Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 62

Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 62
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 202262 Kartöflumygla er vel þekktur sjúkdómur sem hefur lengi valdið usla í kartöfluræktun í heiminum. Hungrið mikla á Írlandi um miðja 19. öldina má rekja til kartöflumyglu sem herjaði í Evrópu og leiddi til uppskerubrests á þessari mikilvægu fæðu Íra. Sveppurinn (Phytophthora infestans) leggst á kartöflur og veldur myglu og rotnun bæði á grösum sem og hnýðunum sjálfum. Fyrstu einkenni myglu eru svartir blettir á blaðendum og stönglum og kartöflugrösin falla svo alveg að lokum. Veðurfar verður þó alltaf líka að vera hagstætt til þess að myglan komi fram og breiðist út. Þegar hiti er yfir 10°C og rakastig er yfir 75% eru kjöraðstæður fyrir mygluna að breiða úr sér og getur það gerst mjög hratt. Myglan getur borist nokkuð langar leiðir með vindi en talið er að virk smitgró geti borist með vindi einhverja tugi kílómetra. Yrki/stofnar kartaflna eru með mismunandi mótstöðuafl gagnvart sýkingu. Gullauga og Rauðar íslenskar eru mest ræktuðu yrkin hér á landi, og því miður eru þau mjög móttækileg fyrir myglu, sérstaklega Gullauga. Þess má geta að myglan getur líka lagst á aðrar tegundir af náttskugga- eða kartöfluættinni, svo sem tómata. Kartöflumygla kemur því miður enn þá reglulega upp þó svo að mislangt sé á milli smita. Hér var myglan landlæg frá um 1890 og fram yfir 1960 þó svo að tjón hafi verið mismunandi milli ára. Tjón af völdum kartöflumyglunnar var líklegast mest árið 1953 en það var metár í uppskeru, sem rotnaði þó í geymslum (Sigurgeir Ólafsson, 2015). Talsvert myglutjón varð á árunum 1990 og 1991. Aldrei varð tjón á Norðurlandi en þó sást mygla þar. Erlendis má segja að kartöflumygla sé landlæg, en veðurfar ræður þar mestu um útbreiðslu hverju sinni. Myglusmit á Suðurlandi 2021 Kartöflumygla kom upp í Þykkva- bænum síðastliðið sumar og varð hennar fyrst vart um mánaðamótin júlí-ágúst. Þrátt fyrir varnaraðgerðir náði myglan að breiðast nokkuð hratt út, og um miðjan ágúst sáust mygluhreiður nokkuð víða í kartöflugörðum í Þykkvabæ. Nokkru síðar sást svo mygla í kartöflugörðum í Flóa og upp sveitum Árnessýslu. Suðaustanvindur var ríkjandi á þessu tímabili og mátti rekja smitið eftir þeirri átt inn í landið. Síðar barst svo myglan austur og sást í Landeyjum og víðar í Rangárþingi. Ekki fréttist af myglu á höfuðborgarsvæðinu eða í öðrum landshlutum, enda lifa myglugróin ekki svo langa flugferð. Allt smit í fyrra af sömu arfgerð Kartöflumygla hefur margar mismunandi arfgerðir. Tekin voru sýni úr sýktum görðum í Þykkvabæ, Flóa og uppsveitum og þau send til greiningar hjá James Hutton Institute í Skotlandi. Öll sýnin reyndust vera af sama stofninum, EU41 A2. Sá stofn er mjög ágengur, myndar mikið af smitgróum og getur því breiðst hratt út. Hann hefur aftur á móti lítið þol gegn varnarefnum. EU41 A2 sást fyrst í Danmörku 2013 og hefur dreifst þaðan, aðallega til Norðurlanda og svæða kringum Eystrasalt. Líklegt má því telja að smit hafi borist hingað með innfluttu útsæði eða matarkartöflum frá Danmörku. Næsta ræktunarár Smitgróin sem dreifðust um landið síðastliðið sumar lifa ekki af veturinn úti í náttúrunni. Það eru því einungis sýkt hnýði sem bera smit milli ræktunarára. Mikil úrkoma síðastliðið haust auðveldaði smit niður í hnýðin og því urðu skemmdir meiri en ella hefði orðið í þurrviðri. Mest hætta á smiti nú næsta sumar er því frá sýktu útsæði, eða ef sýktar kartöflur frá í fyrra liggja eftir í garðinum, frjósa ekki og ná að spíra upp í vor. Útsæði sem tekið er úr sýktum garði er mjög líklega smitað af myglu. Þó að kartaflan virðist heilbrigð, getur smit verið til staðar og borist upp á yfirborðið þegar kartöflurnar spíra upp og ný blöð myndast. Ný myglugró ná að myndast á blöðum, og ef veðurfar er hagstætt fyrir myglu, getur nýr myglufaraldur breiðst út. Líklegt er að eitthvað af því útsæði sem sett verður niður hjá kartöflubændum á Suðurlandi næsta sumar sé sýkt af myglu. Ekki er tiltækt nægt magn af ósýktu útsæði af Gullauga og Rauðum kartöflum. Til að reyna að lágmarka skaðann og hindra útbreiðslu á myglu hjá kartöflubændum verður sett fram áætlun er snýr að markvissri notkun varnarefna og reglulegu eftirliti. Stefnt er að því að nettengja sjálfvirka veðurstöð í Þykkvabænum og nýta veðurgögn til að spá jafnóðum fyrir um hættuna á myglu. Kartöflum fargað – urðun eða svart plast Einnig er mikilvægt að gæta varúðar ef kartöflum er fargað utan dyra. Sýktar kartöflur geta spírað upp og smit borist þaðan í garða. Því er brýnt að urða kartöflubingi vandlega eða þekja þá með svörtu plasti þannig að kartöflurnar rotni, en spíri ekki upp. Það er mjög mikilvægt að ganga þannig frá kartöflum sem á að farga að þar verði ekki hætta á útbreiðslu smits. Mikilvægt að áhugaræktendur fylgist vel með í sumar Kartöflubændur geta brugðist við mygluhættu með fyrirbyggjandi úðun með varnarefnum. Almennir ræktendur hafa ekki aðgang að slíkum efnum og því er hætta á að dæmið snúist við næsta sumar, þ.e. að mygla berist úr heimilisgörðum til atvinnuræktenda. Því er mikilvægt að ekki verði sett niður smitað útsæði í heimilisgarða, og alls ekki nálægt ræktunarsvæðum bænda. Ef áhugaræktendur telja sig sjá mygluð grös í sínum görðum er mjög mikilvægt að taka þær plöntur strax upp og farga, svo að smit dreifist ekki frá þeim. Heimild: Sigurgeir Ólafsson. 2015. Bændablaðið, 21. maí 2015. https://www.bbl.is/skodun/ lesendabasinn/kartoflumyglan- og-innflutt-utsaedi Nýverið komu út skýrslur um afkomu sauðfjár- og kúabúa fyrir árin 2018-2020. Í þeim skýrslum kemur skýrt fram að afkoma bænda er slök og ýmsar blikur á lofti í þeim efnum á komandi vikum, mánuðum og árum. Ef þessar tvær meginbúgreinar eru bornar saman er hlutfall afurðatekna af heildartekjum sauðfjárbænda 46% árið 2020 (563 kr/kg af 1.221 kr/kg). Hjá kúabændum var sama hlutfall 72% árið 2020 (109,3 kr/L af 151,3 kr/L). Um ólíkar búgreinar er að ræða en samt sem áður má velta fyrir sér hver staðan væri í sauðfjárrækt ef sama hlutfall tekna í búgreininni kæmi frá afurðatekjum. Ef hlutfall afurðatekna í sauðfjárrækt væri einnig 72% og hlutur opinbers stuðnings sá sami (658 kr/kg) ættu afurðatekjur að vera 1.692 kr/kg. Í riti LbhÍ nr. 142 sem kom út í maí 2021 er gott yfirlit yfir söfnun hagtalna í sauðfjárrækt frá árinu 1991 þar sem gögn úr verkefnum Hagþjónustu landbúnaðarins eru tekin saman ásamt gagnasöfnun úr verkefnum RML undanfarin ár. Ef kostnaðartölur eru framreiknaðar miðað við vísitölu neyslu verðs í október 2021 þá er breyti legur kostnaður á hvert kíló dilkakjöts árin 2016-2020, 527 kr/kg. Breytilegur kostnaður á hvert kíló frá og með 1998 til 2020 er 511 kr/ kg. Þannig hefur breytilegur kostnaður á hvert kíló hækkað um 3% á sama tíma og raunlækkun verður á afurðaverði til bænda. Sauðfjárbændur hafa staðið sig mjög vel í hagræðingu á sínum búum undanfarin ár, þ.e. þeir hafa aukið afurðir á hverja vetrarfóðraða kind sem skýrir af hverju breytilegur kostnaður við framleiðsluna hefur því sem næst staðið í stað frá aldamótum. Rekstrarniðurstöður sauðfjárbúa Á heimasíðu RML má finna skýrslu um rekstrarniðurstöður sauðfjárbúa fyrir árin 2018-2020 ásamt upptöku á kynningu um erindið. Í meðfylgjandi töflu (Afurðatekjur og kostnaður) er búið að framreikna niðurstöðu áranna 2018-2020 til ársins 2022 byggt á þekktum hækkunum aðfanga ásamt almennri verðlagshækkun. Í spá fyrir árið 2022 þurfa afurðatekjur að vera 900 kr/kg til að búin standi á sléttu fyrir afskriftir og fjármagnsliði og reiknaður framleiðslukostnaður við hvert kíló dilkakjöts er metinn á tæpar 1.600 kr/kg. Til afurðatekna teljast allar tekjur af afurðum sauðfjár og metum við að uppbót á afurðaverð vegna ársins 2021, ull og aðrar tekjur vegna sauðfjárræktar, séu 80 kr/kg árið 2022. Það þýðir að afurðaverð fyrir dilkakjöt, sem er uppistaða afurðatekna á hverju búi, þarf að ná 820 kr/kg til að rekstrarniðurstaða búsins sé á núlli. Við vekjum hins vegar athygli á liðnum laun og launatengd gjöld og skulum setja hann í betra samhengi. Í spánni fyrir árið 2022 er hann 365 kr/kg en að baki þeirri tölu liggur reiknað endurgjald bænda sem hafa sauðfjárrækt sem aðalbúgrein og meiri hluta bútekna af henni. Flokkurinn (G2) miðast við fleiri en 400 fjár á húsi (vetrarfóðrað á húsi). Þetta viðmið jafngildir 266.000 króna mánaðarlaunum. Við vonum að allir geti sammælst um að sauðfjárbú sem leggur inn 11-12 tonn af dilkakjöti árlega eigi að geta haft launagreiðslugetu fyrir einn starfsmann á ársgrundvelli. Í næstu töflu eru áhrif af mismunandi launatöxtum fyrir mán aðar laun metin. Hver áhrif þeirra á liðinn laun og launatengd gjöld eru og þá hvert lágmarksverð dilkakjöts þarf að vera í kr/kg svo sauðfjárbú hafi þessa launagreiðslugetu. Til viðbótar við reiknað endurgjald í flokki G2 eru mánaðarlaun skv. kjarasamningi Bændasamtakanna við Starfsgreinasambandið metin ásamt mánaðarlaunum upp á 500.000 krónur. Verkfæri í hagtölusöfnun Verkefnið um rekstur sauðfjárbúa er verkfæri í hagtölusöfnun sem ýmsir hagaðilar hafa horft til síðustu ár. Nú þurfa stjórnir og stjórnendur afurðasölufyrirtækja að kynna sér þetta efni og spyrja sig þeirrar spurningar hvort dilkakjötsframleiðsla og önnur matvælaframleiðsla á Íslandi eigi að vera sjálfboðavinna þeirra sem hana stunda. Sauðfjárbændur eiga að vera stoltir af sínum rekstri og þeim árangri sem þeir hafa náð á undanförnum árum. Sem frumframleiðendur hafa sauðfjárbændur ekki samningsstöðu um verð fyrir sínar afurðir við sína afurðastöð. Þessu þurfa stjórnir og stjórnendur afurðasölufyrirtækja ásamt viðskiptavinum þeirra að gera sér grein fyrir. Það þarf afkomu ef matvælaframleiðsla á að vera atvinnugrein til framtíðar. Það getur ekki talist eðlilegt að bændur sem frumhlekkur í langri keðju matvælaframleiðslu hafi ekki afkomu og þurfi að sækja aðra vinnu sér til framfærslu. Einhver borgar alltaf fyrir ódýr matvæli og í tilfelli sauðfjárafurða eru það bændur sem ekki hafa afkomu – því þarf að breyta. Sauðfjárrækt hefur samfélagslega mikilvægu hlutverki að gegna í dreifbýli landsins, líkt og kom fram í skýrslu RHA árið 2015. Hverjar verða afleiðingar fyrir byggðirnar í landinu ef þeirri þróun sem verið hefur í gangi undanfarin ár verður ekki snúið við? Hverjar verða afleiðingar fyrir afurðasölufyrirtækin sjálf og ullariðnaðinn ef þessari þróun verður ekki snúið við? 1. http://www.lbhi.is/sites/lbhi.is/ files/gogn/vidhengi/rit_lbhi_ nr_142.pdf 2. Skýrslan: https://www. rml.is/static/files/RML_ Rekstur/2022/rekstur_ saudfjarbua_2018til2020.pdf 3. Upptaka: https://www. youtube.com/watch?v=4- 057dXgiNw 4. https://www.rha.is/static/ files/Rannsoknir/2015/ saudfjarraekt_rha-loka- br_300315.pdf Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf. Nokkur orð um afkomu sauðfjárbænda Eyjólfur Ingvi Bjarnason ráðunautur, Búfjárræktar- og þjónustusvið eyjólfur@rml.is María Svanþrúður Jónsdóttir ráðunautur, Rekstrar- og umhverfissvið msj@rml.is 2022 Meðaltal Afurðatekjur kr/kg 900 Opinberar greiðslur kr/kg 690 Breytilegur kostnaður alls kr/kg 835 Fastur kostnaður utan launa kr/kg 390 Laun og launatengd gjöld kr/kg 365 Rekstrarniðurstaða f. fjármagnsl. og afsk. kr/kg 0 Afskriftir kr/kg 235 Fjármagnsliðir kr/kg 140 Afurðatekjur og kostnaður Skilgreining Taxti Laun og launatengd gjöld kr/kg Lámarksverð dilkakjöts kr/kg Reiknað endurgjald >400 kindur 266.000 365 820 Samningur BÍ og Starfsgreinasambandið 374.546 514 969 500 þús mánaðarlaun 500.000 686 1.141 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Kartöflumygla á Suðurlandi – varnaðarorð vegna útsæðis fyrir sumarið 2022 Þórey Gylfadóttir jarðræktarráðunautur RML thorey@rml.is Helgi Jóhannesson Ráðunautur, Rekstrar- og umhverfissvið helgi@rml.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.