Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 07.04.2022, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. apríl 2022 7 Íslenskir matreiðslumenn gerðu góða ferð til Herning í Danmörku á Norðurlandamót matreiðslumanna sem haldið var dagana 29. og 30. mars. Náðu þeir besta heildarárangri Íslendinga á þessu móti og röðuðu sér í efstu sætin í öllum flokkum. Sindri Guðbrandur Sigurðsson náði öðru sæti í keppninni um nafnbótina Matreiðslumaður Norðurlandanna árið 2022, en norski keppandinn varð sigurvegari. Gabríel Kristinn Bjarnason sigraði í keppninni um útnefninguna „besti ungkokkur Norðurlandanna“. Matreiðslumeistarinn Sveinn Steinsson og útskriftarneminn Aþena Þöll Gunnarsdóttir kepptu saman í liðakeppni í flokknum „Nordic Green Chef“ og lentu í öðru sæti. Um nýjan keppnisflokk er að ræða þar sem unnið er með grænmetisfæði. Betri árangur en vonast var eftir Þátttaka Íslendinga á Norðurlandamótinu er á vegum Klúbbs íslenskra matreiðslumeistara. Í tilkynningu frá klúbbnum er haft eftir Þóri Erlingssyni, forseta hans, að hann sé himinlifandi með árangur keppendanna. „Þau hafa staðið sig frábærlega og unnið þetta af mikilli fag mennsku. Nú fögnum við og svo förum við á fullt í næsta verkefni sem er heimsmeistara keppnin í Lúxemborg í nóvember komandi.“ Sveinn og Aþena kepptu sem lið, eins og fyrr segir en þessi keppnisflokkur hefur verið í undirbúningi hjá samtökum matreiðslu­ manna á Norður lönd­ unum um nokkurt skeið og er gert ráð fyrir að þessi keppni, eða sam­ bærileg, eigi eftir að verða að alþjóðlegri keppni. „Þetta er betri árangur en ég hefði þorað að vona,“ var haft eftir Sveini þegar úrslitin lágu fyrir. /smh Besti heildarárangur Íslendinga á Norðurlandamóti matreiðslumanna: Röðuðu sér í efstu sætin í öllum keppnisflokkum LÍF&STARF V ið upphaf þessa þáttar velti ég því alvarlega fyrir mér hvort ég ætti opinberlega að skammast mín hér á síðunni. Hef reyndar ekki gert mikið af því um dagana, en máski er nú mál. Þannig er mál vaxið, að í síðasta vísnaþætti birti ég þessa harðneskjulegu vísu eftir Bjarna á Grýtubakka: Ekki er von hann Ari minn ætíð þarflegt vinni, af því hann er, auminginn undan mömmu sinni. Vísuna tók ég upp úr miklu prentuðu vísnasafni þekkts safnara og hagyrðings, hvaðan ærið af efni vísnaþátta minna er tekið. Vísuna hélt ég „öfugmælavísu“ og birti í góðri trú. Eftir síðasta vísnaþátt barst mér eftirfarandi bréf frá gagnmerkum fræðimanni og hagyrðingi, Birni Ingólfssyni á Grenivík: „Heill og sæll. Ekki veit ég hver hefur kennt þér vísuna um Ara í síðasta vísnaþætti Bbl. Vel má vera að hún hafi verið svona, en ég lærði hana öðruvísi.“ Ekki er kyn þótt Ari minn eitthvað þarflegt vinni af því hann er auminginn undan móður sinni. „Mér finnst þessi útgáfa miklu sennilegri. Í þinni útgáfu sneiðir Bjarni ekki bara að syni sínum heldur líka harkalega að konu sinni. Ekki lá það orð á Bjarna að hann væri svoleiðis maður, og Snjólaug var vænsta kona eftir því sem ég best veit. En þegar góðar vísur ganga milli manna getur eitt orð, von/kyn, snúið merkingunni gjörsamlega á haus. Bestu kveðjur, Björn I.“ Hér hefur mælt sá maður sem hyggilegt er að hlýða, og tek ég fúslega leiðréttingu Björns, tel hana trúlega og biðst velvirðingar á frumhlaupi mínu. Tilvitnað vísnasafn mun ég þó áfram brúka til fóðrunar lesendum. Í annan stað barst mér athugasemd við vísu úr síðasta vísnaþætti frá Vilhjálmi H. Gíslasyni. Frá afa sínum lærði Vilhjálmur vísu Vilhjálms Benediktssonar frá Brandaskarði með svofelldum hætti, og eru feitletraðar þær breytingar sem ég geri frá fyrri birtingu: Eftir farinn æviveg æði gróðursnauðan höldum bæði hann og ég horaðir í dauðann. Líkt og greinir hér að ofan, er þessi vísa Vilhjálms Benediktssonar frá Brandaskarði tekin úr tilvitnuðu vísnasafni mínu. Öruggt má telja að Vilhjálmur H. Gíslason muni rétt vísuna eftir afa sínum, enda er breytingin sýnu líklegri sé horft á tilefni vísunnar. Vilhjálmi þakka ég hér með leiðréttinguna, og biðst afsökunar á stílbroti mínu. En þar sem ég er enn ráðinn umsjónar­ maður vísnaþátta Bændablaðsins, hygg ég á frekari þáttagerð þar til hróp heyrast frá hærri stöðum. Bjarna Stefán Konráðsson frá Frosta­ stöðum þarf trauðla að kynna fyrir lesendum. Auk afburða hagmælsku hefur hann safnað og gefið út vísna­ og ljóðabækur í stóru upplagi. Í bókunum „Skagfirsk skemmtiljóð“ eru margar snjallar vísur, og meðal annars eftir Bjarna Stefán sjálfan. Í plaggi um stefnumótun í landbúnaði, sem lagt var fyrir Búnaðarþing 1996, er vikið að ýmsum tekjumöguleikum fyrir bændur, sem meðal annars felist í vatninu, ónýttum hlunnindum, og ekki síst í þögninni sem ríki í sveitum. Bjarni Stefán orti af þessu tilefni: Bændur græða býsnin á berjamó og vatnakrafti, meira þó á mýrarflá en mest á því að halda kjafti. Um Gunnar Sæmundsson, bónda í Hrúta­ tungu í Hrútafirði, orti Bjarni Stefán, en Gunnar gerðist oft þungorður í ræðustóli: Upp í pontu er ekki spar á orðin stóru og þungu. Lætur móðan mása þar og mælir á hrútatungu. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 295MÆLT AF MUNNI FRAM Besti ungkokkur Norðurlanda, Gabríel Kristinn Bjarnason. Gabríel Kristinn Bjarnason, besti ungkokkur Norðurlanda, Aþena Þöll Gunnarsdóttir og Sveinn Steinsson lentu í öðru sæti í flokknum „Nordic Green Chef“ og Sindri Guðbrandur Sigurðsson náði öðru sæti í keppninni um nafnbótina Matreiðslumaður Norðurlanda 2022. Myndir / Brynja Kr. Thorlacius Sveinn Steinsson. Aþena Þöll Gunnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.