Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 2022 21 kolefni, heildar nitur og lífvirk steinefni (fosfór, kalí, kalsíum, magnesíum, natríum, mangan, sink og kopar). Með þessum upplýsingum er hægt að sjá hvaða magnbreytingar hafa orðið í jarðveginum og innihaldi hans frá því hann var framræstur og fram að sýnatökudegi í samanburði við óraskað votlendi sömu gerðar. Þá var einnig metið niðurbrotsstig lífræns efnis með sk. von-Post aðferð. Rannsóknasvæðin voru alls fjögur í Skagafirði; tvö í Hegranesi (framræst/órasakað) og tvö í Kýrholti (framræst/óraskað). Gjóskuleiðarlagið sem var valið kom úr Heklugosi árið 1104 en það fannst í 18-36 sm dýpt í framræsta landinu og 22-44 sm í óraskaða landinu. Sýnatökur fóru fram í júlí 2020. Túnrækt bindur umtalsvert af kolefni Þá koma líka fram í skýrslunni mjög athyglisverðar upplýsingar um kolefnisbindigetu ræktaðs lands. Mikill munur var sýnilegur á flestum jarðvegsþáttum milli framræsts og óraskaðs jarðvegs og voru áhrif ræktunar greinileg. Einnig var talsverður munur á milli staða (Hegranes/Kýrholt). Þar segir að kolefnisbinding í jarðvegi sé mjög mikil í landi sem framræst hefur verið og tekið til ræktunar. Alls hafði hlaðist upp 902 þurrefnistonn af jarðvegi á hektara í Kýrholti ofan á gjóskuleiðarlagið H1104, eða 0,98 tonn árlega. Í Hegranesi hafði safnast upp 696 tonn alls, eða 0,76 tonn árlega. Í framræsta landinu í Kýrholti hafði jarðvegur minnkað um 2,8 þurr efnistonn á hektara á ári en í Hegranesi hafði jarðvegur aukist um 4,1 tonn á ári frá framræslu miðað við óraskaða landið. Samkvæmt opinberum tölum er meðalbinding koltvíoxíðs (CO2) í íslensk um skógum talin vera um 4,4 tonn á hektara á ári. Túnin geta því verið að ná umtalsverðri kolefnisbindingu í saman burði við skógrækt þó þurrefnið sem safnast hefur upp samkvæmt mælingum sé vissulega ekki allt kolefni eins og fram kemur í rann sókninni. Öskuinnihald jarðvegs (kg/kg) í framræsta landinu hafði þannig aukist um 29% og kolefnisstyrkur lækkað um 28%. Þá lækkaði niturstyrkur um 18% frá framræslu að jafnaði. Mikil kolefnisbinding gróður- lendis á Íslandi ætti reyndar að vera nokkuð augljós ef menn horfa á mómyndun gróðurlendis hér á landi. Ætla mætti að þetta kalli á endurskoðun á allri tölfræði um stöðu landbúnaðar í loftslags- umræðunni. Stórar fullyrðingar, rangfærslur og misvísandi upplýsingar Árum saman hafa verið hafðar uppi fullyrðingar um losun gróður- húsalofttegunda úr framræstu landi. Lengst af var fullyrt að losunin næmi 70% af heildarlosun Íslands. Þær fullyrðingar, sem hafa m.a. verið hafðar uppi af ráðuneytum og stofnunum ríkisins bæði á innlendum og erlendum vettvangi, hafa verið gagnrýndar af vísindamönnum vegna skorts á innlendum rannsóknargögnum. Samt hafa fullyrðingarnar verið látnar duga sem rökstuðningur fyrir milljóna króna fjárveitingum ríkisins í verkefni, m.a. við að moka ofan í skurði undir því göfuga yfirskini að það sé verið að endurheimta votlendi í þágu loftslagsmála. Einnig hafa þær verið stór þáttur í rökstuðningi fyrir því að Íslendingar losi þjóða mest af CO2 út í andrúmsloftið miðað við höfðatölu. Bændablaðið sendi þáverandi umhverfis ráðherra fyrirspurn um þessi mál í 17 liðum árið 2019. Í svari ráðuneytisins var enn fullyrt um losun úr framræstu landi þó ráðuneytið gæti ekki vísað á neinar tilteknar rannsóknir sem styddu þær fullyrðingar. Ein spurningin var: Hversu mikil er að mati ráðu neytisins losun gróður húsa loftteg unda úr íslenskum mýrum sem grafnar hafa verið út? Bæði magn og hlutfall af heildarlosun Íslendinga á ígildi koltvísýrings? Svar ráðuneytisins við þess ari spurningu hljóðaði svo: „Samkvæmt loftslags bók­ haldi Íslands var heildar losun vegna framræsts lands um 8.429 kt CO2 koldíoxíðígilda árið 2017. Það jafngildir um 60% af heildarlosun Íslands það ár.“ Þarna talar ráðuneytið um kíló tonn (kt), eða 8,4 milljónir tonna. Var ráðuneytið á þessum tímapunkti greinilega horfið frá fyrri fullyrð ingum um að losunin næmi 72% sem mjög hafði verið gagnrýnt. Kom reyndar fram á Alþingi árið 2015 að losun frá framræstu landi næmi 9,47 milljónum tonna og Umhverfisstofnun segir að losunin hafi numið 9,07 milljónum tonna á árinu 2019. Þarna er allt að milljón tonna mismunur í fullyrðingum opinberra aðila á losun CO2. Í skýrslu Jóns Guðmundssonar í Landbúnaðarháksóla Íslands frá 2016 segir hins vegar að losun úr túnum á framræstum jarðvegi sé metin á ígildi tæplega 1.800 kt CO2, eða 1,8 milljónir tonna. Þetta er íslenskur vísindamaður sem setti þetta fram út frá þeim vísindalegu forsendum sem hann hafði í höndum á þeim tíma. Menn hljóta því að spyrja hvort ekki verði að gera kröfu til að íslensk stjórnvöld leggi fram staðreynd gögn byggð á íslenskum mælingum, eða stuðli frekar að slíkum rannsóknum ef þau ætla að halda sig við fullyrðingu um 8,4 milljóna tonna losun CO2 úr framræstu landi. Tölulegar fullyrðingar út og suður Frá 2019 hafa yfirvöld svo haldið sig við að losun frá framræstu landi næmi 60% af heildarlosun Íslands sem væru þá um 13 milljónir tonna. Á vísindavef Háskóla Íslands er því hins vegar haldið fram að losun frá framræstu landi nemi 72% af heildarlosun upp á 12,9 milljón tonn á ári. Umhverfisstofnun segir 13.794.000 tonn. Á þessum boðskap hefur svo verið hamrað í opinberri umræðu á Íslandi með mismunandi tölum þrátt fyrir að heildarlosun Íslands sé samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar 4.722.000 tonn af CO2 ígildum. Losun frá landi og alþjóðasamgöngum eru nefnilega ekki inni í samningum Íslands um loftslagsbókhaldið. Á þessum tölum hafa menn svo búið til alls konar fullyrðingar um sóðaskap Íslendinga í loftslags- málum. Jafnvel þó hér geti menn kynt flest hús með jarðhita og framleitt meira en nokkurt annað Evrópuríki fyrir utan Noreg, af hreinu og endurnýjanlegu rafmagni en notað er árlega. Á meðan þurfa ESB-ríkin að framleiða 63% af sinni raforku með jarðefnaeldsneyti og kjarnorku og kynda hús sín að stærstum hluta með gasi, kolum og timbri. Í umræðunni eru ESB ríkin samt sögð menga minna en Íslendingar. Þá undarlegu niðurstöðu fá menn m.a. út með því að flagga ósönnuðum fullyrðingum um losun úr framræstu landi. Falleg ríkisskýrsla með áherslu á endurheimt votlendis Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnar Íslands sem kynnt var í afskaplega fallegri skýrslu í júlí 2019 undir heitinu „Bætt landnýting í þágu loftslags,“ er ekki minnst einu einasta orði á að túnrækt geti falið í sér bindingu kolefnis. Þar er hins vegar talsvert talað um átak í endurheimt votlendis og hertar takmarkanir á framræslu. Þar segir líka að heildarlosun frá Íslandi árið 2017 hafi verið samtals 4.755 þúsund tonn CO2 -ígilda (4,7 milljónir tonna) Það eru beinar skuldbindingar Íslands + losun sem fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Þar af var losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda um 2,9 milljónir tonna CO2 -ígilda. Í aðgerðaráætluninni segir að árlegur loftslagsávinningur vegna aðgerðanna fari úr 5.000 tonnum að CO2 ígildum á árinu 2019 í 70.000 á árinu 2022. Þar nemi ávinningurinn vegna endurheimtar votlendis um 10.000 tonnum og í heild 22 þúsund tonnum frá 2019 til 2022. Mismunur í tölum um skurðalengd upp á nærri fjórar hringferðir um landið Í fyrirspurn Bændablaðsins frá 2019 var spurt um hversu mikið hafi verið grafið í afskurðum til framræslu á vatni úr túnum og votlendi á Íslandi í kílómetrum. Í svari ráðuneytisins sagði: „Heildarlengd skurða á Íslandi er áætluð 34.000 kílómetrar hið minnsta en Landbúnaðar háskóli Íslands vinnur að nýju mati sem stendur.“ Hvergi er getið í svari ráðu- neytisins hvar talan 34 þúsund kílómetrar af skurðum „hið minnsta“ er fengin. Áður hefur verið talað um 32.000 km. Í aðgerðar áætlun ríkisstjórnarinnar sem gefin var út nokkrum mánuðum eftir að þetta svar var sent Bændablaðinu, kemur svo enn ein talan, en þar segir: „Á árabilinu 1951–1985 er áætlað að grafnir hafi verið um 29.000 km af framræsluskurðum hér á landi til að auka við og bæta skilyrði til túnræktar.“ Á þessum tölum og tölum ráðuneytisins munar 5.000 kílómetrum. Hringvegurinn um Ísland fyrir utan Vestfirði er um 1.337 km samkvæmt tölum Vegagerðarinnar. Skekkja íslenskra yfirvalda í fullyrðingum sínum um skurðagröft vegna framræslu nemur rúmlega 3,7 hringferðum um Ísland eftir þjóðveginum. – Þetta hafa yfirvöld umhverfismála til þessa talið boðlegt í umræðunni um loftslagsmál. Allir telja sig vera með þetta á hreinu, líka Landgræðslan og Votlendissjóður Í leiðbeiningarriti Landgræðsl- unnar um endurheimt votlendis kemur fram enn ein talan um lengd framræsluskurða, en þar segir: „Heildarlengd skurða á land­ inu vegna framræsingar lands er gríðarleg, eða um 33.000 km, og þekja þeir um 2.550 km² að flatar­ máli. Til samanburðar má nefna að lengd hring vegarins er 1.332 km og þyrfti því að keyra hring veginn 25 sinnum til að ná lengd skurðanna.“ Í þessu riti segir líka að framræst land standi fyrir 70% losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum hér á landi. Votlendissjóður er sjálfs eignarsjóður sem var stofnaður 2018 og er sagður fjármagnaður af „samfélags- lega ábyrgum fyrir tækjum og einstaklingum“, eins og segir á vefsíðu sjóðsins. Reiknaði sjóðurinn með að losun koltvísýringsígilda úr framræstu landi næmi 20 tonnum á hektara á ári út frá alþjóðlegum stöðlum. Á heimasíðu sinni fullyrðir sjóðurinn svo að rannsóknir sýni að framræst votlendi beri ábyrgð á um 60% losunar CO2 á Íslandi. Skipta tugir þúsunda hektara engu máli? Það er alvarlegur hlutur að yfirvöld á Íslandi skuli leyfa sér að senda frá sér tölur er varða loftslagsmál án þess að byggja þær á haldbærum gögnum og fullyrða út frá þeim um kolefnislosun landsins. Út frá tölum gamla umhverfis- ráðuneytisins um að grafnir hafi verið um 34.000 km af skurðum var fullyrt að þeir hafi þurrkað upp 4.200 ferkílómetra lands, eða sem svaraði 420.000 hekturum. Þetta gagnrýndu bæði dr. Þorsteinn Guðmundsson, þá prófessor í jarðvegsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands, og dr. Guðni Þorvaldsson, prófessor í jarðrækt við LbhÍ. Bentu þeir á það í Bændablaðinu að mikil óvissa væri varðandi fullyrðingar um stærð mýra og losun. Töldu þeir nær að tala um 1.600 ferkílómetra af framræstu landi á áhrifasvæði skurða. Jón Guðmundsson, lektor við LbhÍ, tók að nokkru undir þetta þegar hann áætlaði út frá hnitamælingum á skurðum að framræst land væri 70.000 hekturum minna en áður hafði verið talið. Samkvæmt því ætti framræsta landið að vera 350.000 hektarar en ekki 420.000 hektarar. Það er betra að vera skjó r en skjóur Skoðun dagsins: Sími 570 9090 • www.frumherji.is Nældu þér í óumdeildari skoðun, komdu með hestakerruna á næs skoðunarstöð og hafðu hana klára rir vorið og sumarið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.