Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 202220 Fullyrðingar, sem haldið hefur verið á lofti á Íslandi árum saman um losun koltvísýrings og annarra meintra gróðurhúsalofttegunda úr framræstu landi, eru óra vegu frá því að geta staðist, ef marka má niðurstöðu nýrra rann sókna sem birtar hafa verið af Landbúnaðar­ háskóla Íslands. Komnar eru fram tvær íslenskar rannsóknir sem benda til þess að fullyrðingar um losun koltvísýrings frá framræstu landi séu kolrangar. Árum saman hefur verið kallað eftir því að lögð séu fram vísindaleg gögn byggð á vísindalegum rann­ sóknum á Íslandi um losun gróður­ húsalofttegunda úr framræstu landi. Slík gögn hafa ekki fengist frá íslenskum yfirvöldum sem hafa losunarmál CO2 á sinni könnu. Nú hafa hins vegar verið birt gögn í riti Landbúnaðarháskóla Íslands undir fyrirsögninni „Langtímatap kolefnis í framræstu ræktarlandi“. Þau gögn koma til viðbótar rannsóknargögnum sem fram komu í MS verkefni Gunnhildar Evu Gunnarsdóttur frá 2017. Alvarlegur hnekkir fyrir hástemmdar fullyrðingar Höfundar skýrslunnar eru Þór oddur Sveinsson, sem var verkefnis stjóri, Teitur Sævarsson landbúnaðar­ fræðingur, María Svavarsdóttir landfræðingur, Bergrún Arna Óladóttir eldfjallafræðingur, Þorbjörg Helga Sigurðardóttir landbúnaðarfræðingur, Eiríkur Loftsson ráðunautur og Þórarinn Leifsson bóndi. Verkefnið var styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Höfundar vilja fara varlega í yfirlýsingum og telja þörf á mun ítarlegri rannsóknum. Samt má segja að þessi gögn hljóti að vera alvarlegur hnekkir fyrir hástemmdar fullyrðingar íslenskra yfirvalda og ýmissa hagsmunaaðila um langtímalosun koltvísýrings úr framræstu landi. Á þeim grunni hefur samt verið mótuð stefna og unnið að uppbyggingu á gríðarmiklu fjármálakerfi um kolefnisbindingu. Í skýrslunni segir að losunin sem hér mælist verði að teljast lítil miðað við eldri mælingar sem gerðar hafa verið í framræstum, óræktuðum lífrænum mýrum. Losun af framræstu ræktarlandi á Íslandi „getur verið ofmetin“ „Losunartölurnar sem hér birtast eru lágar og benda til þess að losun af framræstu ræktarlandi á Íslandi geti verið ofmetin sé miðað við staðla IPCC. Nauðsynlegt er að halda áfram rannsóknum á kolefnislosun íslensks ræktarlands,“ segja skýrsluhöfundar. Engar losunarrannsóknir hafa verið gerðar á framræstu akurlendi Í rannsóknunum sem gerðar voru bæði á framræstu og óröskuðu landi má greina að áhrif á gosösku í jarðvegi getur haft umtalsverð áhrif á og þar með á kolefnis bindingu, rotnun og gas losun. Lofthiti er einnig veiga mikill þáttur. Þar kemur líka fram að „engar losunarrannsóknir hafa verið gerðar á framræstu akurlendi (þ.m.t. framræstum túnum) hér á landi.“ Samt hafa stjórnvöld og aðrir sett ítrekað fram hástemmdar fullyrðingar um losun á framræstu landi á Íslandi og byggja þær tölur alfarið á erlendum stuðlum IPCC. Koltvísýringur (CO2) er 27,3% kolefni og 72,7% súrefni Atómþyngd kolefnis er 12 atóm­ massaeiningar, en þyngd koltví­ sýrings er 44 einingar, vegna þess að það inniheldur tvö súrefnisatóm sem hvert vega 16 einingar. Eitt tonn af kolefni er jafngildi 44/12 = 11/3 = 3,67 tonn af koltvísýringi. Með öðrum orðum að í 11 tonnum af CO2 eru um 3,7 tonn af kolefni. Samkvæmt tölum Umhverfis­ stofnunar var heildarlosun gróður­ húsalofttegunda á Íslandi 2019, þegar landnotkun og skógrækt eru meðtalin, samtals 13.794 kt CO2­ígilda. (um 13,8 milljónir tonna af CO2 án alþjóðaflugs og alþjóðasiglinga). Sama stofnun segir að losun Íslands samkvæmt loftslagssamningum hafi á sama tíma numið 4.722 kt CO2­íg. árið 2019. Það þýðir að losun frá landi hefur numið að mati Um hverfisstofnunar um 9,07 millj ón um tonna. Misvísandi upplýsingar sem allar vísa samt í sama staðal IPCC Íslensku vísindamennirnir kalla eftir frekari rannsóknum til að skjóta fleiri stoðum undir sína útreikninga. Ef þeirra rannsóknir til þessa eru hins vegar skoðaðar með hliðsjón af öllum þeim fullyrðingum sem settar hafa verið fram án þess að sýna fram á haldbærar rannsóknir, þá er mismunurinn vægast sagt hrikalegur. Íslensk yfirvöld og fleiri miða við staðal IPCC, Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (Inter­ governmental Panel on Climate Change), í sínum útreikningum. Hann gerir ráð fyrir að framræst land með mólendi losi 5,7 tonn af kolefni á hektara og að framræst akurlendi losi 7,9 tonn á hektara á ári. Umreiknað í koltvísýring CO2 gerir þetta um 20,91 tonn á hektara fyrir mólendi og 28,99 tonn fyrir tún og akurlendi. Votlendissjóður sem notið hefur stuðnings yfirvalda segir á sinni heimasíðu að losun koltvísýringsígilda úr framræstu landi næmi 20 tonnum á hektara. Í skýrslu Vegagerðarinnar frá því í maí 2020, sem unnin er af VSÓ ráðgjöf, er bent á óvissu og deilur um útreikning á losun koltvísýringsígilda í framræstu landi. Þar er samt sett fram tafla sem segir að losun úr túnum á framræstu votlendi sé á bilinu 26,8 til 31,9 tonn CO2 ígilda á hektara á ári. Einnig að losun úr framræstu óræktuðu landi sé 21,3 til 32,49 tonn CO2 ígilda á hektara á ári og er samt vísað í staðla IPCC. Meðaltal allra þessara fullyrðinga er losun CO2 upp á 26,7 tonn á hektara. Meðaltalsmunur á fullyrðingum og rannsóknum er 88,65% Samkvæmt nýju rannsóknunum í riti LbhÍ, „Langtímatap kolefnis í framræstu ræktarlandi“, sem gerðar voru á Norðurlandi á árunum 2020 til 2021, þá nemur losunin samkvæmt sama viðmiðunarstaðli IPCC er frá 0,95 tonnum á hektara og upp í 5,10 tonn á hektara, eða að meðaltali 3,03 tonn á hektara. Þetta er sagt með öllum fyrirvörum sem íslensku vísindamennirnir gáfu sér. Munurinn á fullyrðingunum og þessum rannsóknum er hrikalegur. Losunin gæti mögulega verið frá 0,9 til 5 tonn af CO2 á hektara en ekki 21 til 32 tonn. Munurinn nemur að meðaltali 23,67 tonnum á hektara sem gerir mögulega skekkju upp á 88,65%. Mögulega um ein milljón tonn en ekki 8,4 eða níu milljón tonn Ef við setjum þetta í samhengi við tölur Umhverfisstofnunar, þá er losunin frá landnotkun ekki 9,07 milljónir tonna CO2 ígilda á ári, heldur rétt rúmlega ein milljón tonn. Ef tölur umhverfisráðuneytis frá 2019 eru notaðar, þá var heildarlosun Íslands vegna framræsts lands um 8,4 milljónir tonna af CO2. Miðað við nýju rannsóknirnar næmi losunin því ekki nema um 953.000 tonnum. Þessar tölur hljóta að æpa á að frekari rannsóknir verði gerðar strax næsta sumar. Þetta gæti líka mögulega þýtt að allar fullyrðingar um losun CO2 frá landbúnaði á Íslandi séu hrikalega ýktar. Ný aðferðafræði en hvatt til varfærni þar sem frekari rannsókna sé þörf Höfundar skýrslu LbhÍ beittu nýrri aðferð til að meta losun kolefnis yfir langan tíma byggða á dýpt gjóskulaga líkt og Gunnhildur Eva Gunnarsdóttir gerði 2017 og notaði í sínu MS verkefni. Þar kom m.a. í ljós hve breytileg losunin getur verið eftir aðstæðum hverju sinni. Gunnhildur áætlaði meðallosun kolefnis hjá sér vera 1,7 tonn C/ha á ári í framræstum óræktuðum mýrum. Þetta myndi þýða meðaltalslosun á CO2 upp á tæp 6,24 tonn á hektara samkvæmt staðli IPCC, en ekki 20­ 32,5 tonn á hektara eins og haldið hefur verið fram í opinberri umræðu. Nýju rannsóknirnar gefa svo til kynna að losunin úr framræstu landi á Íslandi getur jafnvel verið enn minni. Höfundar skýrslunnar taka þó fram að varast beri að draga víðtækar ályktanir út frá niðurstöðum þessa einstaka verkefnis. Frekari rannsókna sé þörf. Losun nær 0,3 til tæplega 1,4 tonn á hektara á ári Í nýju rannsóknum LbhÍ segir að árlegt kolefnistap (losun) fyrir ofan öskulagið H1104 frá árinu 1104 (18 sm) vegna framræslu og ræktunar reiknast 1,39 tonn kolefnis á hektara (t C/ha) í Kýrholti árlega á síðastliðnum 70 árum og 0,26 t C/ha í Hegranesi á hverju ári sl. 55 ár. Þetta er í nokkru samræmi við það sem Gunnhildur hafði komist að í sínum rannsóknum en margfalt minna en gert er ráð fyrir í opinberum gögnum um loftslagsmál. Árlegt niturtap vegna framræslu reiknast 70 kg N/ha í Kýrholti en ­10 kg N/ha í Hegranesi. Þá eykst magn (þéttni) kolefnis og niturs með framræslu í efstu 30 sm jarðvegs. Jarðvegssig í framræsta landinu reiknaðist 16 sm í Kýrholti en 6 sm í Hegranesi. Hlutur kolefnistaps í þessu sigi var 26% í Kýrholti en 9% í Hegranesi. Ef miðað er eingöngu við yfirborð (0 stöðu) sýndu mælingar í Kýrholti 3,5 tonna losun á hektara og niturlosun 0,2 t/ha. Slík mæling gefur þó ekki heildarmynd af jarðvegslosuninni til lengri tíma. Vísindamennirnir sem að rannsókninni stóðu telja að gjóskulagaaðferðin sé góð leið til að meta heildarlosun kolefnis í framræstu votlendi þar sem hægt er að beita henni. Eins ef gerðar verða endurbætur á verklagi byggðar á reynslu þessa verkefnis. Til að kortleggja sem næst raun­ verulega langtíma kolefnislosun í framræstu ræktarlandi á Íslandi þarf að gera átak í að mæla hana skipulega sem víðast og gjóskulagaaðferðin er gott tæki til þess þar sem nothæf gjóskulög finnast, að því er fram kemur í skýrslunni. Meginmarkmið að auka þekkingu á langtímaáhrifum af framræslu ræktarlands Verkefnið hafði það meginmarkmið að auka þekkingu á langtímaáhrifum af framræslu ræktarlands á kolefnis­ búskap jarðvegs og aðra þætti því tengdu. Þannig væri hægt að áætla betur kolefnislosun í framræstum íslenskum mýrum en þær hafa mikla sérstöðu. Undirmarkmið rann­ sóknarinnar voru að: • Greina breytileika í langtíma kolefnislosun framræsts lands eftir jarðvegsgerðum með svokallaðri gjóskulagaaðferð. • Þróa viðurkennda íslenska losunarstaðla fyrir framræst ræktarland á Íslandi. • Greina mögulegan breytileika í kolefnisbúskap eftir öðrum umhverfisþáttum, svo sem jarðvegsgerð, kolefnis­ og niturinnihaldi og sýrustigi jarðvegs, jarðvegsdýpt, grunn­ vatnsstöðu, yfirborðsgróðri og ræktunaraðferðum. Aðferðin sem beitt var hefur ekki verið prófuð áður í ræktarlandi á Íslandi. Hún byggir á að mæla uppsafnað magn innihaldsefna í jarðvegi fyrir ofan þekkt gjóskuleiðarlag í annars vegar framræstri og hins vegar óraskaðri mýri sömu gerðar. Með hjálp sýnatökubors voru valdir 3 álitlegir sýnatökustaðir (endurtekningar) fyrir hvert svæði, eða samtals 12 staðir. Sýnatökusvæðin voru Hegranes 1, byggakur í Keldudal, Hegranes 2, runnamýravist, Kýrholt 1, tún á 70 ára gömlu framræstu landi og Kýrholt 2, starungamýravist. Á hverjum stað voru síðan grafnar holur 0,5­1,0 m djúpar og sem náðu vel niður fyrir meint H1104 gjóskulag (gjóskulag frá árinu 1104). Það sem var mælt; dýpt niður á gjóskuleiðarlag, rúmþyngd, glæðitap, rakastig, sýrustig, heildar FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Ný rannsókn á kolefnislosun ræktarlands á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands gæti kollvarpað fyrri hugmyndum: Langtímalosun kolefnis úr framræstu ræktarlandi er líklega margfalt minni en fullyrt hefur verið – Meðaltalsmunur á milli íslensku rannsóknarinnar og fullyrðinga stjórnvalda, stofnana og hagsmunaaðila um losun CO2 er 88,65% Gjóskulög voru hvað skýrust í Keldudal. Myndir / Þóroddur Sveinsson Vísindamenn að störfum í Beinagarði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.