Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 56
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 202256 KORNHORN Bygg er mikilvægasta korn- tegundin sem ræktuð er hér á landi. Um áratuga skeið var bygg kynbætt fyrir íslenskar aðstæður með áherslu á strástyrk, flýti og aukna uppskeru. Árangurinn lét ekki á sér standa, en umfang ræktunarinnar hér á landi óx ekki í takt við umræðuna um þörfina á aukinni ræktun. Nefna má margar ástæður þess hve búgreinin hefur vaxið hægt og líklega er innviðauppbygging stærsti þátturinn. Það sem mest við kemur hlutverki LbhÍ er annað viðfangsefni, það er gæðaþátturinn. Tvær mælingar hafa verið viðamiklar í íslenska byggkynbótaverkefninu, rúm- þyngd og þúsundkornaþyngd en þessir eiginleikar hafa ekki aukist jafn mikið og uppskeran. Rúmþyngd og þúsund korna- þyngd eru eiginleikar sem eru tengdir gæðum uppskerunnar. Byggkorn hefur það einkenni að fræið er verndað með hýði, en það þarf alls ekki að vera þannig. Hveiti og rúgur eru hýðislaus eftir þreskingu, eða nakin eins og sagt er. Til eru arfgerðir af byggi sem einnig eru nakin. Þegar byggplantan þroskar fræ myndar hún korn sem er hulið hýði, það er límt fast með lípíðlagi sem stjórnað er af einu víkjandi geni. Einföld stökkbreyting í fyrndinni varð til þess að genið er ekki tjáð og límið myndast ekki lengur. Þessi eiginleiki gerir það að verkum að fræið er illa varið fyrir bökun sólarinnar á sléttum frjósama hálfmánans þaðan sem bygg er upprunnið. Svo að öllum líkindum hefur stökkbreytingin varðveist um árþúsundin í samlífi við manninn. Nakið bygg tók svo að víkja fyrir hveiti í ræktun manna í Evrópu löngu fyrir kristsburð. Við Landbúnaðarháskóla Íslands voru gerðar tilraunir með nakið bygg fyrir rúmum áratug. Rykið var svo dustað af þessum rannsóknum nýlega. Þegar fyrrum bygg-kynbótamaður LbhÍ fór á eftirlaun skildi hann eftir sig stórt safn erfðaauðlinda. Þar af voru þrír stofnar af nöktu byggi, þar sem geninu sem veldur nektinni var víxlað inn í þekkt yrki með endurteknum bakvíxlunum. Úr varð samansafn þriggja stofna sem sáð var út í stórreiti 2019. Úr þessum stofnum voru valdir 60 álitlegir einstaklingar, löng og búsmamikil öx, og lagðir út í tilraun ásamt 39 nöktum arfgerðum úr genabanka banda ríska landbúnaðarráðsins (USDA). Árið eftir, eða 2021, voru 17 álitlegustu arfgerðirnar lagðar út í einfalda uppskerutilraun. Niðurstöður þessara tilrauna sýndu að á meðan uppskeran var ekki til jafns við uppskeruhæstu yrki var rúmþyngdin há. Einnig að erlendar arfgerðir sem ekki hafa verið kynbættar fyrir íslenskar aðstæður stóðu sig óvænt merkilega vel. Hýði byggs hefur lítið sem ekkert fóðurgildi og inniheldur sílíköt sem eru illmeltanleg og óboðleg mannfólki. Því mætti halda fram að eitt kíló af nöktu byggi innihaldi fleiri meltanlegar fóðureiningar en eitt kíló af ónöktu byggi. Samkvæmt því mætti fórna uppskerukröfum í tonnum á hektara fyrir fóðureiningar á hektara, sem þetta snýst nú allt saman um. Einnig, að uppskera, þurrka og keyra korn, sem hefur verið ræktað fyrir uppskerumagn umfram gæði, er líka kostnaðarsamt ferli. Möguleikar á nýtingu nak- ins byggs gæti náð út fyrir kjarnfóðurgjöf í mjólkur- fram leiðslu. Sérstaklega svína- rækt, einnig til manneldis og kannski fyrir kjúklingarækt og eggjaframleiðslu. Því er full ástæða til þess að halda áfram rannsóknum með nakið bygg og tilefni til öflugra kynbóta nakins byggs til hliðar við hýðisbygg. Að því sögðu er nú tími til að bygg komi fram nakið. Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hrannar Smári Hilmarsson. UTAN ÚR HEIMI Bandaríska verðbréfaeftirlitið (SEC) íhugar nýja reglugerð sem krefst þess að tískufyrirtæki þarlendis veiti upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda og loftslagsmarkmið en stöðluð upplýsingagjöf myndi auðvelda fjárfestum að meta stöðu fjár- hagslegrar áhættu þeirra fyrir- tækja er þeir hafa augastað á. „Ef þessi reglugerð verður samþykkt veitir hún fjárfestum sam- ræmdar, sambærilegar og gagnlegar upplýsingar til að taka fjárfestingar- ákvarðanir sínar,“ sagði Gary Gensler, stjórnarformaður Verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna, í yfirlýsingu. Samkvæmt vefsíðum Vouge kemur fram að ef reglugerðin verður samþykkt munu fyrirtæki á borð við bandarísku tískuveldin Ralph Lauren, Capri Holdings, (sem á m.a. Michael Kors, Jimmy Choo og Versace) og Tapestry, Inc. (eigandi Coach NY, Kate Spade NY og Stuart Weitzman) þurfa að gefa upp umfang er viðkemur losun gróðurhúsalofttegunda – (eða SCOPE 1-3, sjá töflu) – auk upplýsinga varðandi loftslagstengda áhættu og breytingar á viðskiptalíkani fyrirtækis ef von er á slíku í kjölfarið. Endurmat á viðskiptalíkani fyrirtækis felur oftar en ekki í sér endurmótun á eldri rekstri og með tilliti til reglugerðarinnar tilvonandi má gera ráð fyrir slíku. Að auki er vænst til þess að fyrirtæki er falla undir reglugerðina móti tímaramma yfir markmið auk viðeigandi gagna um framvinduna sem þá einnig birtist opinberlega. Ekki ber á öðru en þessar áætlanir hljóti jákvæða svörun. Tískumerki jafnt sem aðgerðasinnar hafa í nokkurn tíma kallað eftir opinberum upplýsingum, skýrari stefnumálum og fastari ramma er kemur að iðnaði tískunnar, sérstaklega með tilliti til yfirlýsinga Sameinuðu þjóðanna hvað varða loftslagsbreytingar. Í kjölfar áætlaðrar reglugerðar sér Alríkisviðskiptastofnun Banda- ríkjanna (FTC) fram á að endur- skoða svokallaða „Green Guides“ eða leiðbeiningar ætlaðar markaðs- fulltrúum er kemur að því að upplýsa neytendur um slík málefni. Kröftug stefna virðist vera í þessum geira en nú í september síðastliðnum samþykkti öldungadeild Kaliforníu frumvarp er tryggir lágmarkslaun vinnuafls í tískuiðnaði, auk þess sem tískuvörumerki eru dregin til ábyrgðar ef brot koma upp í framleiðsluferli vöru. Ekki falla þó öll fyrirtæki undir hatt fyrirhugaðrar reglugerðar verðbréfaeftirlitsins, en fyrirtæki sem velta undir 75 milljónum Bandaríkjadala árlega þurfa m.a. ekki að gefa upplýsingar um umfang/scope 3: „Öll önnur losun gróðurhúsalofttegunda utan borgarmarka sem verður vegna starfsemi sem á sér stað innan borgarmarka, þ.e.a.s. óbein losun sem verður ofar eða neðar í virðiskeðjunni.“ Vitað er að mörg fyrirtæki deila nú þegar þeim upplýsingum er bandaríska verðbréfaeftirlitið áætlar að festa í sessi en upplýsingagjöf þeirra er sundurleit og ósamræmd og því kominn tími til að taka á þeim efnum. /SP Tískuveldi Bandaríkjanna: Upplýsingaveita verðbréfaeftirlitsins Ný reglugerð krefst þess að bandarísk tískufyrirtæki veiti upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda og loftslagsmarkmið. Umfang losun gróðurhúsalofttegunda, 1-3 1 Losun gróðurhúsalofttegunda frá uppsprettum sem eru innan borgarmarka 2 Losun gróðurhúsalofttegunda sem verður vegna rafmagns, hita, gufu eða kælingar sem notuð er innan borgarmarka og er dreift með veitu- eða dreifikerfi 3 Öll önnur losun gróðurhúsalofttegunda utan borgarmarka sem verður vegna starfsemi sem á sér stað innan borgarmarka, þ.e.a.s. óbein losun sem verður ofar eða neðar í virðiskeðjunni. Nakið bygg Frjókornaofnæmi er eitt algengasta ofnæmi öndunarfæranna og talið er að árlega glími tveir af hverjum tíu Íslendingum við slíkt en allt að 30 prósent jarðarbúa. Ofnæmið, sem er genatengt, líkist hvað helst kvefi, þar sem þrútin slímhúð, mikið rennsli úr nefi og kláði í augum eru mest áberandi. Samkvæmt mælingum Náttúrustofnunar Íslands nú í ár, er áætlað að vegna kulda hefjist frjókornatímabilið hérlendis ekki fyrr en seint í apríl – en frjókorn hafa mismunandi áhrif á einstaklinga eftir alvarleika ofnæmis og almennum heilsufarslegum aðstæðum og nauðsynlegt að hafa í huga að þau geta valdið slæmum astmaeinkennum. Frjókornatímabilið gæti byrjað fjörutíu dögum fyrr Í Bandaríkjunum var nýverið gerð rannsókn samkvæmt vefsíðu New Scientist þar sem áhrif loftslagsbreytinga voru tekin fyrir og þá hvernig aukinn lofthiti veldur breytingum á því hvenær frjókornatímabil hefst. Vísindamenn sem að rannsókninni stóðu vildu komast að því hver möguleg staða yrði í lok aldarinnar og byrjuðu á því að taka saman gögn frá árunum 1995 til 2014 frá landsvæðum víðs vegar um Bandaríkin er varða tölulegt magn nokkurra algengustu tegunda frjókorna og þá til að spá fyrir um hverju við mætti búast á árunum frá 1981 til 2100. Áhrif loftslagsbreytinga: Frjókornatímabil lengist um fjörutíu daga í Bandaríkjunum Algengustu frjókornaofnæmisvaldar á Íslandi koma frá ýmsum grastegundum, svo sem hundasúru, birki og túnfíflum. Íslenskt nakið bygg. Mynd/ Jónína Svavarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.