Bændablaðið - 27.01.2022, Side 1
2. tölublað 2022 ▯ Fimmtudagur 27. janúar ▯ Blað nr. 603 ▯ 28. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is
Mjólkin streymir frá kúabúinu á Búrfelli í Svarfaðardal, sem var með hæstu meðalnyt eftir árskú annað árið í röð:
Meðalnyt á Búrfelli var rúm 8,9 tonn á árinu 2021
– Í öðru sæti var búið á Hraunhálsi í Helgafellssveit en nythæsta kýr landsins var Skör í Hvammi í Ölfusi, sem mjólkaði nær 13,8 tonnum
Annað árið í röð reyndist mest
meðalnyt eftir árskú vera hjá
Guðrúnu Marinósdóttur og
Gunnari Þór Þórissyni á Búrfelli
í Svarfaðardal. Nyt eftir árskú
endaði þar í 8.908 kg á árinu
2021, sem er aukning um 329 kg
frá fyrra ári.
Á Búrfelli er að finna legubása
fjós með mjaltaþjóni sem tekið
var í notkun vorið 2018. Frá þeim
tíma hafa afurðir aukist jafnt og
þétt og sér í raun ekki fyrir endann
á því, er fram kemur í niðurstöð
um skýrsluhaldsársins 2021 hjá
Ráðgjafarmiðstöð land búnaðarins.
Annað í röð afurðahæstu búa
landsins er kunnuglegt á þeim lista
en þar er um að ræða bú þeirra Guð
laugar Sigurðardóttur og Jóhannesar
Eybergs Ragnarssonar á Hraunhálsi
í Helgafellssveit á norðanverðu
Snæfellsnesi. Árin 2018–2020 var
þetta bú með þriðju mestu afurðir
eftir árskú á landinu, en færist nú í
annað sætið. Þar á bæ mjólkaði meðal
árskýrin 8.664 kg, sem er aukning
um 307 kg. Fjósið á Hraunhálsi
er básafjós með rörmjaltakerfi og
öll umgengni og snyrtimennska
utan dyra sem innan til algjörrar
fyrirmyndar.
Þriðja afurðahæsta bú ársins
2021 er bú Guðjóns Björnssonar
og Helgu Bjargar Helgadóttur á
SyðriHömrum 3 í Ásahreppi en þar
reyndust afurðir kúnna nema 8.446
kg mjólkur eftir hverja árskú. Á
SyðriHömrum er legubásafjós með
mjaltaþjóni og síðan það var tekið í
notkun hafa afurðir tekið stórstígum
breytingum.
Í fjórða sæti varð búið í Dalbæ í
Hrunamannahreppi en þar er félag
ið Dalbær 1 ehf. skráð fyrir rekstri.
Kýrnar í Dalbæ skiluðu 8.342 kg/
árskú á nýliðnu ári. Þar er að finna
legubásafjós með mjaltabás.
Fimmta búið í röð afurða
hæstu búa er bú Hákonar Bjarka
Harðar sonar og Þorbjargar Helgu
Konráðs dóttur á Svertingsstöðum
2 í Kaupangssveit, Eyjafirði, en þar
skiluðu kýrnar 8.337 kg/árskú. Á
Svertingsstöðum er legubásafjós
með mjaltaþjóni.
Nythæsta kýr landsins 2021
mjólkaði 13.760 kg
Nythæsta kýrin á landinu árið 2021
var Skör 1003 í Hvammi í Ölfusi.
Skör mjólkaði 13.760 kg með 3,87%
fitu og 3,28% próteini.
Önnur í röðinni árið 2021 var
Ríkey 691 í StóraDunhaga í Hörgár
sveit, en því miður féll hún frá nú
rétt fyrir síðustu jól. Ríkey mjólk aði
13.612 kg með 3,54% fitu og 3,32%
próteini en sínum öðrum kálfi bar hún
12. febrúar 2021. Hún fór hæst í 52,6
kg dagsnyt á árinu 2021 en skráðar
æviafurðir hennar eru 23.427 kg.
Þriðja nythæsta kýrin var Bára
523 í Flatey á Mýrum við Horna
fjörð. Nyt hennar á árinu var 13.517
kg með 3,92% fitu og 3,30% pró teini.
/HKr.
– Sjá nánar bls. 52 og 53
Lúkas á Narfastöðum:
Líklega minnsti
hestur landsins
„Hann er 113 cm á herðar, mældur
með stöng, og líklega minnsti
hestur landsins þó ég geti ekki
fullyrt um það,“ segir Freydís
Þóra Bergs dóttir á Narfastöðum
í Skaga firði, sem á hestinn Lúkas.
„Mér finnst mjög gaman að eiga
svona smáan hest. Hann fer öll ár
upp í Kolbeinsdal og vekur alltaf
mikla athygli í Laufskálarétt. Það
þekkja hann margir og kalla hann
„pony“ hestinn.“
Lúkas verður sjö vetra í vor.
Meðalstærð á íslenskum hestum er
140 cm á herðar.
Minnir mest á hund
„Lúkas er mikill karakter. Þrátt fyrir
stærðina heldur hann að hann sé
flottastur og hleypur alltaf fremstur í
hjörðinni eins og flottasti graðhestur.
Hann er gæfur og kippir sér lítið upp
við það þegar ég fer að dunda mér
eitthvað með hann.
Hann kemur inn á sumrin og
þá teymi ég hann á öðrum hestum.
Ég ætla að reyna að fara að kenna
honum einhverjar sirkusæfingar.
Hann minnir samt mest á hund,
gengur um hlaðið og passar bæinn,“
segir Freydís Þóra hlæjandi. /MHH
Bergur Gunnarsson, bóndi á Narfa
stöðum, með tvo í taumi. Eins og sjá
má er Lúkas mjög smár þar sem hann
stendur við hliðina á „venjulegum“
hesti. Lúkas á albróður, sem er alls
ekki lítill. Mynd / Úr einkasafni.
Fjöldi Afurðir
árskúa kg/árskú
650221 Búrfell Guðrún og Gunnar 39,7 8.908
370179 Hraunháls Guðlaug og Eyberg 24,4 8.664
861037 Syðri-Hamrar 3 Guðjón og Helga 43,3 8.446
871077 Dalbær 1 Arnfríður Jóhannsdóttir 65,0 8.342
651260 Svertingsstaðir 2 Hákon og Þorbjörg 61,7 8.337
870624 Stóru-Reykir Gísli og Jónína 53,3 8.321
871056 Núpstún Páll Jóhannsson 37,8 8.299
860103 Ytri-Skógar Skógabúið sf. 25,4 8.219
660220 Syðri-Grund Stefán og Steinunn 48,9 8.164
860302 Voðmúlastaðir Hlynur og Guðlaug 41,2 8.117
650238 Grund Friðrik Þórarinsson 56,4 8.104
860530 Kirkjulækur 2 Eggert, Jóna, Páll og Kristín 56,3 8.095
370132 Stakkhamar 2 Laufey og Þröstur 58,1 8.065
860292 Stóra-Mörk 1 Merkurbúið sf 28,4 8.056
650618 Litli-Dunhagi 1 Róbert og Elsa 65,8 8.043
650228 Göngustaðir Göngustaðir ehf. 60,9 8.035
370103 Snorrastaðir 2 Snorrastaðabúið slf. 45,7 8.020
Bú þar sem meðalnyt var yfir 8.000 kg/árskú árið 2021
Bú Skýrsluhaldarar
Heimild: Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Alls voru 17 kúabú með meira en 8.000 kg eftir hverja árskú að meðaltali
á árinu 2021.
26
Vettvangur fyrir raddir
ungs fólks
Fiskimykja
til landgræðslu og skógræktar
8
46–47
Átta hryssur hlutu
heiðursverðlaun fyrir afkvæmi