Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 202214 Rúmlega 16 milljónum króna hefur verð úthlutað vegna verkefna af ýmsu tagi í Grímsey. Úthlutunin er úr verkefninu Glæðum Grímsey sem er byggðaþróunarverkefni innan Brothættra byggða sem Byggðastofnun stendur að. Að þessu sinni var um að ræða tvöfalda fjárhæð sem kom til úthlutunar, fyrir árin 2021 og 2022. Heildarkostnaður við verkefnin nemur um 55,5 milljónum króna en sótt var um styrki að upphæð 23,3 milljónir króna en rúmlega 16 milljónir voru til úhlutunar nú og skiptist féð niður á 12 verkefni. Þetta er síðasta úthlutun úr sjóðnum því verkefninu Glæðum Grímsey lýkur um áramót. Bætt þjónusta við ferðamenn Sem dæmi um verkefni má nefna að Muninn ehf. fékk 2,8 milljónir króna í verkefni sem snýst um að bæta þjónustu við ferðamenn í Grímsey með því að auka og bæta við framboð afþreyingar fyrir ferðamenn. Í verkefninu felst frekari fjárfesting, vöruþróun og markaðssetning á veitingavagni og sæþotuleigu. Þá fékk Háskólinn á Hólum 1,8 milljónir vegna rannsóknar um ábyrga eyjaferðaþjónustu og er markmið þess að kanna hver ímynd Grímseyjar er í hugum íbúða og annarra. Kvenfélagið Baugur fékk 1,6 milljónir til að breyta leikskólanum í Múla í skrifstofuaðstöðu og markaðssetja hana til þeirra sem vinna störf án staðsetningar, einyrkja, frumkvöðla, rithöfunda og fræðimanna. Baugur fékk einnig 600 þúsund krónur til að halda sólstöðuhátíð í júní næstkomandi en slík hátíð hefur verið haldin um árabil í eynni. Hreinsað í kringum vélaverkstæði Félagið Hellugjögur fékk rúmlega 4,6 milljónir króna vegna verkefnis sem snýst um að breyta gömlum stríðsbragga og sambyggðum húsum sem gegnt hafa hlutverki vélaverkstæðis undanfarin 20 ár í fjölnota menningarhús. Féð fékkst til að hefja framkvæmdir við fyrsta áfanga verksins. Vélaverkstæði Sigurðar Bjarnasonar fékk 600 þúsund krónur vegna hreinsunarátaks, en verkstæðið hefur starfað í eynni undanfarna áratugi en færir starfsemi sína nú til Akureyrar. Verkefnið snýst um að flokka og flytja allt brotajárn, rusl og spilliefni í land. Vöruþróun, menntabúðir og þættir fyrir ljósmyndara Mayflor Perez Cajes fékk 800 þúsund krónur í styrk til að halda áfram að þróa vörur Grímsey Design, en ætlunin er m.a. að þróa aðferð til að styrkja svartfuglsegg sem notuð eru í lampa Hallgerður Gunnarsdóttir fékk eina milljón króna í styrk vegna verkefnis sem snýst um að setja upp menntabúðir við heimskautsbaug. Markmiðið er að fjölga í þeim hópi sem sækir Grímsey heim til að njóta náttúru og samfélags í gegnum fjölbreytt námskeið. Einar Guðmann fékk 800 þúsund krónur til að framleiða þrjá þætti á ensku til að vekja athygli á Grímey sem áfangastað fyrir landslags- og náttúruljósmyndara. Markmiðið er að laða sérstaklega að erlenda ljósmyndara og áhrifavalda. Vörulína fyrir Grímsey er verkefni sem Gyða Henningsdóttir stendur fyrir og hlaut það 700 þúsund krónur í styrk en það felst í að þróa vörulínu minjagripa og ljósmynda sem draga fram einkenni og sérstöðu Grímseyjar. /MÞÞ FRÉTTIR Síðasta úthlutun úr verkefninu Glæðum Grímsey: Áform um að breyta gömlum stríðsbragga í menningarhús Ríflega 16 milljónum króna var úthlutað til 12 verkefna sem unnið verður að í Grímsey á næstu mánuðum. Mynd / Markaðsstofa Norðurlands Hjúkrunarheimilið Eyri og Sjúkrahúsið á Ísafirði í bakgrunni. Mynd / Ásgeir Helgi Þrastarson / HVest. Hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði: Framkvæmdir við 10 viðbótar- rými hefjast í haust Hjúkrunarrýmum verður fjölgað um tíu á Ísafirði í kjölfar þess að reist verður viðbygging við hjúkrunarheimilið Eyri. Samningur á milli heilbrigðis- ráðuneytis og Ísafjarðarbæjar hefur verið undirritaður og hefjast framkvæmdir á komandi hausti. Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði tekið í notkun snemma árs 2024 og er áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina rúmar 550 milljónir króna. Ríkissjóður greiðir 85% kostnaðar og bæjarfélagið 15%. „Það er virkilega ánægjulegt að undirrita samning eins og þennan sem felur í sér aukna og bætta þjónustu við þá einstaklinga í hópi aldraðra sem þurfa mestrar umönnunar við. Ég veit að þetta er kærkomin viðbót fyrir íbúa á þessu svæði,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, sem greindi frá undirritun samningsins þegar hann ávarpaði ársfund Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, en þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Stækkun í samræmi við áætlaða þörf Hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði er nýlegt, var tekið í notkun árið 2015. Heimilið var byggt fyrir 30 íbúa en við hönnun þess gert ráð fyrir möguleika á frekari stækkun í framtíðinni fyrir tíu íbúa, líkt og nú hefur verið ákveðið. Stækkunin er í samræmi við áætlaða þörf fyrir fjölda hjúkrunarrýma á svæðinu og forgangsröðun verkefna samkvæmt framkvæmdaáætlun um byggingu hjúkrunarrýma til ársins 2024. Áhersla á að skapa aðstæður sem líkastar einkaheimilum fólks Hjúkrunarheimilið Eyri er á einni hæð og stendur við hlið sjúkrahúss Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og er tengigangur á milli bygginganna. Í því eru þrír tíu herbergja kjarnar sem hver og einn tengist sameiginlegu þjónusturými hjúkrunarheimilisins. Viðbyggingin mun tengjast miðrýminu á svipaðan hátt þar sem íbúar njóta félagsstarfs, iðjuþjálfunar og annarrar þjónustu. Hönnun og skipulag heimilisins er byggð á þeirri hugmyndafræði sem fram kemur í opinberum viðmiðum um skipulag og starfsemi hjúkrunarheimila. Áhersla er lögð á að skapa aðstæður sem líkjast eins og kostur er húsnæði, skipulagi og aðstæðum á einkaheimilum fólks, í vistlegu umhverfi þar sem mannréttindi, mannúð og virðing eru í heiðri höfð. /MÞÞ Karl Jónsson, formaður UMF Samherja, og Jón Stefánsson, oddviti í Eyjafjarðarsveit, handsala samninginn. Mynd / Eyjafjarðarsveit Eyjafjarðarsveit og UMF Samherji: Nýr samningur um samstarf Nýr samstarfssamningur milli Eyjafjarðarsveitar og Ungmenna­ félagsins Samherja hefur verið undirritaður, en hann fjallar um samskipti samning saðila, notkun íþrótta mannvirkja, styrkveitingar sveitar félagsins og önnur sameig­ inleg hagsmunamál. Markmið samningsins er að tryggja áframhaldandi öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf ungmenna- félagsins. Félagið heitir því að hvetja börn og unglinga til þátttöku í íþrótta- og æskulýðsstarfi og veita þeim greiðan aðgang að félaginu og því starfi sem á hverjum tíma fer fram á vegum þess. Sveitarfélagið leggur samkvæmt samningnum til aðstöðu í íþrótta miðstöð, sundlaug og öðrum íþróttamannvirkjum á svæðinu og fær Samherji gjaldfrjálsan aðgang að ákveðnum tímafjölda fyrir sína starfsemi. Að auki fær félagið eina milljón króna ár hvert í rekstrarstyrk. Með þessum nýja samningi vonast ungmennafélagið til þess að verða minna háð en áður velgengni Handverkshátíðar, en sú hátíð hefur fallið niður tvö ár í röð með umtalsverðum afleiðingum á fjárhag félagsins. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.