherslan lögð á vistvænar lausnir í ræktun, pökkun og dreifingu sem er kolefnisjöfnuð alla leið í innkaupakörfuna. Lesendur geta séð myndbandið á vefslóðinni: www.youtube.com/ watch?v=rFRurm­Pnf0 /HKr. VINNUFATNAÐUR Úrval af vinnu- og regnfatnaði, stígvélum og öryggisskóm. Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna! isfell.is • sími 5200 500 Þekking og þjónusta Landsmenn sækja mjög á sólríkari staði en býðst heima á Íslandi þar sem lægðagangur er með mesta móti um þessar mundir. Í þeim hópi eru nokkrir Akureyringar sem smelltu sér suður á Tenerife á dögunum, m.a. Halldór Magni Sverrisson og Hugrún Ívarsdóttir, Steinar Ríkarður Jónasson, Rósa María Stefánsdóttir og Árni Evert Ingólfsson. Halldór og Hugrún fóru út viku á undan Steinari og Rósu og var lögð mikil áhersla á að þau síðarnefndu kipptu með sér nýju Bændablaði áður en haldið var til Tenerife. Eitt blað átti að duga en Rósa var aðeins stórtækari og blöðin urðu fimm. Sem var auðvitað gott í ljósi þess að eftirspurn var mikil eftir lesefninu samkvæmt prentmiðlamælingu Gallup. Bændablaðið lesið upp til agna á Tenerife Kristján Stefánsson frá Gilhaga hefur lengi unnið við uppstoppun. Kristján Stefánsson frá Gilhaga: Uppstoppaður kindahaus númer 400 er tilbúinn „Þetta er ákveðinn áfangi,“ segir Kristján Stefánsson frá Gilhaga, sem lengi hefur unnið við uppstoppun, en seint á síðastliðnu ári afhenti hann kindahaus númer 400 frá því hann hóf að stoppa upp. Hausinn fór á Sauðanes við Siglufjörð, var jólagjöf sem vakti lukku. Kristján kennir sig við Gilhaga í Skagafirði þar sem hann er fæddur og uppalinn, en hann flutti til Akureyrar árið 2008 þar sem hann kom sér upp atvinnuhúsnæði sem hann kallar Hreiðri. Þar sinnir hann uppstoppun sinni og hefur um tíðina haft í nógu að snúast. Mest hefur hann fengist við að stoppa upp dýr, kindahausa til að mynda og tófur hafa líka í áranna rás komið í töluverðum mæli sem og fuglar. Kristján segir að upp stopp­ unarferlið sé tímafrekt en „ég hef alltaf jafn gaman af þessu og er svo sem ekki með nein áform um að hætta,“ segir hann. /MÞÞ Bláskógabyggð: Ný borhola boruð á Efri-Reykjum Ragnar Sær Ragnarsson, fram­ kvæmda stjóri Varma orku, hefur fyrir hönd framkvæmda aðila sent sveitarstjórn Bláskóga byggðar erindi þar sem kemur fram að félagið „Efri­Reykjaorka“ stefni á að bora nýja borholu vegna fyrirliggjandi verkefna á Efri­ Reykjum í Biskupstungum. Til stendur að koma upp baðlóni á svæðinu en áætlun fyrir verkefnið gerir ráð fyrir nýtingu á heitu vatni sem nemur allt að 65 l/s. Vöntun er á heitu vatni og hefur m.a. komið fram að Veitur, sem eiga rétt á nýtingu á hluta vatns að Efri­ Reykjum, þurfa í náinni framtíð meira vatn. Í dag er aðeins ein borhola á Efri­Reykjum, sem þjónar stóru svæði með hlíðum svæðis innan Bláskógabyggðar, á fimmta hundrað sumar­ og íbúðarhús eru á því svæði. Ný borhola mun tryggja öryggi svæðisins með heitt vatn til lengri framtíðar. Umframvarmi, ef aflast, verður nýttur fyrir varmaver sem þegar er skipulag fyrir. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna borunarinnar og hefur falið skipulagsfulltrúa útgáfu leyfisins. /MHH Tvöfalt lokunarhlið verður sett upp á Öxnadalsheiði fyrir næsta vetur – Fastir bílar sem virða ekki lokun tefja snjómokstur Það er fremur regla en undan­ tekning að bílar sitji fastir á Öxnadalsheiði þegar hefja á mokstur eftir illviðrakafla sem lokað hafa heiðinni. Vegfarendur sumir hverjir freistast til að komast yfir heiðina þótt búið sé að loka henni, að sögn Grétars Ásgeirs sonar, verkstjóra hjá Vega gerðinni á Akureyri. Ævinlega þarf á hverjum vetri að loka Öxnadalsheiði af og til vegna snjóþunga og ófærðar. Fyrr í þessum mánuði var heiðinni lokað í einn og hálfan sólarhring. Nokkur dæmi voru um að vegfarendur sinntu ekki lokunarskyldu, heldur óku fram hjá hliðinu og reyndu að komast yfir. Sumir festa bíla sína í ófærðinni með þeim afleiðingum að þeir tefja snjómokstur, byrja þarf á að draga föstu bílana á brott áður en mokstur hefst. „Síðast þurftum við að draga burtu fjóra bíla sem höfðu farið inn fyrir lokunarhliðið,“ segir Grétar. Hann segir að nú í sumar verði sett upp ný hlið beggja vegna Öxnadalsheiðar sem lokar báðum akgreinum, ekki bara annarri eins og nú er. „Ætli við byrjum ekki á því verki þegar frost fer úr jörðu,“ segir hann. Tvöfalda hliðið verður því komið í gagnið þegar loka þarf heiðinni næsta vetur. Grétar segir að til að opna hliðið þurfi fólk að fara út úr bílunum, „og það verður vonandi til þess að það hugsi sig tvisvar um áður en það fer fram hjá lokunum“. /MÞÞ Algengt er að vegfarendur virði ekki lokunarhlið Vegagerðarinnar og aki framhjá þeim og lendi svo í vandræðum og kalli á aðstoð björgunarsveita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.