Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 1
7. tölublað 2022 ▯ Fimmtudagur 7. apríl ▯ Blað nr. 608 ▯ 28. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Ný stjórn Bændasamtaka Íslands var kjörin á síðari degi Búnaðarþings föstudaginn 1. apríl 2022. Talið frá vinstri: Jón Örn Ólafsson, Halldóra K. Hauksdóttir, Reynir Þór Jónsson, Herdís Magnea Gunnarsdóttir, Trausti Hjálmarsson, Halla Eiríksdóttir og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ. Í varastjórn voru kosin Guðmundur Svavarsson, Þuríður Lillý Sigurðardóttir, Bessi Freyr Vésteinsson, Haukur Marteinsson, Sigríður Ólafsdóttir, Jón Helgi Helgason og Sigurður Þór Guðmundsson. Mynd / Hörður Kristjánsson Stefnumörkun Bændasamtaka Íslands til framtíðar samþykkt á Búnaðarþingi 2022: Áhersla lögð á sjálfbæran landbúnað – og að landbúnaður auki fjölbreytni atvinnulífs og menningar og verði áfram mikilvægur þáttur í aðdráttarafli sveitanna Stefnumörkun Bændasamtaka Íslands til framtíðar var sam­ þykkt, með smávægilegum breyt ing um, á Búnaðarþingi sem haldið var dagana 31. mars og 1. apríl síðastliðinn. Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, segir að með samþykktinni viti stjórn og starfsmenn samtakanna hvert skuli stefnt næstu vikur og misseri í starfi Bændasamtakanna. „Að mínu mati stendur það upp úr eftir þingið.“ Í stefnumörkun BÍ er áhersla lögð á sjálfbæran landbúnað Í stefnumörkun segir meðal annars að áhersla sé lögð á sjálfbæran landbúnað og að landbúnaður auki fjölbreytni atvinnulífs og menningar og sé mikilvægur þáttur í aðdráttarafli sveitanna. Auk þess sem íslenskur landbúnaður sé hluti af þungamiðju í innlendri matvælaframleiðslu. Einnig að um hverfi íslensks landbúnaðar þurfi að vera samkeppnishæft til að standa undir því hlutverki sem greinin gegnir í íslensku samfélagi, meðal annars til að skapa atvinnu og byggðafestu. Matvælaöryggi á allra vörum Forseti Íslands, innviðaráðherra og matvælaráðherra voru meðal þeirra sem héldu erindi við setningu Búnaðarþings. Öll voru þau sammála um mikilvægi íslensks landbúnaðar og hversu nauðsynlegt væri að tryggja matvælaöryggi þjóðarinnar með því að styrkja stoðir landbúnaðar í landinu. Fjölgað í stjórn Á þinginu var fjölgað í stjórn Bændasamtakanna úr fimm í sjö og segir Gunnar að það hafi verið gert vegna óska og samþykktar búnaðarþingsfulltrúa með bráða­ birgðaákvæði á aukabúnaðar þingi í júní 2021. Landbúnaðarverðlaunin Auk erinda sem flutt voru við setningu þingsins veitti matvæla ­ ráðherra þremur búum Land­ búnaðar verðlaunin 2022. Þeir sem hlutu verðlaunin voru bændurnir á Bollastöðum, Borghildur Aðals og Ragnar Ingi Bjarnason, Biobú sem hefur sérhæft sig í framleiðslu á lífrænum mjólkurafurðum og Karólína Elísabetardóttir, sauðfjár bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð. Vel heppnað Búnaðarþing „Búnaðarþing var alveg til fyrir­ myndar og almennt gerður góður rómur að setningarhátíðinni, enda mjög vel staðið að undir­ búningnum af hálfu starfsfólks Bændasamtakanna. Undir búning­ u rinn fyrir þingið, sem átti sér stað á Búgreinaþingum sem haldin voru fyrir þingið, skiluðu góðri vinnu og auðvelduðu starfið á Búnaðarþingi verulega. Við gátum því á þinginu rætt um stærstu málin sem skipta heildarsamtök bænda mestu máli,“ segir Gunnar. /VH – Sjá nánar á bls. 2, 4 og 10 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bænda samtaka Íslands, segist ánægð ur með framkvæmd Búnaðar­ þings 2022. Myndir / HKr. GLEÐILEGA PÁSKA! Nýjar rannsóknir, „Langtímatap kolefnis í framræstu ræktarlandi“, sem kynntar hafa verið í riti Land­ búnaðarháskóla Íslands, benda til að veruleg skekkja geti verið í útreikningum á losun koltví­ sýrings af landnotkun á Íslandi. Íslensk yfirvöld hafa fullyrt að samkvæmt loftslagsbókhaldi Íslands hafi heildarlosun koltvísýringsígilda (CO2) vegna framræsts lands numið frá 8,5 til 9,5 milljónum tonna á ári. Þar hefur einnig verið fullyrt að það jafngilti frá 60 til 72% af heildarlosun Íslands á CO2. Samkvæmt rannsóknunum, sem gerðar voru á Norðurlandi á ár unum 2020 til 2021, þá nemur kolefnis­ losunin á mismunandi stöðum frá 0,26 tonnum á hektara og upp í 1,39 tonn. Umreiknað í losun koltvísýrings samkvæmt stöðlum IPCC þýðir það frá 0,95 tonnum og upp í 5,10 tonn á hektara, eða að meðaltali 3,03 tonn á hektara, en ekki 21 til 32 tonn eins og fullyrt hefur verið af opinberum aðilum. Munurinn nemur að meðaltali 23,67 tonnum á hektara, sem gerir mögu­ lega skekkju upp á 88,65%. Að mati vísindamannanna er nauðsyn legt að halda rannsókn unum áfram. /HKr. – Sjá nánar á bls. 20–21. Ný rannsókn á losun CO2 úr ræktarlandi Mikilvægt að mennta fólk fyrir stækkandi atvinnugrein 3426 Enn þá jafn gaman og þegar ég var sextán ára 40–41 Áherslan á nýsköpun og rannsóknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.