Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 2022 35 Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - 551-5464 www.wendel.is - wendel@wendel.is STAURAHAMAR FRÁ HYCON ____________________ FRÁBÆRT VERKFÆRI TIL AÐ REKA NIÐUR GRIÐINGASTAURA Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 | Netfang: sala@limtrevirnet.is Söluskrifstofur: Lynghálsi 2, 110 Reykjavík | Borgarbraut 74, 310 Borgarnes Áratugareynsla við íslenskar aðstæður Stuttur afgreiðslutími og fjölbreytt úrval Uppsetning í boði á hurðum og viðbótarbúnaði Margir litir og fylgihlutir í boði Traustar bílskúrs- og iðnaðarhurðir frá Lindab og Krispol limtrevirnet.is FALLEGAR HURÐIR SEM ÞÚ GETUR TREYST skoðaðu úrvalið limtrevirnet.is Dreift í 32 þúsund eintökum á yfir 420 dreifingarstaði og lögbýli á Íslandi – Mest lesni prentmiðillinn á landsbyggðinni sl. 8 ár samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup Smáauglýsingar 56-30-300 LÍF&STARF Karvel I. Karvelsson, framkvæmdastjóri RML, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ, og Birgir Örn Smárason, fagstjóri hjá Matís. Málþing um stefnumótunarvinnu: Verðmætaaukning og nýsköpun í landbúnaði Fyrir skömmu stóðu Bænda­ samtök Íslands, Landbúnaðar­ háskólinn, Matís og Ráðgjafar­ miðstöð landbúnaðarins fyrir málþingi þar sem rætt var um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði. Bændum og hagaðilum í landbúnaði og í matvæla fram leiðslu var boðið og fulltrúar þeirra stofnana sem að stefnu mótinu stóðu fluttu erindi þar sem þau kynntu starfsemi sína, það sem er helst á döfinni hjá þeim. Að erindunum loknum voru umræður um helstu áskoranir og tækifæri sem landbúnaður og fæðuframleiðsla standa frammi fyrir. Framtíð og tækifæri Í erindi Birgis Arnar Smárasonar, fagstjóra hjá Matís, sem kallaðist Framtíð og tækifæri í landbúnaði – sjálfbærni og fæðuöryggi, fór hann yfir starfsemi og verkefni Matís. Birgir ræddi meðal annars um að aðgengi að hágæða próteinum framleiddum með sjálfbærum hætti fari minnkandi vegna mannfjölgunar, aukins þrýstings á auðlindir og loftslagsbreytinga og að Matís ynni í samvinnu við ýmsa aðila í leit að nýjum próteingjöfum. Auk þess sem hann tíndi til verkefni sem tengjast sjálfbærri áburðarframleiðslu, hringrásarkerfi í kjötframleiðslu, betri gæði og geymsluþol grænmetis og þróun íslenskrar haframjólkur svo dæmi séu nefnd. Menntun, innviðir og rannsóknir Erindi Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, hélt erindi sem hún kallaði Mennt un, innviðir og rannsóknir – forsenda verðmætaaukningar og nýsköpunar í landbúnað. Ragnheiður fór yfir helstu áherslur í starfi Landbúnaðar há­ skólans, skipurit hans og þróun nemendafjölda. Auk þess sem hún útlistaði starfsemi Jarðræktar mið­ stöðvar LbhÍ, sauðfjárbúsins að Hesti, Hvann eyrarbúsins og Mið­ Fossa. Því næst fjallaði hún um möguleika aukinnar notkunar jarðhita í landbúnaði, próteinframleiðslu með skor dýraeldi og fjölda annarra verkefna, endurmenntun svo og alþjóðasamstarf skólans. Hagnýt nálgun að verkefnum bænda Karvel I. Karvelsson, fram­ kvæmda stjóri RML, fór í erindi sínu, Hagnýt nálgun að verkefnum bænda, yfir starfsemi og helstu verkefni Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og hvernig miðstöðin tengdist öllum öngum landbúnaðar í landinu. Hann sagði meðal annars að þrátt fyrir að RML stundaði ekki beinar rannsóknir þá tæki fyrirtækið þátt í fjölmörgum og áhugaverðum hagnýtum verkefnum sem væri ætlað að bæta afkomu bænda á Íslandi og um leið að stuðla að betri gæðum afurða. Dæmi um verkefni á vegum RML eru bætt ræktunarstarf, afkomuvöktun og söfnun rekstrar­ gagna, umhverfismál og Fundið fé, sem er verkefni sem stuðlar að aukinni verðmætasköpun í sauðfjárrækt, og verkefni um ræktunarkynbætur gegn riðu. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.